Teitur kvaddur með virktum | Glæsileg kveðjugjöf Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 10. maí 2014 16:45 Teitur með treyjuna glæsilegu vísir/kj Teitur Örlygsson kvaddi Stjörnuna í gærkvöld á kveðjuhófi honum til heiðurs og fékk glæsilega kveðjugjöf sem sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni. Teitur hætti sem kunnugt er sem þjálfari karlaliðs félagsins í körfubolta eftir fimm ára starf og er farinn á ný heim til Njarðvíkur. „Þetta var æðislegt, fullt hús. Frábær kvöldstund, góður matur og flottar gjafir,“ sagði Teitur þegar Vísir heyrði í honum í dag. Teitur fékk þessa glæsilegu treyju sem hann heldur á á myndinni. Framan á henni stendur #TÖ100 en Teitur vann hundraðasta sigur sinn í úrslitakeppni þegar Stjarnan vann þriðja leik Stjörnunnar og KR í úrslitakeppninni í vetur. Aftan á treyjunni eru tölurnar 78 á grænum fleti og 22 á bláum fleti en Teitur vann 78 leiki í úrslitakeppni með Njarðvík og 22 með Stjörnunni. „Ég tími varla að fara í treyjuna. Ég set hana í ramma,“ sagði Teitur um treyjuna glæsilegu en af öðrum gjöfum til Teits er vert að nefna forláta kodda sem hann fékk með mynd af Snorra Erni Arnaldssyni aðstoðarþjálfara sínum hjá Stjörnunni á. Snorri fékk samskonar kodda að gjöf nema hvað hann var með mynd af Teiti á. „Við erum ekki alveg lausir hvor við annan. Nú höfum við hvor annan í rúminu,“ sagði Teitur léttur í bragði að vanda. „Það var frábært að fá tækifæri til að kveðja fólkið. Þetta er kannski ekkert rosalega stór hópur en duglegur. Það er gaman að skilja við þetta sem risadeild. Þetta var ósköp lítil fjölskylda þegar maður kom,“ sagði Teitur um körfuknattleiksdeild Stjörnunnar en hann á alltaf eftir að bera góðar taugar til Stjörnunnar þó hann sé farinn á sínar heimaslóðir. „Ég sagði í kveðjuræðunni að við áttum alltaf í erfiðleikum á móti Njarðvík, Justin (Shouse) segir alltaf að það sé mér að kenna. Ungir Njarðvíkingar mæta alltaf brjálaðir gegn okkur og Justin segir að það sé til að sanna sig gegn mér. Okkar lélegasta hlutfall held ég að sé gegn Njarðvík. Ég sagði í gær hvort þetta snerist ekki við núna. Ungir Stjörnustrákar munu alltaf mæta sjóðandi vitlausir gegn mér,“ sagði Teitur með bros á vör að lokum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Teitur Örlygsson kvaddi Stjörnuna í gærkvöld á kveðjuhófi honum til heiðurs og fékk glæsilega kveðjugjöf sem sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni. Teitur hætti sem kunnugt er sem þjálfari karlaliðs félagsins í körfubolta eftir fimm ára starf og er farinn á ný heim til Njarðvíkur. „Þetta var æðislegt, fullt hús. Frábær kvöldstund, góður matur og flottar gjafir,“ sagði Teitur þegar Vísir heyrði í honum í dag. Teitur fékk þessa glæsilegu treyju sem hann heldur á á myndinni. Framan á henni stendur #TÖ100 en Teitur vann hundraðasta sigur sinn í úrslitakeppni þegar Stjarnan vann þriðja leik Stjörnunnar og KR í úrslitakeppninni í vetur. Aftan á treyjunni eru tölurnar 78 á grænum fleti og 22 á bláum fleti en Teitur vann 78 leiki í úrslitakeppni með Njarðvík og 22 með Stjörnunni. „Ég tími varla að fara í treyjuna. Ég set hana í ramma,“ sagði Teitur um treyjuna glæsilegu en af öðrum gjöfum til Teits er vert að nefna forláta kodda sem hann fékk með mynd af Snorra Erni Arnaldssyni aðstoðarþjálfara sínum hjá Stjörnunni á. Snorri fékk samskonar kodda að gjöf nema hvað hann var með mynd af Teiti á. „Við erum ekki alveg lausir hvor við annan. Nú höfum við hvor annan í rúminu,“ sagði Teitur léttur í bragði að vanda. „Það var frábært að fá tækifæri til að kveðja fólkið. Þetta er kannski ekkert rosalega stór hópur en duglegur. Það er gaman að skilja við þetta sem risadeild. Þetta var ósköp lítil fjölskylda þegar maður kom,“ sagði Teitur um körfuknattleiksdeild Stjörnunnar en hann á alltaf eftir að bera góðar taugar til Stjörnunnar þó hann sé farinn á sínar heimaslóðir. „Ég sagði í kveðjuræðunni að við áttum alltaf í erfiðleikum á móti Njarðvík, Justin (Shouse) segir alltaf að það sé mér að kenna. Ungir Njarðvíkingar mæta alltaf brjálaðir gegn okkur og Justin segir að það sé til að sanna sig gegn mér. Okkar lélegasta hlutfall held ég að sé gegn Njarðvík. Ég sagði í gær hvort þetta snerist ekki við núna. Ungir Stjörnustrákar munu alltaf mæta sjóðandi vitlausir gegn mér,“ sagði Teitur með bros á vör að lokum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti