Verk Gigers þykja drungaleg og súrrealísk og gætir áhrifa hans víða. Hann var hluti tæknibrelluteymisins sem vann til Óskarsverðlauna árið 1980 fyrir Alien en hann hannaði einnig ófreskjuna í þriðju mynd seríunnar, Alien 3.
Þá myndskreytti hann plötukápur og varð ein myndskreytinga hans að dómsmáli árið 1986, en þá var söngvari bandarísku pönksveitarinnar Dead Kennedys dreginn fyrir dómstóla vegna veggspjalds inni í plötunni Frankenchrist og var honum gefið að sök að dreifa skaðlegu efni til ungmenna undir lögaldri. Málinu var vísað frá.
Árið 1998 opnaði Giger safn í bænum Gruyeres í Sviss með málverkum sínum og skúlptúrum auk verka eftir listamenn á borð við Salvador Dalí.