Lífið

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Lára og Jens Hilmar eru orðin foreldrar.
Lára og Jens Hilmar eru orðin foreldrar. Skjáskot/Instagram

Samfélagsmiðlastjarnan Lára Clausen og kærasti hennar Jens Hilmar Wessman eru orðin foreldrar. Parið eignuðust stúlku þann 1. maí síðastliðinn. Frá þessu greinir parið í sameiginlegri færslu á Instagram.

„Þann 1. maí mætti fullkomna stelpan okkar í heiminn níu dögum fyrir settan dag. Við erum í skýjunum með fallegu stelpuna okkar,“ skrifar Lára við færsluna.

Lára hefur um nokkurra ára skeið verið ein þekktasta samfélagsmiðlastjarna landsins. Jens Hilmar er elsti sonur Róberts Wessman, forstjóra lyfjafyrirtækisins Alvotech og eins ríkasta manns landsins. Parið opinberaði samband sitt síðastliðið sumar og virðist lífið leika við þau.


Tengdar fréttir

Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið

Samfélagsmiðlastjarnan Lára Clausen og kærasti hennar Jens Hilmar Wessman eiga von á sínu fyrsta barni saman. Parið tilkynnti á samfélgsmiðlum í gær að von væri á stúlku.

Lára og Jens verða mamma og pabbi

Samfélagsmiðlastjarnan Lára Clausen og kærasti hennar Jens Hilmar Wessman verða foreldrar árið 2025. Þetta tilkynna þau í einlægri Instagram færslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.