Frá Borgarleikhúsinu komu þær Alexía og Sólveig til að fræða hlustendur um Pörupilta, uppistandshóp leikkvenna í karlgervi.
Pörupiltarnir ætla í samstarfi við Borgarleikhúsið að bjóða 10 bekkingum í Reykjavík á uppistand um kynlíf. Áður en einhver hneykslast og fer að blogga þá er vert að minnast á að þetta er kynfræðsla í uppistandsformi. Því kynlíf er fyndið og hlægilegt, nema ef einhver verður ólétt, þá er það sorglegt og tragískt.
Viðtalið við kynlífsgrínistana er í heild sinni hér.
