Olían gæti þurrkað út skuldir Íslendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 16. febrúar 2014 10:37 Þremur sérleyfum hefur verið úthlutað til olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Kort/Eykon Energy. Norska „Dagbladet“ segir í fréttaskýringu um Drekasvæðið að olían geti gert Íslendinga skuldlausa, og gott betur. Blaðinu reiknast til, út frá mati Eykons Energy og Olíustofnunar Noregs, að olía á norsk-íslenska Jan Mayen-svæðinu sé um 6.700 milljarða norskra króna virði, miðað við núverandi olíuverð. Það jafngildir um 125 þúsund milljörðum íslenskra króna, eða sem nemur 220-földum fjárlögum íslenska ríkisins. Umfjöllun blaðsins hefur vakið athygli einkum á vestnorræna svæðinu og hafa netmiðlar bæði á Grænlandi og í Færeyjum vitnað í hana um helgina, þar á meðal Arctic Journal, sem er alþjóðleg útgáfa á vegum grænlenska blaðsins Sermitsiaq. Fleiri norskir miðlar hafa einnig fjallað um málið, eins og Aftenposten og Stavangeravisen. Í greininni er fjallað um olíuútboð Íslendinga og Jan Mayen-samkomulagið frá árinu 1981, sem veitir Norðmönnum rétt til 25% þátttöku. Olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs segist í svari til blaðsins hafa nýtt þann rétt til að tryggja norska hagsmuni. Því er lýst hvernig jarðfræði svæðisins eigi sér hliðstæðu í Noregshafi og við Austur-Grænland. Rætt er við Heiðar Má Guðjónsson, stjórnarformann Eykons Energy. Vitnað er til fyrirlesturs sem Þórarinn Sveinn Arnarson hjá Orkustofnun flutti fyrir tveimur vikum á ráðstefnu í Osló um olíuleit á Norðurslóðum þar sem hann sagði meðal annars að koma yrði á fót þyrlumiðstöð á norðausturhorni Íslands. Þá er er rætt við Thinu Saltvedt, olíusérfræðing Nordea-bankans, en hún var meðal fyrirlesara á ráðstefnu um Drekasvæðið sem Arion-banki stóð fyrir í Reykjavík fyrir tveimur árum. Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Tengdar fréttir Hækkandi olíuverð gerir Drekann arðvænlegri Drekasvæðið verður arðbærara eftir því sem olíuverð hækkar, segir olíusérfræðingur Nordea-bankans, sem telur að Ísland, þótt lítið sé, gæti orðið mikilvægt olíuútflutningsríki. Þetta kom fram á ráðstefnu í dag um olíu á Drekasvæðinu. 7. júní 2012 20:30 Stórþingið samþykkti að ganga inn í Drekaleyfið Norska Stórþingið staðfesti í dag þátttöku norska ríkisins í þriðja olíuleitarleyfinu á íslenska Drekasvæðinu, með samþykkt sérstakrar fjárveitingar til verkefnisins á fjárlögum Noregs. 16. desember 2013 19:04 Olíulindin Bergþóra afmörkuð á Dreka Sérfræðingar Eykons Energy hafa afmarkað líklega olíulind á Drekasvæðinu sem þeir kalla Bergþóru. 30. janúar 2014 18:45 Boranir fyrirhugaðar á Drekanum eftir 4-8 ár Innkoma fyrsta olíurisans á Drekasvæðið, kínversks ríkisolíufélags, sem formlega var innsigluð í dag, markar þáttaskil í olíuleitinni, að mati stjórnarformanns íslenska félagsins Eykons. 22. janúar 2014 19:30 Ísland með hæstu olíuskatta heims Skattheimtan sem íslenska ríkið hyggst leggja á olíuvinnslu verður sú hæsta í heimi, ef tekið er tillit til endurgreiðslna sem norska ríkið býður þar í landi. Þetta staðhæfir stjórnarformaður Eykons. 25. janúar 2014 19:15 Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Norska „Dagbladet“ segir í fréttaskýringu um Drekasvæðið að olían geti gert Íslendinga skuldlausa, og gott betur. Blaðinu reiknast til, út frá mati Eykons Energy og Olíustofnunar Noregs, að olía á norsk-íslenska Jan Mayen-svæðinu sé um 6.700 milljarða norskra króna virði, miðað við núverandi olíuverð. Það jafngildir um 125 þúsund milljörðum íslenskra króna, eða sem nemur 220-földum fjárlögum íslenska ríkisins. Umfjöllun blaðsins hefur vakið athygli einkum á vestnorræna svæðinu og hafa netmiðlar bæði á Grænlandi og í Færeyjum vitnað í hana um helgina, þar á meðal Arctic Journal, sem er alþjóðleg útgáfa á vegum grænlenska blaðsins Sermitsiaq. Fleiri norskir miðlar hafa einnig fjallað um málið, eins og Aftenposten og Stavangeravisen. Í greininni er fjallað um olíuútboð Íslendinga og Jan Mayen-samkomulagið frá árinu 1981, sem veitir Norðmönnum rétt til 25% þátttöku. Olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs segist í svari til blaðsins hafa nýtt þann rétt til að tryggja norska hagsmuni. Því er lýst hvernig jarðfræði svæðisins eigi sér hliðstæðu í Noregshafi og við Austur-Grænland. Rætt er við Heiðar Má Guðjónsson, stjórnarformann Eykons Energy. Vitnað er til fyrirlesturs sem Þórarinn Sveinn Arnarson hjá Orkustofnun flutti fyrir tveimur vikum á ráðstefnu í Osló um olíuleit á Norðurslóðum þar sem hann sagði meðal annars að koma yrði á fót þyrlumiðstöð á norðausturhorni Íslands. Þá er er rætt við Thinu Saltvedt, olíusérfræðing Nordea-bankans, en hún var meðal fyrirlesara á ráðstefnu um Drekasvæðið sem Arion-banki stóð fyrir í Reykjavík fyrir tveimur árum.
Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Tengdar fréttir Hækkandi olíuverð gerir Drekann arðvænlegri Drekasvæðið verður arðbærara eftir því sem olíuverð hækkar, segir olíusérfræðingur Nordea-bankans, sem telur að Ísland, þótt lítið sé, gæti orðið mikilvægt olíuútflutningsríki. Þetta kom fram á ráðstefnu í dag um olíu á Drekasvæðinu. 7. júní 2012 20:30 Stórþingið samþykkti að ganga inn í Drekaleyfið Norska Stórþingið staðfesti í dag þátttöku norska ríkisins í þriðja olíuleitarleyfinu á íslenska Drekasvæðinu, með samþykkt sérstakrar fjárveitingar til verkefnisins á fjárlögum Noregs. 16. desember 2013 19:04 Olíulindin Bergþóra afmörkuð á Dreka Sérfræðingar Eykons Energy hafa afmarkað líklega olíulind á Drekasvæðinu sem þeir kalla Bergþóru. 30. janúar 2014 18:45 Boranir fyrirhugaðar á Drekanum eftir 4-8 ár Innkoma fyrsta olíurisans á Drekasvæðið, kínversks ríkisolíufélags, sem formlega var innsigluð í dag, markar þáttaskil í olíuleitinni, að mati stjórnarformanns íslenska félagsins Eykons. 22. janúar 2014 19:30 Ísland með hæstu olíuskatta heims Skattheimtan sem íslenska ríkið hyggst leggja á olíuvinnslu verður sú hæsta í heimi, ef tekið er tillit til endurgreiðslna sem norska ríkið býður þar í landi. Þetta staðhæfir stjórnarformaður Eykons. 25. janúar 2014 19:15 Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Hækkandi olíuverð gerir Drekann arðvænlegri Drekasvæðið verður arðbærara eftir því sem olíuverð hækkar, segir olíusérfræðingur Nordea-bankans, sem telur að Ísland, þótt lítið sé, gæti orðið mikilvægt olíuútflutningsríki. Þetta kom fram á ráðstefnu í dag um olíu á Drekasvæðinu. 7. júní 2012 20:30
Stórþingið samþykkti að ganga inn í Drekaleyfið Norska Stórþingið staðfesti í dag þátttöku norska ríkisins í þriðja olíuleitarleyfinu á íslenska Drekasvæðinu, með samþykkt sérstakrar fjárveitingar til verkefnisins á fjárlögum Noregs. 16. desember 2013 19:04
Olíulindin Bergþóra afmörkuð á Dreka Sérfræðingar Eykons Energy hafa afmarkað líklega olíulind á Drekasvæðinu sem þeir kalla Bergþóru. 30. janúar 2014 18:45
Boranir fyrirhugaðar á Drekanum eftir 4-8 ár Innkoma fyrsta olíurisans á Drekasvæðið, kínversks ríkisolíufélags, sem formlega var innsigluð í dag, markar þáttaskil í olíuleitinni, að mati stjórnarformanns íslenska félagsins Eykons. 22. janúar 2014 19:30
Ísland með hæstu olíuskatta heims Skattheimtan sem íslenska ríkið hyggst leggja á olíuvinnslu verður sú hæsta í heimi, ef tekið er tillit til endurgreiðslna sem norska ríkið býður þar í landi. Þetta staðhæfir stjórnarformaður Eykons. 25. janúar 2014 19:15