Fjárhættuspil lögleitt - Perlan að spilahöll Jón Júlíus Karlsson skrifar 1. apríl 2014 20:01 Lög um fjárhættuspil voru samþykkt á Alþingi í dag með naumum meirihluta. Stjórnarandstaðan gagnrýnir forgangsröðun ríkisstjórnarinnar og flýtimeðferð málsins. Áhugamenn um fjárhættuspil ætla að fagna með opnun á nýrri spilahöll í Perlunni í kvöld. Lagt var fram frumvarp í gær um lögleiðingu á fjárhættuspili hér á landi undir ströngu eftirliti hins opinbera. Í dag var frumvarpið lagt fram til atkvæðagreiðslu og var það samþykkt með naumum meirihluta. 30 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu en 21 á móti. Willum Þór Þórsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er ánægður með að málið sé í höfn. „Þetta mun auðvitað auka hagvöxt hér á landi og er allt að því þjóðþrifamál. Þetta mun bæta hag ferðaþjónustunnar og skatttekjur í ríkissjóð,“ segir Willum. Hvenær mun fyrsta spilahöll landsins líta dagsins ljós? „Sem fyrst. Þetta er komið í gegnum þingið og allt klárt.“Dæmigert fyrir forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingar gagnrýnir vinnubrögð meirihlutans í málinu. „Þetta er enn eitt dæmið um forgangsröðun þessarar ríkisstjórnar þegar mál líkt og þetta er tekið með slíkum ógnarhraða í gegnum þingið. Það skortir alla umræðu um þetta mál. Það þarf að skoða þetta frá fleiri hliðum en gert var,“ segir Oddný. Athafnamennirnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa um nokkurt skeið barist fyrir því að opnuð verði spilahöll hér á landi. „Ég er gríðarlega ánægður með að þetta máli hafi fengið svona skjóta afgreiðslu enda flott frumvarp og gott mál,“ segir Arnar og Bjarki tekur í svipaðan streng. „Við höfum í 10-15 ár spilað í einhverjum krummaskuðum. Okkur finnst gaman að 'gambla' og núna loksins er feluleiknum lokið eftir margra ára baráttu,“ segir Bjarki Gunnlaugsson. Áhugamenn um fjárhættuspil geta tekið gleði sína því opna á spilahöll í Perlunni í kvöld, mörgum mánuðum á undan áætlun. „Við vorum það sigurvissir að við erum löngu byrjaðir að innrétta Perluna sem 'casino'. Það er allt tilbúið og í ljósi þessara frábæru tíðinda þá ætlum við að opna í kvöld,“ segir Arnar. Spilahöllin í Perlunni opnaði klukkan 19:00 í kvöld og verður hægt að spila fram yfir miðnætti. Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Lög um fjárhættuspil voru samþykkt á Alþingi í dag með naumum meirihluta. Stjórnarandstaðan gagnrýnir forgangsröðun ríkisstjórnarinnar og flýtimeðferð málsins. Áhugamenn um fjárhættuspil ætla að fagna með opnun á nýrri spilahöll í Perlunni í kvöld. Lagt var fram frumvarp í gær um lögleiðingu á fjárhættuspili hér á landi undir ströngu eftirliti hins opinbera. Í dag var frumvarpið lagt fram til atkvæðagreiðslu og var það samþykkt með naumum meirihluta. 30 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu en 21 á móti. Willum Þór Þórsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er ánægður með að málið sé í höfn. „Þetta mun auðvitað auka hagvöxt hér á landi og er allt að því þjóðþrifamál. Þetta mun bæta hag ferðaþjónustunnar og skatttekjur í ríkissjóð,“ segir Willum. Hvenær mun fyrsta spilahöll landsins líta dagsins ljós? „Sem fyrst. Þetta er komið í gegnum þingið og allt klárt.“Dæmigert fyrir forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingar gagnrýnir vinnubrögð meirihlutans í málinu. „Þetta er enn eitt dæmið um forgangsröðun þessarar ríkisstjórnar þegar mál líkt og þetta er tekið með slíkum ógnarhraða í gegnum þingið. Það skortir alla umræðu um þetta mál. Það þarf að skoða þetta frá fleiri hliðum en gert var,“ segir Oddný. Athafnamennirnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa um nokkurt skeið barist fyrir því að opnuð verði spilahöll hér á landi. „Ég er gríðarlega ánægður með að þetta máli hafi fengið svona skjóta afgreiðslu enda flott frumvarp og gott mál,“ segir Arnar og Bjarki tekur í svipaðan streng. „Við höfum í 10-15 ár spilað í einhverjum krummaskuðum. Okkur finnst gaman að 'gambla' og núna loksins er feluleiknum lokið eftir margra ára baráttu,“ segir Bjarki Gunnlaugsson. Áhugamenn um fjárhættuspil geta tekið gleði sína því opna á spilahöll í Perlunni í kvöld, mörgum mánuðum á undan áætlun. „Við vorum það sigurvissir að við erum löngu byrjaðir að innrétta Perluna sem 'casino'. Það er allt tilbúið og í ljósi þessara frábæru tíðinda þá ætlum við að opna í kvöld,“ segir Arnar. Spilahöllin í Perlunni opnaði klukkan 19:00 í kvöld og verður hægt að spila fram yfir miðnætti.
Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent