Svendsen lét Fourcade næstum því stela af sér gullinu | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2014 11:39 Norðmaðurinn Emil Hegle Svendsen er Ólympíumeistari í 15 km skíðaskotfimi karla á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en það þurfti mynd til að skera úr um það hvort hann eða Frakkinn Martin Fourcade fengju gullið. Svendsen varði þar með Ólympíutitil sinn frá því fyrir fjórum árum en hann klikkaði ekki á skoti í göngunni í dag. Martin Fourcade átti möguleika á að vinna sitt þriðja gull á leikunum og var næstum því búinn að stela sigrinum í lokin. Fourcade þurfti að sætta sig við silfrið á öðrum leikunum í röð. Emil Hegle Svendsen var augljóslega á undan en hægði aðeins á sér rétt áður en hann kom í markið. Fourcade reyndi að stinga sér fram fyrir hann og það munaði ótrúlega litlu að það tækist hjá Frakkanum. Svendsen vann þarna sitt fjórða gull á Ólympíuleikum en hann vann þrjú gull fyrir fjórum árum í Vancouver og þar á meðal þess grein. Tékkinn Ondrej Moravec fékk síðan bronsið en hann fékk einni silfur í eltigöngunni fyrr á þessum leikum. Norðmaðurinn Ole Einar Björndalen missti enn á ný af tækifærinu að bæta met Björns Dæhlie yfir flest verðlaun á Vetrarólympíuleikum en þeir hafa unnið tólf hvor. Björndalen vann fyrstu grein sína á leikunum en hefur síðan náð lakari og lakari árangri í hverri grein og hann endaði aðeins í 22. sæti í dag. Það er hægt að sjá myndband með lokasprettinum með því að smella hér fyrir ofan.Vísir/GettyVísir/Getty Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
Norðmaðurinn Emil Hegle Svendsen er Ólympíumeistari í 15 km skíðaskotfimi karla á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en það þurfti mynd til að skera úr um það hvort hann eða Frakkinn Martin Fourcade fengju gullið. Svendsen varði þar með Ólympíutitil sinn frá því fyrir fjórum árum en hann klikkaði ekki á skoti í göngunni í dag. Martin Fourcade átti möguleika á að vinna sitt þriðja gull á leikunum og var næstum því búinn að stela sigrinum í lokin. Fourcade þurfti að sætta sig við silfrið á öðrum leikunum í röð. Emil Hegle Svendsen var augljóslega á undan en hægði aðeins á sér rétt áður en hann kom í markið. Fourcade reyndi að stinga sér fram fyrir hann og það munaði ótrúlega litlu að það tækist hjá Frakkanum. Svendsen vann þarna sitt fjórða gull á Ólympíuleikum en hann vann þrjú gull fyrir fjórum árum í Vancouver og þar á meðal þess grein. Tékkinn Ondrej Moravec fékk síðan bronsið en hann fékk einni silfur í eltigöngunni fyrr á þessum leikum. Norðmaðurinn Ole Einar Björndalen missti enn á ný af tækifærinu að bæta met Björns Dæhlie yfir flest verðlaun á Vetrarólympíuleikum en þeir hafa unnið tólf hvor. Björndalen vann fyrstu grein sína á leikunum en hefur síðan náð lakari og lakari árangri í hverri grein og hann endaði aðeins í 22. sæti í dag. Það er hægt að sjá myndband með lokasprettinum með því að smella hér fyrir ofan.Vísir/GettyVísir/Getty
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira