Oddvitaáskorun - Nýtt afl í Húnaþingi vestra 13. maí 2014 15:49 „Þegar ég flutti aftur heim eftir 30 ára fjarveru síðasliðið haust var ekki á dagskrá að ráða mig í vinnu strax heldur sinna eigin verkefnum. Þegar mér var boðið að taka við rekstri Selasetursins gat ég ekki sagt nei. Virkilega skemmtilegt og krefjandi verkefni. Læri eitthvað nýtt á hverjum degi.“ Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Unnur Valborg Hilmarsdóttir leiðir N - listann Nýtt afl í Húnaþingi vestra í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Unnur kann hvergi betur við sig en úti í náttúrunni, í gönguferðum og útilegum með fjölskyldunni. Sem betur fer deilir eiginmaðurinn, Alfreð Alfreðsson, útileguáhuganum og festu þau hjónin kaup á gömlum tjaldvagni síðasta sumar. Þau setja stefnuna á útilegur sem flestar helgar í sumar í vagninum góða með börnin og hundinn. Unnur er uppalin á Hvammstanga til 10 ára aldurs en flutti aftur heim sl. haust eftir 30 ára búsetu sunnan heiða. Hún hefur þó alltaf sótt mikið norður og varið flestum fríum að hluta til eða öllu leyti á Hvammstanga. Unnur á þrjú börn, Myrkva Þór, 16 ára, Guðna þór, 3ja ára og Birtu Ögn, eins árs. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það er mér lífsins ómögulegt að nefna einn stað sem fallegasta stað á Íslandi. Ísland er fallegasta land í heimi og í hverjum landshluta eru staðir sem eiga engan sinn líkan í heiminum. Mér þykir þó sérstaklega vænt um Kirkjuhvamm. Hundar eða kettir? Hundar - Heimilishundurinn Pamela er fjórða barnið á heimilinu. Hún er dönsk og skilur líklega enga íslensku ennþá þó hún hafi verið búsett á Íslandi í á fjórða ár. Í það minnsta hlýðir hún litlu sem engu. Hver er stærsta stundin í lífinu? Ég á þrjár „stærstu stundir“ í lífinu. Fæðingar barnanna minna þriggja. Svo kemst brúðkaup okkar hjóna klárlega líka á blað en við komum okkar nánustu á óvart og giftum okkur í blíðskaparveðri í Kirkjuhvammskirkju 29. mars sl. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Ég er mikil matmanneskja og á erfitt með að velja eitthvað eitt uppáhalds, ég get nefnt hægeldaðan lambabóg, kalkún, sushi...og margt fleira. Hvernig bíl ekur þú? Toyotu Landcruiser 2005 árgerð. Besta minningin? Ég er svo lánsöm að eiga hafsjó af frábærum minningum. Það sem fyrst kemur upp í hugann er ferðalag fjölskyldunnar til Grikklands sumarið 2012 þegar við fórum í bakpokaferðalag í gríska eyjahafinu. Við fórum fjögur, ég , Alfreð maðurinn minn, Myrkvi Þór sonur minn sem þá var 15 ára og Guðni Þór sem þá var 15 mánaða. Algerlega ógleymanlegt ferðalag. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Hmm...já. Var eitt sinn tekin fyrir of hraðan akstur í götunni sem ég bjó við í Reykjavík. Ég var á að því að mér minnir á 45 km hraða. Hverju sérðu mest eftir? Ég reyni að haga lífi mínu með þeim hætti að eftirsjáin sé sem minnst. En ég get ekki neitað því að sjá eftir því að hafa hætt að læra á píanó sem barn, og jú líka að hafa hætt að æfa fimleika á sínum tíma. Draumaferðalagið? Það allra skemmtilegasta sem ég geri er að ferðast. Ég hef víða farið en á enn eftir að koma á fjölmarga áhugaverða staði. Indland er ofarlega á draumalistanum. Svo væri ég alveg til í að fara aftur með fjölskylduna í bakpokaferð um gríska eyjahafið. Rómantísk helgi með eiginmanninum í Róm væri líka vel þegin. Hefur þú migið í saltan sjó? Nei hef ekki orðið svo fræg. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Að fara með ungling, rúmlega ársgamalt barn og kall sem er að jafna sig á fótbroti í bakpokaferðalag til útlanda þar sem ekkert var skipulagt nema fyrsta siglingin sem við svo enduðum á að fara ekki í heldur fórum allt aðra leið. Reyndi verulega á skipulagsfríkið mig en heppnaðist stórkostlega vel. Hefur þú viðurkennt mistök? Já margoft. Ein af þeim lífsreglum sem ég held í heiðri er að viðurkenna mistökin fljótt og örugglega, biðjast afsökunar og læra af þeim. Hverju ertu stoltastur af? Börnunum mínum þremur. Þau eru skemmtilegasta fólk sem ég þekki og gera líf mitt betra á hverjum einasta degi. Á hæla þeirra kemur gangan á Mont Blanc 2008 - það var mikill og sætur sigur. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu [email protected]. „Það er ekki auðvelt að ná selfie með eins og þriggja ára orkuboltum. Þau eru nú þarna inn á þessa elskur og pabbinn líka. Elsti unginn (16 ára) tekur ekki þátt í svona vitleysu :)“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Norðurland vestra Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Vill hvergi annars staðar búa Geirlaug Jóhannsdóttir, sem leiðir lista Samfylkingarinnar í Borgarbyggð í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 10:55 Oddvitaáskorunin - Lífið er pólitík Bjarki Bjarnason, sem leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 10:08 Oddvitaáskorunin - Vill starfa með íbúum og fyrir þá Helgi Kjartansson, sem leiðir T - listann í Bláskógabyggð í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 13:37 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Unnur Valborg Hilmarsdóttir leiðir N - listann Nýtt afl í Húnaþingi vestra í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Unnur kann hvergi betur við sig en úti í náttúrunni, í gönguferðum og útilegum með fjölskyldunni. Sem betur fer deilir eiginmaðurinn, Alfreð Alfreðsson, útileguáhuganum og festu þau hjónin kaup á gömlum tjaldvagni síðasta sumar. Þau setja stefnuna á útilegur sem flestar helgar í sumar í vagninum góða með börnin og hundinn. Unnur er uppalin á Hvammstanga til 10 ára aldurs en flutti aftur heim sl. haust eftir 30 ára búsetu sunnan heiða. Hún hefur þó alltaf sótt mikið norður og varið flestum fríum að hluta til eða öllu leyti á Hvammstanga. Unnur á þrjú börn, Myrkva Þór, 16 ára, Guðna þór, 3ja ára og Birtu Ögn, eins árs. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það er mér lífsins ómögulegt að nefna einn stað sem fallegasta stað á Íslandi. Ísland er fallegasta land í heimi og í hverjum landshluta eru staðir sem eiga engan sinn líkan í heiminum. Mér þykir þó sérstaklega vænt um Kirkjuhvamm. Hundar eða kettir? Hundar - Heimilishundurinn Pamela er fjórða barnið á heimilinu. Hún er dönsk og skilur líklega enga íslensku ennþá þó hún hafi verið búsett á Íslandi í á fjórða ár. Í það minnsta hlýðir hún litlu sem engu. Hver er stærsta stundin í lífinu? Ég á þrjár „stærstu stundir“ í lífinu. Fæðingar barnanna minna þriggja. Svo kemst brúðkaup okkar hjóna klárlega líka á blað en við komum okkar nánustu á óvart og giftum okkur í blíðskaparveðri í Kirkjuhvammskirkju 29. mars sl. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Ég er mikil matmanneskja og á erfitt með að velja eitthvað eitt uppáhalds, ég get nefnt hægeldaðan lambabóg, kalkún, sushi...og margt fleira. Hvernig bíl ekur þú? Toyotu Landcruiser 2005 árgerð. Besta minningin? Ég er svo lánsöm að eiga hafsjó af frábærum minningum. Það sem fyrst kemur upp í hugann er ferðalag fjölskyldunnar til Grikklands sumarið 2012 þegar við fórum í bakpokaferðalag í gríska eyjahafinu. Við fórum fjögur, ég , Alfreð maðurinn minn, Myrkvi Þór sonur minn sem þá var 15 ára og Guðni Þór sem þá var 15 mánaða. Algerlega ógleymanlegt ferðalag. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Hmm...já. Var eitt sinn tekin fyrir of hraðan akstur í götunni sem ég bjó við í Reykjavík. Ég var á að því að mér minnir á 45 km hraða. Hverju sérðu mest eftir? Ég reyni að haga lífi mínu með þeim hætti að eftirsjáin sé sem minnst. En ég get ekki neitað því að sjá eftir því að hafa hætt að læra á píanó sem barn, og jú líka að hafa hætt að æfa fimleika á sínum tíma. Draumaferðalagið? Það allra skemmtilegasta sem ég geri er að ferðast. Ég hef víða farið en á enn eftir að koma á fjölmarga áhugaverða staði. Indland er ofarlega á draumalistanum. Svo væri ég alveg til í að fara aftur með fjölskylduna í bakpokaferð um gríska eyjahafið. Rómantísk helgi með eiginmanninum í Róm væri líka vel þegin. Hefur þú migið í saltan sjó? Nei hef ekki orðið svo fræg. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Að fara með ungling, rúmlega ársgamalt barn og kall sem er að jafna sig á fótbroti í bakpokaferðalag til útlanda þar sem ekkert var skipulagt nema fyrsta siglingin sem við svo enduðum á að fara ekki í heldur fórum allt aðra leið. Reyndi verulega á skipulagsfríkið mig en heppnaðist stórkostlega vel. Hefur þú viðurkennt mistök? Já margoft. Ein af þeim lífsreglum sem ég held í heiðri er að viðurkenna mistökin fljótt og örugglega, biðjast afsökunar og læra af þeim. Hverju ertu stoltastur af? Börnunum mínum þremur. Þau eru skemmtilegasta fólk sem ég þekki og gera líf mitt betra á hverjum einasta degi. Á hæla þeirra kemur gangan á Mont Blanc 2008 - það var mikill og sætur sigur. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu [email protected]. „Það er ekki auðvelt að ná selfie með eins og þriggja ára orkuboltum. Þau eru nú þarna inn á þessa elskur og pabbinn líka. Elsti unginn (16 ára) tekur ekki þátt í svona vitleysu :)“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Norðurland vestra Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Vill hvergi annars staðar búa Geirlaug Jóhannsdóttir, sem leiðir lista Samfylkingarinnar í Borgarbyggð í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 10:55 Oddvitaáskorunin - Lífið er pólitík Bjarki Bjarnason, sem leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 10:08 Oddvitaáskorunin - Vill starfa með íbúum og fyrir þá Helgi Kjartansson, sem leiðir T - listann í Bláskógabyggð í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 13:37 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Oddvitaáskorunin - Vill hvergi annars staðar búa Geirlaug Jóhannsdóttir, sem leiðir lista Samfylkingarinnar í Borgarbyggð í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 10:55
Oddvitaáskorunin - Lífið er pólitík Bjarki Bjarnason, sem leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 10:08
Oddvitaáskorunin - Vill starfa með íbúum og fyrir þá Helgi Kjartansson, sem leiðir T - listann í Bláskógabyggð í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 13:37