Íslensku unglingarnir eru heldur betur að gera það gott á HM unglinga í bekkpressu.
Fanney Hauksdóttir hafði áður tryggt sér heimsmeistaratitil og nú hefur Blikinn Viktor Ben Gestsson endurtekið þann leik í +120 kg flokki.
Hann lyfti seríuna 235 – 242,5 – 255 og blés ekki úr nös.
Þetta er nýtt Íslandsmet drengja. Viktor er fæddur 1996 og er á síðasta ári í drengjaflokki.
