97 ára með tvær listasýningar í gangi Snærós Sindradóttir skrifar 21. mars 2014 09:22 Aðalbjörg Jónsdóttir sýnir hér kjól sem svipar mjög til kjóls sem Vigdís Finnbogadóttir klæddist opinberlega í forsetatíð sinni VÍSIR/Stefán Aðalbjörg Jónsdóttir, myndlistarkona og frumkvöðull í íslenskum hannyrðum, opnaði í gær sýningu á verkum sínum í félagsmiðstöð aldraðra við Dalbraut í Reykjavík. Á sýningunni má sjá fjölda málverka eftir Aðalbjörgu en einnig prjónakjóla og pils sem hún hefur hannað og prjónað um áratugaskeið. Aðalbjörg er 97 ára gömul, fædd þann 15. desember 1916 í Heiðarbæ í Steingrímsfirði á Ströndum. Faðir Aðalbjargar lést þegar hún var fimmtán ára og í kjölfarið fór hún að vinna fyrir sér í sveitinni. „Ég vann fyrst fyrir mér hjá móðursystur minni en ég fékk svo lágt kaup að ég sá fram á að geta ekki safnað mér fyrir Kvennaskólanum á Blönduósi sem ég ætlaði í.“Málverk eftir Aðalbjörgu, í einkaeignVÍSIR/stefánAðalbjörg réð sig í kjölfarið á þann bæ sem bauð besta kaupið. „Ég gekk í öll verk til jafns við karlmenn, sérstaklega heyskap.“ Karlmennirnir fengu 30 krónur í laun á viku. „Ég fékk 27 krónur á vikuna, það var mesta kaup sem kvenmaður fékk. Svo kynntist ég manni sem ég varð hrifin af og giftist honum svo síðar.“ Aðalbjörg giftist Hermanni Guðmundssyni og saman eignuðust þau sjö börn. Fimm þeirra eru enn á lífi. Hún hefur lifað tímana tvenna en dóttir hennar fékk lömunarveiki árið 1955, ári áður en bóluefni gegn veikinni kom til landsins. Aðalbjörg á sautján barnabörn, fjörutíu langömmubörn og tvö langalangömmubörn.Sigurborg Ágústa yngsta systir Aðalbjargar, Brynhildur Olgeirsdóttir, Aðalbjörg Jónsdóttir sjálf, Ísold Klara langömmubarn Aðalbjargar, Klara Njálsdóttir tengdadóttir og Ragnhildur Hermannsdóttir, dóttir AðalbjargarVISIR/StefánPrjónakjólar Aðalbjargar hafa notið frægðar en hún hefur meðal annars sýnt þá á Kjarvalsstöðum. Vigdís Finnbogadóttir klæddist kjól eftir hana opinberlega í forsetatíð sinni sem og Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperusöngkona. Aðalbjörg byrjaði að mála árið 1970, þá rúmlega fimmtug. „Það var enginn tími til að gera það sem mann langaði til fyrr en börnin voru öll upp komin,“ segir hún. Sýning Aðalbjargar við Dalbraut lýkur í dag en kjólar eftir hana eru einnig til sýnis á jarðhæð Þjóðminjasafnsins. Þar má jafnframt sjá skissur Aðalbjargar af hinum ýmsu kjólum sem hún hefur hannað. Menning Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Aðalbjörg Jónsdóttir, myndlistarkona og frumkvöðull í íslenskum hannyrðum, opnaði í gær sýningu á verkum sínum í félagsmiðstöð aldraðra við Dalbraut í Reykjavík. Á sýningunni má sjá fjölda málverka eftir Aðalbjörgu en einnig prjónakjóla og pils sem hún hefur hannað og prjónað um áratugaskeið. Aðalbjörg er 97 ára gömul, fædd þann 15. desember 1916 í Heiðarbæ í Steingrímsfirði á Ströndum. Faðir Aðalbjargar lést þegar hún var fimmtán ára og í kjölfarið fór hún að vinna fyrir sér í sveitinni. „Ég vann fyrst fyrir mér hjá móðursystur minni en ég fékk svo lágt kaup að ég sá fram á að geta ekki safnað mér fyrir Kvennaskólanum á Blönduósi sem ég ætlaði í.“Málverk eftir Aðalbjörgu, í einkaeignVÍSIR/stefánAðalbjörg réð sig í kjölfarið á þann bæ sem bauð besta kaupið. „Ég gekk í öll verk til jafns við karlmenn, sérstaklega heyskap.“ Karlmennirnir fengu 30 krónur í laun á viku. „Ég fékk 27 krónur á vikuna, það var mesta kaup sem kvenmaður fékk. Svo kynntist ég manni sem ég varð hrifin af og giftist honum svo síðar.“ Aðalbjörg giftist Hermanni Guðmundssyni og saman eignuðust þau sjö börn. Fimm þeirra eru enn á lífi. Hún hefur lifað tímana tvenna en dóttir hennar fékk lömunarveiki árið 1955, ári áður en bóluefni gegn veikinni kom til landsins. Aðalbjörg á sautján barnabörn, fjörutíu langömmubörn og tvö langalangömmubörn.Sigurborg Ágústa yngsta systir Aðalbjargar, Brynhildur Olgeirsdóttir, Aðalbjörg Jónsdóttir sjálf, Ísold Klara langömmubarn Aðalbjargar, Klara Njálsdóttir tengdadóttir og Ragnhildur Hermannsdóttir, dóttir AðalbjargarVISIR/StefánPrjónakjólar Aðalbjargar hafa notið frægðar en hún hefur meðal annars sýnt þá á Kjarvalsstöðum. Vigdís Finnbogadóttir klæddist kjól eftir hana opinberlega í forsetatíð sinni sem og Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperusöngkona. Aðalbjörg byrjaði að mála árið 1970, þá rúmlega fimmtug. „Það var enginn tími til að gera það sem mann langaði til fyrr en börnin voru öll upp komin,“ segir hún. Sýning Aðalbjargar við Dalbraut lýkur í dag en kjólar eftir hana eru einnig til sýnis á jarðhæð Þjóðminjasafnsins. Þar má jafnframt sjá skissur Aðalbjargar af hinum ýmsu kjólum sem hún hefur hannað.
Menning Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp