„Ég ætla að borga þetta allt til baka“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. apríl 2014 19:38 Leonardo DiCaprio (t.h.) fór með hlutverk Belforts í kvikmyndinni The Wolf of Wall Street. vísir/getty Jordan Belfort, hinn umdeildi „Úlfur á Wall Street“, reiknar með að geta greitt skuld sína að fullu innan árs. Hann var dæmdur árið 1998 fyrir fjársvik og peningaþvætti og fékk 22 mánaða fangelsisdóm. Þá var honum skipað að endurgreiða þeim sem hann hafði svikið rúmlega 110 milljónir Bandaríkjadala. „Ég ætla að borga þetta allt til baka,“ segir Belfort í samtali við Vísi, en hann heldur umtalaða söluráðstefnu í Háskólabíói þann 6. maí. „Og vonandi gerist það innan árs. Ég tel að það sé raunhæft.“ Belfort hefur þegar greitt hluta upphæðarinnar en hann segist ekki vera með það á hreinu hverjar eftirstöðvarnar séu. „Lögfræðingarnir mínir eru að reyna að komast að því hvað þetta er nákvæmlega mikið. Ég hugsa að þetta séu í kringum fimmtíu milljónir dala.“Áfengi aldrei vandamál Saga Belforts var sögð í kvikmynd leikstjórans Martins Scorsese, The Wolf of Wall Street, sem kom út í fyrra og hlaut fimm tilnefningar til Óskarsverðlauna. Þar fór leikarinn Leonardo DiCaprio með hlutverk Belforts og var villtu líferni hans á árum áður gerð góð skil.Ég verð einfaldlega að spyrja þig að þessu. Er það satt að þú hafir blásið kókaíni upp í afturenda vændiskonu? „Ég hef ekki hugmynd um hvaðan það atriði kemur,“ segir Belfort skellihlæjandi. „En nei, þetta gerðist ekki. Ég er hins vegar handviss um að ég hafi tekið kókaín í nefið af afturenda einhvers.“ Belfort segist þó vera ánægður með myndina þó að hlutar hennar eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum. „Sumt þarna er skáldskapur. Ég er ekki að segja að það sem ég gerði hafi verið skárra en það sem sést í myndinni, en Marty (Scorsese) tók sér ýmis skáldaleyfi.“ Belfort segist hafa verið edrú frá árinu 1997. Á hann þar við þau fíkniefni sem hann notaði mest; kókaín og lyfseðilsskyld lyf. Hann segist þó fá sér í glas annað slagið. „Ég fæ mér bjór stöku sinnum, vínglas eða kokteil. En áfengi var aldrei vandamál hjá mér. En ég hef haldið mig algjörlega frá fíkniefnum. Og það hefur bara verið mjög auðvelt, til allrar hamingju.“„Það gera allir mistök“ Aðspurður hvers vegna Íslendingar ættu að mæta á söluráðstefnu hjá dæmdum fjárglæpamanni segir Belfort að enginn þurfi að mæta sem vilji það ekki. „Ég hef ferðast um heiminn í að verða fimm ár og unnið með frumkvöðlum, sölumönnum, verðbréfasölum og alls konar fólki. Meira að segja bara venjulegu fólki sem er til dæmis að hefja eigin rekstur. Ég kenni þeim formúlu sem ég notaði sjálfur. Það gera allir mistök en það sem máli skiptir er hvort og hvernig þú lærir af þeim.“ Belfort segir hluta af vinnu sinni snúa að því að kenna fólki viðskiptasiðferði. Hann ítrekar þó að ef fólki finnist það orka tvímælis þá eigi það ekki að mæta. „Það eru tvær tegundir fólks. Það eru þeir víðsýnu sem trúa því að fólk eigi skilið annað tækifæri. Svo eru það þeir þröngsýnu sem finnst þeir sem gera mistök eiga að brenna í helvíti. Ég ætla ekki að draga úr því slæma sem ég gerði, en það er ekki hægt að neita því að ég hef notið mikillar velgengni í viðskiptum og sú velgengni segir sína sögu.“Útrásarvíkingarnir „amatörar“ Belfort segist skilja það að einhverju leyti að koma hans hingað til lands sé umdeild, sérstaklega vegna þess sem gerðist hér í aðdraganda efnahagshrunsins. „Spurningin er reyndar góð en að líkja því saman sem ég gerði við það sem gerðist á Íslandi er langsótt. Þetta voru örfáir bankamenn sem settu kerfið á hliðina. En ef við viljum halda okkur við samlíkinguna má benda á fyrst ég átti afturkvæmt þá getur Ísland gert það einnig.“ Hann segist telja helstu ástæðuna fyrir íslenska hruninu hafa verið siðleysi útrásarvíkinganna og vanrækslu eftirlitsaðila. „Þeir (útrásarvíkingarnir) fóru út í viðskipti sem þeir höfðu enga reynslu af. Það má því segja að þarna hafi spilað saman amatörismi og skortur á siðferði. Þeir hugsuðu fyrst og fremst um eigin hagsmuni og það varð þeim að falli.