Nürburgring seld á 12 milljarða Finnur Thorlacius skrifar 13. mars 2014 08:45 Nürburgring brautin. Loks kom að því að hin fræga akstursbraut Nürburgring í Þýskalandi yrði seldi eftir að fyrri rekstraraðili hennar varð gjadþrota. Kaupandinn, sem kom verulega á óvart með hátt lokatilboð, er Capricorn Development frá Düsseldorf og greiddi 77 milljónir Evra fyrir brautina vinsælu, eða um 12 milljarða króna. Ennfremur hefur Capricorn lofað að fjárfesta fyrir 4 milljarða í brautinni. Fyrirtækið ætlar að halda brautinni opinni fyrir almenningi og hyggst draga að tæknifyrirtæki í nágrenni brautarinnar og setja á fót einskonar tæknigarð við hana. Lokatilboð Capricorn kom aðeins nokkrum mínútum fyrir lokun tilboða, en heimildir herma að annað tilboð frá HIG Capital hafi legið á milli 60 og 70 milljónum Evra. Stærsta spurningin um framtíð brautarinnar er sú hvort Formúla 1 verði áfram á brautinni, en Bernie Ecclestone hefur áður látið að því liggja að framtíð þýsks kappaksturs í Formúlu 1 verði í Hockenheim. Nú er bara spurningin hvort Ecclestone snýst hugur nú þegar eignarhald og framtíð brautarinnar er ráðin. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent
Loks kom að því að hin fræga akstursbraut Nürburgring í Þýskalandi yrði seldi eftir að fyrri rekstraraðili hennar varð gjadþrota. Kaupandinn, sem kom verulega á óvart með hátt lokatilboð, er Capricorn Development frá Düsseldorf og greiddi 77 milljónir Evra fyrir brautina vinsælu, eða um 12 milljarða króna. Ennfremur hefur Capricorn lofað að fjárfesta fyrir 4 milljarða í brautinni. Fyrirtækið ætlar að halda brautinni opinni fyrir almenningi og hyggst draga að tæknifyrirtæki í nágrenni brautarinnar og setja á fót einskonar tæknigarð við hana. Lokatilboð Capricorn kom aðeins nokkrum mínútum fyrir lokun tilboða, en heimildir herma að annað tilboð frá HIG Capital hafi legið á milli 60 og 70 milljónum Evra. Stærsta spurningin um framtíð brautarinnar er sú hvort Formúla 1 verði áfram á brautinni, en Bernie Ecclestone hefur áður látið að því liggja að framtíð þýsks kappaksturs í Formúlu 1 verði í Hockenheim. Nú er bara spurningin hvort Ecclestone snýst hugur nú þegar eignarhald og framtíð brautarinnar er ráðin.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent