"Píkan mín er svo ljót" Katrín og Anna Tara skrifar 31. mars 2014 15:52 Kynlegir Kvistir fjölluðu um píkur síðastliðið miðvikudagskvöld og heyrðu í Írisi Jónsdóttur ráðgjafa hjá Tótalráðgjöf á www.attavitinn.is. Þeim berst fjöldinn allur af fyrirspurnum um allt milli himins og jarðar, meðal annars hvað varðar kynfæri, lögun, stærð og gerð þeirra. Fyrirspurninr á borð við ,,Hvernig á venjuleg píka að líta út? Er í lagi að hafa mjög mikið laf?” eru algengar en Íris segir stelpur helst hafa áhyggjur af of stórum eða lafandi skapabörmum og að einnig sé mikið spurt út í rakstur, hár og hvort útlit kynfæra sé yfir höfuð eðlilegt. Strákar hafa helst áhyggjur af bólum á typpum en að sögn Írisar er oftast ekkert að óttast, bólurnar komi og fari. Einnig beinast fyrirspurnir að því hvort typpi séu of lítil, of sveigð eða forhúðin of þröng en það er ekki óalgengt og getur þurft minniháttar aðgerð til að lagfæra það. Af sumum vangaveltunum má sjá að áhyggjur af þessum toga geta haft gífurleg áhrif á sjálfsmynd viðkomandi sérlega þegar kemur að kynlífi ,,Ég þori varla að láta strák putta mig, ríða eða eitthvað þannig því það eru allir að segja að strákum finnist svona ,,roast beef” píkur ógeðslegar”, eða ,,Ég hef aldrei þorað að hafa samfarir með neinum strák af því ég er svo hrædd um að þeim finnist píkan mín ógeðsleg”. Íris segir að kalla mætti þetta ranghugmyndir og að komi þær upp sé mikilvægt að gera sér grein fyrir að útlit kynfæra sé fjölbreytt og breytilegt og af öllum stærðum og gerðum. Hvort sem um er að ræða stóra eða litla skapabarma, lítil, stór eða sveigð typpi eða hvað sem er. Allt er þetta eðlilegt, mismunandi og fallegt, rétt eins og andlitin okkar og aðrir líkamshlutar. Hægt er að senda inn fyrirspurn á www.attavitinn.is þar sem öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svara spurningum þínum um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað sem viðkomandi liggur á hjarta. Heitið er fullri nafnleynd og trúnaði. Viðtalið við Írisi er hægt að hlusta á hér. Facebook síðu Kynlegra Kvista má skoða hér. Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon Sannleikurinn: ASÍ - Launþegar 14:17 Harmageddon Nýtt myndband Kiriyama Family frumsýnt á Vísi Harmageddon Söngvari Stone Roses vitni í kynferðisafbrotamáli Harmageddon Íslenski hesturinn þekktur í þýsku teknó senunni Harmageddon Harmageddon fer til Grænlands Harmageddon Vínilplatan snýr aftur Harmageddon Engum skotum hleypt af byssu Sævars fyrr enn eftir að lögregla mætti á vettvang Harmageddon Páll Óskar á æfingu með Spilverki þjóðanna Harmageddon Framtíðin veltur á kakkalökkum Harmageddon
Kynlegir Kvistir fjölluðu um píkur síðastliðið miðvikudagskvöld og heyrðu í Írisi Jónsdóttur ráðgjafa hjá Tótalráðgjöf á www.attavitinn.is. Þeim berst fjöldinn allur af fyrirspurnum um allt milli himins og jarðar, meðal annars hvað varðar kynfæri, lögun, stærð og gerð þeirra. Fyrirspurninr á borð við ,,Hvernig á venjuleg píka að líta út? Er í lagi að hafa mjög mikið laf?” eru algengar en Íris segir stelpur helst hafa áhyggjur af of stórum eða lafandi skapabörmum og að einnig sé mikið spurt út í rakstur, hár og hvort útlit kynfæra sé yfir höfuð eðlilegt. Strákar hafa helst áhyggjur af bólum á typpum en að sögn Írisar er oftast ekkert að óttast, bólurnar komi og fari. Einnig beinast fyrirspurnir að því hvort typpi séu of lítil, of sveigð eða forhúðin of þröng en það er ekki óalgengt og getur þurft minniháttar aðgerð til að lagfæra það. Af sumum vangaveltunum má sjá að áhyggjur af þessum toga geta haft gífurleg áhrif á sjálfsmynd viðkomandi sérlega þegar kemur að kynlífi ,,Ég þori varla að láta strák putta mig, ríða eða eitthvað þannig því það eru allir að segja að strákum finnist svona ,,roast beef” píkur ógeðslegar”, eða ,,Ég hef aldrei þorað að hafa samfarir með neinum strák af því ég er svo hrædd um að þeim finnist píkan mín ógeðsleg”. Íris segir að kalla mætti þetta ranghugmyndir og að komi þær upp sé mikilvægt að gera sér grein fyrir að útlit kynfæra sé fjölbreytt og breytilegt og af öllum stærðum og gerðum. Hvort sem um er að ræða stóra eða litla skapabarma, lítil, stór eða sveigð typpi eða hvað sem er. Allt er þetta eðlilegt, mismunandi og fallegt, rétt eins og andlitin okkar og aðrir líkamshlutar. Hægt er að senda inn fyrirspurn á www.attavitinn.is þar sem öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svara spurningum þínum um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað sem viðkomandi liggur á hjarta. Heitið er fullri nafnleynd og trúnaði. Viðtalið við Írisi er hægt að hlusta á hér. Facebook síðu Kynlegra Kvista má skoða hér.
Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon Sannleikurinn: ASÍ - Launþegar 14:17 Harmageddon Nýtt myndband Kiriyama Family frumsýnt á Vísi Harmageddon Söngvari Stone Roses vitni í kynferðisafbrotamáli Harmageddon Íslenski hesturinn þekktur í þýsku teknó senunni Harmageddon Harmageddon fer til Grænlands Harmageddon Vínilplatan snýr aftur Harmageddon Engum skotum hleypt af byssu Sævars fyrr enn eftir að lögregla mætti á vettvang Harmageddon Páll Óskar á æfingu með Spilverki þjóðanna Harmageddon Framtíðin veltur á kakkalökkum Harmageddon