Ákærðir fyrir umboðssvik Stefán Árni Pálsson skrifar 15. febrúar 2014 14:43 Þremenningarnir ákærðir fyrir umboðssvik SAMSETT/VILHELM/ANTON/STEFÁN/GVA Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Lárusi Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, Jóhannesi Baldurssyni, einum stjórnenda bankans, og Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, fyrrverandi forstjóra Saga Capital, fyrir umboðsvik. Í vikunni var greint frá því hvaða einstaklingar yrðu ákærðir í málinu en nú hefur fréttastofa ákæruna undir höndum. Um er að ræða eitt stærsta mál sem hefur komið inn á borð sérstaks saksóknara. Málið verður þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. febrúar næstkomandi. Fram kemur í ákærunni að Lárus Welding sé ákærður fyrir umboðssvik, með því að hafa 16. nóvember 2007 sem forstjóri og formaður áhættunefndar Glitnis misnotað aðstöðu sína með því að fara út fyrir heimildir sínar til lánveitinga og stefna fjármunum bankans í verulega hættu með því að veita Stím ehf tæplega 20 milljarða lán. Í ákærunni kemur einnig fram að Jóhannes Baldursson sé ákærður fyrir umboðssvik og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónssyni er síðan gefin að sök hlutdeild í umboðssvikum ákærða Jóhannesar Baldurssonar. Þremenningarnir eru ákærðir fyrir þátt sinn í þessum lánveitingum, en grunur leikur á um hafi verið að ræða tilraun til að halda verði á bréfum í Glitni hærri en eðlilegar forsendur voru fyrir. Fram kemur í ákærunni að samkvæmt reglum stjórnar Glitnis banka hf. um lán og markaðsáhættu frá 2. október 2007 og lánareglum bankans gat áhættunefnd tekið ákvörðun um viðskiptamörk lántaka í áhættuflokki 7, sem Stím ehf. var flokkað í, sem námu allt að 8% af eiginfjárgrunni bankans á samstæðugrundvelli. Eiginfjárgrunnur bankans nam rúmlega 215 milljörðum króna samkvæmt síðasta ársfjórðungsuppgjöri bankans vegna þriðja ársfjórðungs 2007. Samkvæmt því voru heimildir áhættunendar og Lárusi Welding í stöðu sinni vegna lánveitinga til Stím ehf. takmarkaður við rúmlega 17 milljarða króna viðskiptamörk. Stjórn bankans var ein bær til þess að samþykkja hærri viðskiptamörk vegna lánveitinga til Stím ehf. Því bar Lárusi Welding, áður en lánið var veitt, að leita eftir samþykki stjórnar Glitnis banka hf. fyrir viðskiptamörkum vegna lánsins til Stím ehf en í ákærunni kemur fram að Lárus hafi brugðist þeirri skyldu sinni. Stím málið Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira
Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Lárusi Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, Jóhannesi Baldurssyni, einum stjórnenda bankans, og Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, fyrrverandi forstjóra Saga Capital, fyrir umboðsvik. Í vikunni var greint frá því hvaða einstaklingar yrðu ákærðir í málinu en nú hefur fréttastofa ákæruna undir höndum. Um er að ræða eitt stærsta mál sem hefur komið inn á borð sérstaks saksóknara. Málið verður þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. febrúar næstkomandi. Fram kemur í ákærunni að Lárus Welding sé ákærður fyrir umboðssvik, með því að hafa 16. nóvember 2007 sem forstjóri og formaður áhættunefndar Glitnis misnotað aðstöðu sína með því að fara út fyrir heimildir sínar til lánveitinga og stefna fjármunum bankans í verulega hættu með því að veita Stím ehf tæplega 20 milljarða lán. Í ákærunni kemur einnig fram að Jóhannes Baldursson sé ákærður fyrir umboðssvik og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónssyni er síðan gefin að sök hlutdeild í umboðssvikum ákærða Jóhannesar Baldurssonar. Þremenningarnir eru ákærðir fyrir þátt sinn í þessum lánveitingum, en grunur leikur á um hafi verið að ræða tilraun til að halda verði á bréfum í Glitni hærri en eðlilegar forsendur voru fyrir. Fram kemur í ákærunni að samkvæmt reglum stjórnar Glitnis banka hf. um lán og markaðsáhættu frá 2. október 2007 og lánareglum bankans gat áhættunefnd tekið ákvörðun um viðskiptamörk lántaka í áhættuflokki 7, sem Stím ehf. var flokkað í, sem námu allt að 8% af eiginfjárgrunni bankans á samstæðugrundvelli. Eiginfjárgrunnur bankans nam rúmlega 215 milljörðum króna samkvæmt síðasta ársfjórðungsuppgjöri bankans vegna þriðja ársfjórðungs 2007. Samkvæmt því voru heimildir áhættunendar og Lárusi Welding í stöðu sinni vegna lánveitinga til Stím ehf. takmarkaður við rúmlega 17 milljarða króna viðskiptamörk. Stjórn bankans var ein bær til þess að samþykkja hærri viðskiptamörk vegna lánveitinga til Stím ehf. Því bar Lárusi Welding, áður en lánið var veitt, að leita eftir samþykki stjórnar Glitnis banka hf. fyrir viðskiptamörkum vegna lánsins til Stím ehf en í ákærunni kemur fram að Lárus hafi brugðist þeirri skyldu sinni.
Stím málið Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira