Stjörnufans á fyrsta Demantamóti ársins í Doha Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. maí 2014 10:15 Shelly-Ann Fraser-Pryce er fljótasta kona heims. Vísir/Getty Níu fyrrverandi og núverandi heims- og Ólympíumeistarar verða á meðal keppenda á fyrsta Demantamóti ársins í frjálsíþróttum þegar mótaröðin fer af stað í Doha í Katar í dag. Demantamótin eru flottustu einstöku frjálsíþróttamót hvers árs þar sem aðeins þeim bestu er boðið en alls verða 14 mót í ár. Veislan hefst í Doha í dag en síðasta mótið verður í Brussel 5. september. Mótafyrirkomulagið er þannig að þrír efstu keppendurnir í hverri grein fá stig og þau eru svo tvöfölduð á lokamótinu. Sá íþróttamaður sem fær flest stig í hverri grein stendur uppi sem sigurvegari. Einfalt.Shelly-Ann Fraser-Pryce, jamaíska spretthlaupadrottningin, mætir til leiks í dag og keppir í 100 metra hlaupi en hún vann 100 og 200 metra hlaupin á HM í Mosvku í fyrra auk þess að vera hluti af jamaísku boðhlaupssveitinni sem vann 4x100 metra hlaupið. Þá er hún einnig ríkjandi Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi.Asbel Kiprop, heimsmeistari í 1.500 metra hlaupi, verður einnig í Doha í dag og sömu sögu má segja um nýsjálenska kúluvarparann ValerieAdams sem komist hefur í úrslit á 46 mótum í röð. Adams er besta kúluvarpskona heims í dag og er ríkjandi heims- og Ólympíumeistari. Keppni í hástökki karla hefur sjaldan ef aldrei verið jafnspennandi og styttist í að 21 árs gamalt heimsmet Kúbverjans JaviersSotomayors upp á 2,45 metra verði slegið.Mutaz Essa Barshim frá Barein, sem varð heimsmeistari innanhúss í Sopot fyrr á árinu, gerir sig líklegan til að bæta metið en hann á best 2,40 metra líkt og Kanadamaðurinn Derek Drouin. Þeir verða báðir á meðal keppenda í kvöld sem og rússneski Ólympíumeistarinn Ivan Ukhov.Fyrsta Demantamótið hefst klukkan 16.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Asbel Kiprop frá Kenía.Vísir/GettyValerie Adams.Vísir/GettyÓlympíumeistarinn Ivan Ukhov.Vísir/Getty Frjálsar íþróttir Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Sjá meira
Níu fyrrverandi og núverandi heims- og Ólympíumeistarar verða á meðal keppenda á fyrsta Demantamóti ársins í frjálsíþróttum þegar mótaröðin fer af stað í Doha í Katar í dag. Demantamótin eru flottustu einstöku frjálsíþróttamót hvers árs þar sem aðeins þeim bestu er boðið en alls verða 14 mót í ár. Veislan hefst í Doha í dag en síðasta mótið verður í Brussel 5. september. Mótafyrirkomulagið er þannig að þrír efstu keppendurnir í hverri grein fá stig og þau eru svo tvöfölduð á lokamótinu. Sá íþróttamaður sem fær flest stig í hverri grein stendur uppi sem sigurvegari. Einfalt.Shelly-Ann Fraser-Pryce, jamaíska spretthlaupadrottningin, mætir til leiks í dag og keppir í 100 metra hlaupi en hún vann 100 og 200 metra hlaupin á HM í Mosvku í fyrra auk þess að vera hluti af jamaísku boðhlaupssveitinni sem vann 4x100 metra hlaupið. Þá er hún einnig ríkjandi Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi.Asbel Kiprop, heimsmeistari í 1.500 metra hlaupi, verður einnig í Doha í dag og sömu sögu má segja um nýsjálenska kúluvarparann ValerieAdams sem komist hefur í úrslit á 46 mótum í röð. Adams er besta kúluvarpskona heims í dag og er ríkjandi heims- og Ólympíumeistari. Keppni í hástökki karla hefur sjaldan ef aldrei verið jafnspennandi og styttist í að 21 árs gamalt heimsmet Kúbverjans JaviersSotomayors upp á 2,45 metra verði slegið.Mutaz Essa Barshim frá Barein, sem varð heimsmeistari innanhúss í Sopot fyrr á árinu, gerir sig líklegan til að bæta metið en hann á best 2,40 metra líkt og Kanadamaðurinn Derek Drouin. Þeir verða báðir á meðal keppenda í kvöld sem og rússneski Ólympíumeistarinn Ivan Ukhov.Fyrsta Demantamótið hefst klukkan 16.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Asbel Kiprop frá Kenía.Vísir/GettyValerie Adams.Vísir/GettyÓlympíumeistarinn Ivan Ukhov.Vísir/Getty
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Sjá meira