

Ríkissaksóknari hefur framsent kæru, vegna leka á persónuupplýsingum hælisleitanda til fjölmiðla, til embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram á vef ríkissaksóknara.
Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, spurði innanríkisráðherra út í lekamálið svokallaða á Alþingi í morgun.
Innanríkisráðherra segir ítarlega rannsókn innan innanríkisráðuneytisins og stofnana þess sýna að minnisblað um hælisleitanda hafi ekki komið úr ráðuneytinu. Mörður Árnason er með minnisblaðið.
Reynir Traustason mætti í Harmageddon og þykir afskaplega vænt um allskonar leka en gerir þá kröfu að gögn séu sönn og ekki stjórnvald að níðast á örsnauðu fólki.
Hanna Birna Kristjánsdóttir var hvöss í ræðupúlti alþingis í umræðu um hælisleitendur og telur sig sitja ómaklega undir ásökunum.
Meintur leki trúnaðarupplýsinga um hælisleitendur úr innanríkisráðuneytinu er nú kominn á borð lögreglu, en Hanna Birna Kristjánsdóttir fagnar að lögreglan sé komin í málið.
Alþingismennirnir Mörður Árnason og Valgerður Bjarnadóttir hafa sent Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, formlega fyrirspurn varðandi lekamálið.
Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, hefur óskað eftir frekari gögnum og upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu vegna kæru lögmanns hælisleitenda um leka á trúnaðargögnum úr ráðuneytinu.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, hefur ítrekað beðist undan því að mæta í viðtal í Kastljósið til að ræða trúnaðarbrest sem kom upp í innanríkisráðuneytinu. Hún hafði áður samþykkt að veita Kastljósi viðtal í vikunni en hefur hætt við það í bili.