Yolo-stökk "iPods“ skákaði White 12. febrúar 2014 11:15 Shaun White mistókst að vinna þriðju Ólympíugullverðlaunin í röð í hálfpípu í Sotsjí í gær. Bandaríkjamaðurinn Shaun White er sigursælasti snjóbrettakappi sögunnar og vann gull í hálfpípu á Ólympíuleikunum í Vancouver 2010 og í Tórínó 2006. Hann er einskonar Tony Hawk snjóbrettaheimsins og lengi verið fremstur á meðal jafningja. Hann á að baki þrettán gullverðlaun frá X-leikunum. White hefur lengi sett viðmiðið þegar kemur að keppni í hálfpípu en Svisslendingurinn Iouri Podladtchikov, kallaður „iPod“, skákaði honum í gær með stökki sem White gat ekki lent í úrslitunum. Stökkið kallar Podladtchikov „Yolo“ sem margir kannast við sem þreyttasta frasa síðasta árs en hann negldi það fullkomlega í úrslitunum í gær eins og öll önnur stökk sín. White lagðist yfir „Yolo“-stökkið í mars á síðasta ári og æfði sig í marga mánuði til að standa iPod-num jafnfætis hvað það varðar á Ólympíuleikunum. Bandaríkjamaðurinn negldi stökkið tvívegis í undankeppninni en ekki tókst jafnvel upp í úrslitunum eins og sést í myndbandinu hér að ofan. Mistök hans urðu til þess að White komst ekki einu sinni á pall. „Ég er svekktur. Ég get ekki sætt mig við þá staðreynd að ég negldi stökkið tvisvar áður. En þetta gerist. Það er erfitt að halda stöðugleika,“ sagði Shaun White eftir keppnina í gær. Sigurferð Podladtchikov og ferð Whites má sjá í spilaranum hér að ofan.Shaun White var vígalegur fyrir ferðina í gær.Vísir/GettyShaun White flaug hátt en það var ekki nóg.Vísir/GettyIouri Podladtchikov eða „iPod“ fagnaði vel og innilega.Vísir/Getty Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Snjóbrettaíþróttir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Sjá meira
Shaun White mistókst að vinna þriðju Ólympíugullverðlaunin í röð í hálfpípu í Sotsjí í gær. Bandaríkjamaðurinn Shaun White er sigursælasti snjóbrettakappi sögunnar og vann gull í hálfpípu á Ólympíuleikunum í Vancouver 2010 og í Tórínó 2006. Hann er einskonar Tony Hawk snjóbrettaheimsins og lengi verið fremstur á meðal jafningja. Hann á að baki þrettán gullverðlaun frá X-leikunum. White hefur lengi sett viðmiðið þegar kemur að keppni í hálfpípu en Svisslendingurinn Iouri Podladtchikov, kallaður „iPod“, skákaði honum í gær með stökki sem White gat ekki lent í úrslitunum. Stökkið kallar Podladtchikov „Yolo“ sem margir kannast við sem þreyttasta frasa síðasta árs en hann negldi það fullkomlega í úrslitunum í gær eins og öll önnur stökk sín. White lagðist yfir „Yolo“-stökkið í mars á síðasta ári og æfði sig í marga mánuði til að standa iPod-num jafnfætis hvað það varðar á Ólympíuleikunum. Bandaríkjamaðurinn negldi stökkið tvívegis í undankeppninni en ekki tókst jafnvel upp í úrslitunum eins og sést í myndbandinu hér að ofan. Mistök hans urðu til þess að White komst ekki einu sinni á pall. „Ég er svekktur. Ég get ekki sætt mig við þá staðreynd að ég negldi stökkið tvisvar áður. En þetta gerist. Það er erfitt að halda stöðugleika,“ sagði Shaun White eftir keppnina í gær. Sigurferð Podladtchikov og ferð Whites má sjá í spilaranum hér að ofan.Shaun White var vígalegur fyrir ferðina í gær.Vísir/GettyShaun White flaug hátt en það var ekki nóg.Vísir/GettyIouri Podladtchikov eða „iPod“ fagnaði vel og innilega.Vísir/Getty
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Snjóbrettaíþróttir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Sjá meira