Gróði af túnfiskeldi í Mexíkó nýttur í viðreisn Siglufjarðar Kristján Már Unnarsson skrifar 7. apríl 2014 19:00 Einstakur hagnaður af túnfiskeldi í Mexíkó fyrir fjórum árum, sem var eins og lukkupottur, er helsta uppspretta þeirra fjármuna sem Róbert Guðfinnsson notar nú til uppbyggingar á Siglufirði. Þeir sem horfa á milljarða fjárfestingar Róberts Guðfinnssonar á Siglufirði þessi misserin spyrja sig: Hvaðan fær maðurinn alla þessa peninga? Í þættinum „Um land allt” annaðkvöld svarar Róbert þessari spurningu; hann segir að nánast allt sé hagnaður af verkefnum erlendis. „Við vorum í uppsjávarfiski, veiðum og vinnslu í Mexíkó. Við vorum í laxeldi í Chile. Við vorum í túnfiskeldi í Mexíkó. Og svo vorum við með aðrar fjárfestingar fyrir utan þetta erlendis. Og verðum við ekki bara að segja það að okkur hafi bara gengið vel,” segir Róbert. Hann segist þó hafa tapað á sumu en grætt vel á öðru, einkum túnfiskeldinu, en það fer þannig fram að ungur fiskur er veiddur í net en síðan fluttur lifandi í eldiskvíar þar sem hann er alinn upp í sláturstærð.Hagnaður af túnfiskinum árið 2010 var eins og að detta í lukkupottinn, segir Róbert.„Við vorum einstaklega heppnir árið 2010, gerðum eina bestu vertíð í sögu túnfiskveiða, á bláuggatúnfiski í Mexíkó, og seldum okkur þá út úr fyrirtækinu. Það var eins og hálfgerður lukkupottur.” -Er þetta þá túnfiskgróðinn? „Nei, þetta er meira uppsöfnuð verkefni í gegnum árin. sem er eiginlega verið bara að selja til þess að afraksturinn af þessum árangri í gegnum árin lendi hér norður undir heimskautsbaug, á Siglufirði.” Í þættinum „Um land allt”, sem sýndur verður á Stöð 2 klukkan 19.20 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, skýrir Róbert frá því hversvegna hann flutti óvænt frá Íslandi fyrir tíu árum eftir að hafa gert hallarbyltingu í stærsta fyrirtæki Íslands. Einnig verður rætt við fleiri Siglfirðinga um þá endurreisn sem bærinn er nú að ganga í gegnum. Þetta verður síðari þáttur af tveimur en þann fyrri má sjá hér. Fiskeldi Fjallabyggð Mexíkó Um land allt Tengdar fréttir Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. 1. apríl 2014 21:15 Róbert vonast til að skapa hundrað störf á Siglufirði Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson skoðar nú með Landsvirkjun hagkvæmni þess að reisa efnaverksmiðju á Siglufirði, sem myndi framleiða sóta, sýru, klór og vetni. 6. apríl 2014 20:00 Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00 Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira
Einstakur hagnaður af túnfiskeldi í Mexíkó fyrir fjórum árum, sem var eins og lukkupottur, er helsta uppspretta þeirra fjármuna sem Róbert Guðfinnsson notar nú til uppbyggingar á Siglufirði. Þeir sem horfa á milljarða fjárfestingar Róberts Guðfinnssonar á Siglufirði þessi misserin spyrja sig: Hvaðan fær maðurinn alla þessa peninga? Í þættinum „Um land allt” annaðkvöld svarar Róbert þessari spurningu; hann segir að nánast allt sé hagnaður af verkefnum erlendis. „Við vorum í uppsjávarfiski, veiðum og vinnslu í Mexíkó. Við vorum í laxeldi í Chile. Við vorum í túnfiskeldi í Mexíkó. Og svo vorum við með aðrar fjárfestingar fyrir utan þetta erlendis. Og verðum við ekki bara að segja það að okkur hafi bara gengið vel,” segir Róbert. Hann segist þó hafa tapað á sumu en grætt vel á öðru, einkum túnfiskeldinu, en það fer þannig fram að ungur fiskur er veiddur í net en síðan fluttur lifandi í eldiskvíar þar sem hann er alinn upp í sláturstærð.Hagnaður af túnfiskinum árið 2010 var eins og að detta í lukkupottinn, segir Róbert.„Við vorum einstaklega heppnir árið 2010, gerðum eina bestu vertíð í sögu túnfiskveiða, á bláuggatúnfiski í Mexíkó, og seldum okkur þá út úr fyrirtækinu. Það var eins og hálfgerður lukkupottur.” -Er þetta þá túnfiskgróðinn? „Nei, þetta er meira uppsöfnuð verkefni í gegnum árin. sem er eiginlega verið bara að selja til þess að afraksturinn af þessum árangri í gegnum árin lendi hér norður undir heimskautsbaug, á Siglufirði.” Í þættinum „Um land allt”, sem sýndur verður á Stöð 2 klukkan 19.20 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, skýrir Róbert frá því hversvegna hann flutti óvænt frá Íslandi fyrir tíu árum eftir að hafa gert hallarbyltingu í stærsta fyrirtæki Íslands. Einnig verður rætt við fleiri Siglfirðinga um þá endurreisn sem bærinn er nú að ganga í gegnum. Þetta verður síðari þáttur af tveimur en þann fyrri má sjá hér.
Fiskeldi Fjallabyggð Mexíkó Um land allt Tengdar fréttir Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. 1. apríl 2014 21:15 Róbert vonast til að skapa hundrað störf á Siglufirði Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson skoðar nú með Landsvirkjun hagkvæmni þess að reisa efnaverksmiðju á Siglufirði, sem myndi framleiða sóta, sýru, klór og vetni. 6. apríl 2014 20:00 Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00 Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira
Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. 1. apríl 2014 21:15
Róbert vonast til að skapa hundrað störf á Siglufirði Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson skoðar nú með Landsvirkjun hagkvæmni þess að reisa efnaverksmiðju á Siglufirði, sem myndi framleiða sóta, sýru, klór og vetni. 6. apríl 2014 20:00
Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00