Einn notandi Twitter spyr hvort lúðrunum hafi verið dreift vegna þess að miltisbrandurinn hafi verið uppurinn og annar fullyrðir að frambjóðendur hafi með uppátækinu tryggt sér frekara fylgistap. Eins og Vísir hefur greint frá hefur fylgi Sjálfstæðisflokksins í bænum hrunið frá því í síðustu kosningum, ef marka má kannanir.
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ er að gefa Vuvuzela lúðra á leiknum. Var miltisbrandurinn búinn eða? Versta hugmynd sögunnar.
— Árni Grétar Finnsson (@ArniGretar) May 22, 2014
Nú fylgist eg ekki með bæjarmálum í Reykjanesbæ en þessir lúðrar sem XD eru að dreifa á leiknum verða vonandi til þess að þeir koma engum að
— Orri Freyr Rúnarsson (@OrriFreyr) May 22, 2014
X-d losađi sig viđ 1500 atkvæđi á einu bretti á Nettóvellinum #fotbolti #vuvuzela
— Sveinn Thorarinsson (@Sveinn222) May 22, 2014
XD að tryggja ennþá meira fylgistap með því að dreifa þessum rugl pirrandi lúðrum á leiknum! Hverjum datt þetta í hug? #xvf2014 #fotbolti
— Guðmundur Auðun (@GummiAudun) May 22, 2014