“ Óskarinn Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Jordan Belfort, hinn umdeildi „Úlfur á Wall Street“, reiknar með að geta greitt skuld sína að fullu innan árs. Hann var dæmdur árið 1998 fyrir fjársvik og peningaþvætti og fékk 22 mánaða fangelsisdóm. Þá var honum skipað að endurgreiða þeim sem hann hafði svikið rúmlega 110 milljónir Bandaríkjadala. „Ég ætla að borga þetta allt til baka,“ segir Belfort í samtali við Vísi, en hann heldur umtalaða söluráðstefnu í Háskólabíói þann 6. maí. „Og vonandi gerist það innan árs. Ég tel að það sé raunhæft.“ Belfort hefur þegar greitt hluta upphæðarinnar en hann segist ekki vera með það á hreinu hverjar eftirstöðvarnar séu. „Lögfræðingarnir mínir eru að reyna að komast að því hvað þetta er nákvæmlega mikið. Ég hugsa að þetta séu í kringum fimmtíu milljónir dala.“Áfengi aldrei vandamál Saga Belforts var sögð í kvikmynd leikstjórans Martins Scorsese, The Wolf of Wall Street, sem kom út í fyrra og hlaut fimm tilnefningar til Óskarsverðlauna. Þar fór leikarinn Leonardo DiCaprio með hlutverk Belforts og var villtu líferni hans á árum áður gerð góð skil.Ég verð einfaldlega að spyrja þig að þessu. Er það satt að þú hafir blásið kókaíni upp í afturenda vændiskonu? „Ég hef ekki hugmynd um hvaðan það atriði kemur,“ segir Belfort skellihlæjandi. „En nei, þetta gerðist ekki. Ég er hins vegar handviss um að ég hafi tekið kókaín í nefið af afturenda einhvers.“ Belfort segist þó vera ánægður með myndina þó að hlutar hennar eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum. „Sumt þarna er skáldskapur. Ég er ekki að segja að það sem ég gerði hafi verið skárra en það sem sést í myndinni, en Marty (Scorsese) tók sér ýmis skáldaleyfi.“ Belfort segist hafa verið edrú frá árinu 1997. Á hann þar við þau fíkniefni sem hann notaði mest; kókaín og lyfseðilsskyld lyf. Hann segist þó fá sér í glas annað slagið. „Ég fæ mér bjór stöku sinnum, vínglas eða kokteil. En áfengi var aldrei vandamál hjá mér. En ég hef haldið mig algjörlega frá fíkniefnum. Og það hefur bara verið mjög auðvelt, til allrar hamingju.“„Það gera allir mistök“ Aðspurður hvers vegna Íslendingar ættu að mæta á söluráðstefnu hjá dæmdum fjárglæpamanni segir Belfort að enginn þurfi að mæta sem vilji það ekki. „Ég hef ferðast um heiminn í að verða fimm ár og unnið með frumkvöðlum, sölumönnum, verðbréfasölum og alls konar fólki. Meira að segja bara venjulegu fólki sem er til dæmis að hefja eigin rekstur. Ég kenni þeim formúlu sem ég notaði sjálfur. Það gera allir mistök en það sem máli skiptir er hvort og hvernig þú lærir af þeim.“ Belfort segir hluta af vinnu sinni snúa að því að kenna fólki viðskiptasiðferði. Hann ítrekar þó að ef fólki finnist það orka tvímælis þá eigi það ekki að mæta. „Það eru tvær tegundir fólks. Það eru þeir víðsýnu sem trúa því að fólk eigi skilið annað tækifæri. Svo eru það þeir þröngsýnu sem finnst þeir sem gera mistök eiga að brenna í helvíti. Ég ætla ekki að draga úr því slæma sem ég gerði, en það er ekki hægt að neita því að ég hef notið mikillar velgengni í viðskiptum og sú velgengni segir sína sögu.“Útrásarvíkingarnir „amatörar“ Belfort segist skilja það að einhverju leyti að koma hans hingað til lands sé umdeild, sérstaklega vegna þess sem gerðist hér í aðdraganda efnahagshrunsins. „Spurningin er reyndar góð en að líkja því saman sem ég gerði við það sem gerðist á Íslandi er langsótt. Þetta voru örfáir bankamenn sem settu kerfið á hliðina. En ef við viljum halda okkur við samlíkinguna má benda á fyrst ég átti afturkvæmt þá getur Ísland gert það einnig.“ Hann segist telja helstu ástæðuna fyrir íslenska hruninu hafa verið siðleysi útrásarvíkinganna og vanrækslu eftirlitsaðila. „Þeir (útrásarvíkingarnir) fóru út í viðskipti sem þeir höfðu enga reynslu af. Það má því segja að þarna hafi spilað saman amatörismi og skortur á siðferði. Þeir hugsuðu fyrst og fremst um eigin hagsmuni og það varð þeim að falli.“
Óskarinn Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira