Óli er Ólsari en hefur um árabil verið búsettur á Akranesi. Hann tók ástfóstri við það ágæta samfélag þegar hann lék með sigursælu liði heimamanna á árum áður.
Hann er lyfsali og rekur Apótek Vesturlands á Akranesi. Líkt og í boltanum þurfti hann í lyfsölunni að verjast fimlega og sækja hratt gegn óréttmætum vinnubrögðum keppinautar. Í þeim stóra slag hafði hann sigur að lokum.
Hann lítur gagnrýnum augum á sín störf og annarra og trúir að þannig sé best að gera góðan bæ betri.
Það má nefnilega alltaf gera betur að hans mati. Að öðrum kosti staðnar samfélagið.
Þessi tveggja barna faðir er líka rómaður kokkur og sælkeri. Til þess að sælkerinn verði ekki þungavigtarmaður í orðsins fyllstu merkingu stundar hann hóflega hreyfingu.
Hann stefnir hins vegar að því að vega þungt í störfum sínum fyrir bæjarbúa. Klár í að leiða sókn til betra samfélags en jafnframt tilbúinn til þess að taka hvern slag sem nauðsynlegur er til varnar hagsmunum Skagamanna.
Hundar eða kettir? Get ekki gert upp á milli
Hver er stærsta stundin í lífinu? Fæðing barnanna minna.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Nætursalt
Hvernig bíl ekur þú? Lexus 2005
Besta minningin? Áhyggjuleysi æskunnar
Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já
Hverju sérðu mest eftir? Röngum ákvörðunum
Draumaferðalagið? Gönguferð um allar strendur Íslands
Hefur þú migið í saltan sjó? Já Breiðafjörðinn meira að segja
Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Kosningamyndband
Hefur þú viðurkennt mistök? Er að vinna í því
Hverju ertu stoltastur af? Íslandsmeistaratímabil með Skagamönnum.