„Það var sætari stelpa á ballinu“ Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 14. maí 2014 12:58 Pálmi Haraldsson bar vitni í dag. visir/daníel Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi FS38 og framkvæmdastjóri Fons, bar vitni í Aurum-Holding málinu í héraði í dag. Málið fjallar um sex milljarða króna lán sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. í júlí 2008 vegna kaupa á Aurum Holding. Spurði sérstakur saksóknari Pálma meðal annars að því hvort Jón Ásgeir Jóhannesson hefði komið fram fyrir hönd Pálma hjá Glitni. Því neitaði Pálmi. Hann sagðist sjálfur hafa sóst eftir bréfunum í Glitni og bankinn hefði sömuleiðis viljað laga sína stöðu gagnvart Fons. „Við vissum af þessum aðilum, Damas, sem höfðu áhuga á að koma inn í Aurum og þá var tekinn þessi hefðbundni slagur. Ég vildi fá sem mest og bankinn vildi borga sem minnst,“ sagði Pálmi fyrir dómi í dag. Niðurstaðan hafi verið sá samningur sem allir þekktu nú. Það væri stutta útgáfa sögunnar. Pálmi sagðist hafa viljað fá sex milljarða króna í samningnum og ekki gefið tommu eftir. „Ég veit að ég var mjög erfiður í samningum, starfsmenn bankans voru ekkert svo sáttir. Niðurstaðan, þessir sex milljarðar, stóðst,“ sagði Pálmi Fons hafi gefið út ábyrgð upp á 1750 milljónir króna að hann minnti ef að bankinn færi halloka vegna samningsins. Það hafi verið grófa línan. Aðspurður svaraði Pálmi því til að hann hefði vissulega komið að því hvernig peningunum hefði verið ráðstafað. Pálmi játaði því að umrætt verkefni hefði tengst Stím ehf. því hluti af peningunum hafi farið í að greiða niður skuldir Fons vegna Stím. Hann neitaði því vilyrði hafi verið fyrir því gagnvart Fons að Fons yrði ekki fyrir tjóni vegna þátttöku sinnar í Stím ehf. „Ég man að ég var fúll og reiður en nei, það var ekki til neinn samningur um að Fons kæmi skaðlaust eða yrði bætt tjón.“Jón Ásgeir Jóhannesson var í Héraðsdómi í morgun.visir/daníelÞá spurði sérstakur saksóknari hvort Pálmi myndi eftir eins milljarða króna lánveitingu í febrúar 2008 frá Glitni. „Ég minnist þess ekki,“ sagði Pálmi. Hann neitaði sömuleiðis hvort það lán hefði tengst óuppgerðum viðskiptum við Jón Ásgeir. Saksóknari spurði Pálma hvort hann hefði vitað til þess að Jón Ásgeir hefði þrýst á starfsmenn Glitnis að klára málið. Svaraði Pálmi á þá leið að það hefði ekki verið á sínum vegum. Hins vegar sagði Pálmi að í dag vissi hann sem væri að Glitnir hafi talið betra að eiga viðskipti við fyrrnefndnan Damas. „Ég veit að sjálfsögðu af því í dag að þeir hafi talið að til væri sætari stelpa á ballinu en ég, sem var Damas,“ sagði Pálmi og bætti við að betur hefði hentað Baugi að fá Damas inn.visir/Daníelvisir/daníelvisir/daníelvisir/daníelvisir/daníelvisir/daníel Aurum Holding málið Stím málið Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira
Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi FS38 og framkvæmdastjóri Fons, bar vitni í Aurum-Holding málinu í héraði í dag. Málið fjallar um sex milljarða króna lán sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. í júlí 2008 vegna kaupa á Aurum Holding. Spurði sérstakur saksóknari Pálma meðal annars að því hvort Jón Ásgeir Jóhannesson hefði komið fram fyrir hönd Pálma hjá Glitni. Því neitaði Pálmi. Hann sagðist sjálfur hafa sóst eftir bréfunum í Glitni og bankinn hefði sömuleiðis viljað laga sína stöðu gagnvart Fons. „Við vissum af þessum aðilum, Damas, sem höfðu áhuga á að koma inn í Aurum og þá var tekinn þessi hefðbundni slagur. Ég vildi fá sem mest og bankinn vildi borga sem minnst,“ sagði Pálmi fyrir dómi í dag. Niðurstaðan hafi verið sá samningur sem allir þekktu nú. Það væri stutta útgáfa sögunnar. Pálmi sagðist hafa viljað fá sex milljarða króna í samningnum og ekki gefið tommu eftir. „Ég veit að ég var mjög erfiður í samningum, starfsmenn bankans voru ekkert svo sáttir. Niðurstaðan, þessir sex milljarðar, stóðst,“ sagði Pálmi Fons hafi gefið út ábyrgð upp á 1750 milljónir króna að hann minnti ef að bankinn færi halloka vegna samningsins. Það hafi verið grófa línan. Aðspurður svaraði Pálmi því til að hann hefði vissulega komið að því hvernig peningunum hefði verið ráðstafað. Pálmi játaði því að umrætt verkefni hefði tengst Stím ehf. því hluti af peningunum hafi farið í að greiða niður skuldir Fons vegna Stím. Hann neitaði því vilyrði hafi verið fyrir því gagnvart Fons að Fons yrði ekki fyrir tjóni vegna þátttöku sinnar í Stím ehf. „Ég man að ég var fúll og reiður en nei, það var ekki til neinn samningur um að Fons kæmi skaðlaust eða yrði bætt tjón.“Jón Ásgeir Jóhannesson var í Héraðsdómi í morgun.visir/daníelÞá spurði sérstakur saksóknari hvort Pálmi myndi eftir eins milljarða króna lánveitingu í febrúar 2008 frá Glitni. „Ég minnist þess ekki,“ sagði Pálmi. Hann neitaði sömuleiðis hvort það lán hefði tengst óuppgerðum viðskiptum við Jón Ásgeir. Saksóknari spurði Pálma hvort hann hefði vitað til þess að Jón Ásgeir hefði þrýst á starfsmenn Glitnis að klára málið. Svaraði Pálmi á þá leið að það hefði ekki verið á sínum vegum. Hins vegar sagði Pálmi að í dag vissi hann sem væri að Glitnir hafi talið betra að eiga viðskipti við fyrrnefndnan Damas. „Ég veit að sjálfsögðu af því í dag að þeir hafi talið að til væri sætari stelpa á ballinu en ég, sem var Damas,“ sagði Pálmi og bætti við að betur hefði hentað Baugi að fá Damas inn.visir/Daníelvisir/daníelvisir/daníelvisir/daníelvisir/daníelvisir/daníel
Aurum Holding málið Stím málið Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira