Forsetinn setti ofan í við norskan ráðherra Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2014 14:48 Vísir/Valgarður Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mótmælti því að aðstoðarutanríkismálaráðherra Noregs notaði vettvang Norðurskautsráðsins til að gagnrýna athafnir Rússa í Úkraínu. Ráðherrann, Ingvild Næss Stub, sagði á ráðstefnu ráðsins sem nú stendur yfir í Bodø í Noregi að Norðmenn styddu Úkraínu í deilu landanna á Krímskaga og fordæmdi háttsemi Rússlands á svæðinu. Einnig fordæma Norðmenn atkvæðagreiðsluna sem var þar á sunnudaginn og skora á Rússa að draga hermenn sína af svæðinu. Ólafur og Ingvild héldu hvort sína ræðuna og svo fengu þau spurningar úr sal. Ræðu Ólafs má lesa hér. Þegar kom að spurningum úr sal til Ólafs og Ingvild Næss voru blaðamenn frá bæði Rússlandi og Úkraínu sem tóku til máls. Rússneskur blaðamaður sagði þetta vera í annað sinn sem ástandið í Úkraínu væri nefnt á ráðstefnunni og sagðist halda að ástandið væri flóknara en menn héldu. Var henni illa við að Rússland væri gagnrýnt í sal fullum af fólki frá Rússlandi og sagði að það hefði látið henni líða óþægilega. Þá sagði hún að það væri örugglega til betri vettvangur til að gagnrýna Rússland. Blaðamaður frá Úkraínu sagði samband Rússlands og Úkraínu mjög flókið. Hann spurði Ólaf og Ingvild hvort þau héldu að aðgerðir Rússa drægju úr vægi alþjóðalaga. Þegar Ólafur Ragnar tók til máls sagði hann ráðstefnuna ekki vera réttan vettvang til að gagnrýna einn af meðlimum ráðsins. „Það tæki okkur ekki lengur en klukkutíma að eyðileggja norðurskautssamstarfið. Ef við ætlum að ræða öll átök og stærstu mál heimsins munum við eyðileggja það,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði aðstæður í Úkraínu og Krímskaga alvarlegar, en Norðurskautsráðið væri eini vettvangurinn þar sem stórveldi hafi starfað saman síðan á kalda stríðsárunum. „Við ættum líka að passa okkur að skipta norðurskautinu ekki upp í hópa.“ Myndband af ræðu forsetans má sjá hér, á heimasíðu ráðstefnunnar. Ólafur Ragnar svarar spurningum úr sal í kringum 51:15. Svo virðist sem slökkt hafi verið á hljóðnema forsetans svo erfitt er að greina mál hans. Úkraína Forseti Íslands Noregur Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mótmælti því að aðstoðarutanríkismálaráðherra Noregs notaði vettvang Norðurskautsráðsins til að gagnrýna athafnir Rússa í Úkraínu. Ráðherrann, Ingvild Næss Stub, sagði á ráðstefnu ráðsins sem nú stendur yfir í Bodø í Noregi að Norðmenn styddu Úkraínu í deilu landanna á Krímskaga og fordæmdi háttsemi Rússlands á svæðinu. Einnig fordæma Norðmenn atkvæðagreiðsluna sem var þar á sunnudaginn og skora á Rússa að draga hermenn sína af svæðinu. Ólafur og Ingvild héldu hvort sína ræðuna og svo fengu þau spurningar úr sal. Ræðu Ólafs má lesa hér. Þegar kom að spurningum úr sal til Ólafs og Ingvild Næss voru blaðamenn frá bæði Rússlandi og Úkraínu sem tóku til máls. Rússneskur blaðamaður sagði þetta vera í annað sinn sem ástandið í Úkraínu væri nefnt á ráðstefnunni og sagðist halda að ástandið væri flóknara en menn héldu. Var henni illa við að Rússland væri gagnrýnt í sal fullum af fólki frá Rússlandi og sagði að það hefði látið henni líða óþægilega. Þá sagði hún að það væri örugglega til betri vettvangur til að gagnrýna Rússland. Blaðamaður frá Úkraínu sagði samband Rússlands og Úkraínu mjög flókið. Hann spurði Ólaf og Ingvild hvort þau héldu að aðgerðir Rússa drægju úr vægi alþjóðalaga. Þegar Ólafur Ragnar tók til máls sagði hann ráðstefnuna ekki vera réttan vettvang til að gagnrýna einn af meðlimum ráðsins. „Það tæki okkur ekki lengur en klukkutíma að eyðileggja norðurskautssamstarfið. Ef við ætlum að ræða öll átök og stærstu mál heimsins munum við eyðileggja það,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði aðstæður í Úkraínu og Krímskaga alvarlegar, en Norðurskautsráðið væri eini vettvangurinn þar sem stórveldi hafi starfað saman síðan á kalda stríðsárunum. „Við ættum líka að passa okkur að skipta norðurskautinu ekki upp í hópa.“ Myndband af ræðu forsetans má sjá hér, á heimasíðu ráðstefnunnar. Ólafur Ragnar svarar spurningum úr sal í kringum 51:15. Svo virðist sem slökkt hafi verið á hljóðnema forsetans svo erfitt er að greina mál hans.
Úkraína Forseti Íslands Noregur Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira