„Súkkulaðikonungurinn“ talinn sigurstranglegastur Bjarki Ármannsson skrifar 23. maí 2014 10:22 Petró Porósjenkó er talinn sigurstranglegastur. Vísir/AFP Nú á sunnudaginn eiga forsetakosningar að fara fram í Úkraínu. Aðskilnaðarsinnar í austurhluta landsins vilja koma í veg fyrir að kosningarnar heppnist og yfirvöld hafa játað að mögulega verði ekki hægt að halda atkvæðagreiðslu í þeim héruðum sem átökin standa sem hæst. Í samantekt BBC um kosningarnar er milljarðamæringurinn Petró Porósjenkó talinn sigurstranglegastur. Porósjenkó er sælgætisframleiðandi sem hefur hlotið viðurnefnið „súkkulaðikonungurinn“ fyrir árangur sinn á því sviði. Hann er eigandi fréttastöðvarinnar 5 Kanal TV og nýtur stuðnings fyrrum innanríkisráðherra Úkraínu, Júrí Lútsenkó, og hnefaleikakappans og andspyrnuhetjunnar Vítalíj Klítsjkó. Porósjenkó vill halda Úkraínu sem sameinuðu ríki en þó veita héruðum þess meira sjálfstjórnarvald. Þetta er talið miða að því að draga úr spennu í héruðum á borð við Dónetsk og Lúhansk þar sem blóðug átök standa enn yfir.Júlía Tímósjenkó, fyrrum forsætisráðherra Úkraínu, fylgir fast á hæla Porósjenkó. Hún var fangelsuð í stjórnartíð Viktor Janúkóvitsj, forseta landsins sem steypt var af stóli nú í febrúar. Í aðdraganda kosninganna hefur hún kallað Vladímír Pútín Rússlandsforseta „óvin númer eitt“ og hefur lofað að gera þjóð sína óháðari Rússum, þá sérstaklega hvað varðar orkumál. Fyrir utan Porósjenkó og Tímósjenkó voru 21 sem buðu sig fram í kosningunum, en fimm hafa dregið framboð sitt til baka. Meðal þeirra sem enn taka þátt má nefna Dmítró Jarosj, leiðtoga hins þjóðernissinnaða Right Sector flokks, sem eftirlýstur er í Rússlandi fyrir hryðjuverkastarfsemi. Úkraína Tengdar fréttir Umdeild atkvæðagreiðsla í Úkraínu Aðskilnaðarsinnar í Donetsk og Luhansk standa fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Austur-Úkraína eigi að fá að stjórna sér sjálf. 11. maí 2014 10:26 Krím mun tilheyra Rússlandi Vladímír Pútín Rússlandsforseti undirritaði sáttmála við leiðtoga á Krímskaga. 18. mars 2014 11:42 Hnefaleikakappinn Klitskó dregur framboð sitt til baka Vitali Klitskó, einn helsti leiðtogi mótmælenda í Úkraínu og fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum, hefur dregið framboð sitt til forseta til baka. Hann segir að þess í stað muni hann styðja við bakið á Petro Porosjenkó sem nýlega boðaði framboð sitt. 29. mars 2014 17:49 Rússar vilja ekki frekari innlimun Uppreisnarmenn í Donetsk og Luhansk lýsa yfir sjálfstæði, en fá engar undirtektir hjá rússneskum stjórnvöldum. 13. maí 2014 07:48 Pútín vill Úkraínuhermenn burt frá A- og S-hluta Úkraínu Bráðabirgðaforseti Úkraínu hefur hætt við áætlanir um að leggja af herskyldu. Moskvustjórn hefur gagnrýnt framgöngu Úkraínuhers í austurhluta landsins. Í símtali við Þýskalandskanslara sagði Pútín ríða á brotthvarfi hermanna þaðan. 2. maí 2014 07:00 Pútín varar við borgarastríði í Úkraínu Vladímír Pútín Rússlandsforseti segir að Úkraína rambi nú á barmi borgarastyrjaldar, eftir að úkraínski herinn lagði til atlögu við aðgerðarsinna í austurhluta landsins sem hafa haft nokkrar stjórnarbyggingar á sínu valdi síðustu daga. Óstaðfestar fregnir herma að brynvarðir bílar, merktir með rússneska fánanum, hafi einnig sést á svæðinu. 16. apríl 2014 08:06 Stigvaxandi átök í Úkraínu Atlantshafsbandalagið ákvað í dag að senda aukinn herafla til austur Evrópu vegna stigvaxandi átaka í Úkraínu. Vladimír Pútín rússlandsforseti segir að Úkrína rambi á barmi borgarastyrjaldar. 16. apríl 2014 19:09 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Nú á sunnudaginn eiga forsetakosningar að fara fram í Úkraínu. Aðskilnaðarsinnar í austurhluta landsins vilja koma í veg fyrir að kosningarnar heppnist og yfirvöld hafa játað að mögulega verði ekki hægt að halda atkvæðagreiðslu í þeim héruðum sem átökin standa sem hæst. Í samantekt BBC um kosningarnar er milljarðamæringurinn Petró Porósjenkó talinn sigurstranglegastur. Porósjenkó er sælgætisframleiðandi sem hefur hlotið viðurnefnið „súkkulaðikonungurinn“ fyrir árangur sinn á því sviði. Hann er eigandi fréttastöðvarinnar 5 Kanal TV og nýtur stuðnings fyrrum innanríkisráðherra Úkraínu, Júrí Lútsenkó, og hnefaleikakappans og andspyrnuhetjunnar Vítalíj Klítsjkó. Porósjenkó vill halda Úkraínu sem sameinuðu ríki en þó veita héruðum þess meira sjálfstjórnarvald. Þetta er talið miða að því að draga úr spennu í héruðum á borð við Dónetsk og Lúhansk þar sem blóðug átök standa enn yfir.Júlía Tímósjenkó, fyrrum forsætisráðherra Úkraínu, fylgir fast á hæla Porósjenkó. Hún var fangelsuð í stjórnartíð Viktor Janúkóvitsj, forseta landsins sem steypt var af stóli nú í febrúar. Í aðdraganda kosninganna hefur hún kallað Vladímír Pútín Rússlandsforseta „óvin númer eitt“ og hefur lofað að gera þjóð sína óháðari Rússum, þá sérstaklega hvað varðar orkumál. Fyrir utan Porósjenkó og Tímósjenkó voru 21 sem buðu sig fram í kosningunum, en fimm hafa dregið framboð sitt til baka. Meðal þeirra sem enn taka þátt má nefna Dmítró Jarosj, leiðtoga hins þjóðernissinnaða Right Sector flokks, sem eftirlýstur er í Rússlandi fyrir hryðjuverkastarfsemi.
Úkraína Tengdar fréttir Umdeild atkvæðagreiðsla í Úkraínu Aðskilnaðarsinnar í Donetsk og Luhansk standa fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Austur-Úkraína eigi að fá að stjórna sér sjálf. 11. maí 2014 10:26 Krím mun tilheyra Rússlandi Vladímír Pútín Rússlandsforseti undirritaði sáttmála við leiðtoga á Krímskaga. 18. mars 2014 11:42 Hnefaleikakappinn Klitskó dregur framboð sitt til baka Vitali Klitskó, einn helsti leiðtogi mótmælenda í Úkraínu og fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum, hefur dregið framboð sitt til forseta til baka. Hann segir að þess í stað muni hann styðja við bakið á Petro Porosjenkó sem nýlega boðaði framboð sitt. 29. mars 2014 17:49 Rússar vilja ekki frekari innlimun Uppreisnarmenn í Donetsk og Luhansk lýsa yfir sjálfstæði, en fá engar undirtektir hjá rússneskum stjórnvöldum. 13. maí 2014 07:48 Pútín vill Úkraínuhermenn burt frá A- og S-hluta Úkraínu Bráðabirgðaforseti Úkraínu hefur hætt við áætlanir um að leggja af herskyldu. Moskvustjórn hefur gagnrýnt framgöngu Úkraínuhers í austurhluta landsins. Í símtali við Þýskalandskanslara sagði Pútín ríða á brotthvarfi hermanna þaðan. 2. maí 2014 07:00 Pútín varar við borgarastríði í Úkraínu Vladímír Pútín Rússlandsforseti segir að Úkraína rambi nú á barmi borgarastyrjaldar, eftir að úkraínski herinn lagði til atlögu við aðgerðarsinna í austurhluta landsins sem hafa haft nokkrar stjórnarbyggingar á sínu valdi síðustu daga. Óstaðfestar fregnir herma að brynvarðir bílar, merktir með rússneska fánanum, hafi einnig sést á svæðinu. 16. apríl 2014 08:06 Stigvaxandi átök í Úkraínu Atlantshafsbandalagið ákvað í dag að senda aukinn herafla til austur Evrópu vegna stigvaxandi átaka í Úkraínu. Vladimír Pútín rússlandsforseti segir að Úkrína rambi á barmi borgarastyrjaldar. 16. apríl 2014 19:09 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Umdeild atkvæðagreiðsla í Úkraínu Aðskilnaðarsinnar í Donetsk og Luhansk standa fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Austur-Úkraína eigi að fá að stjórna sér sjálf. 11. maí 2014 10:26
Krím mun tilheyra Rússlandi Vladímír Pútín Rússlandsforseti undirritaði sáttmála við leiðtoga á Krímskaga. 18. mars 2014 11:42
Hnefaleikakappinn Klitskó dregur framboð sitt til baka Vitali Klitskó, einn helsti leiðtogi mótmælenda í Úkraínu og fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum, hefur dregið framboð sitt til forseta til baka. Hann segir að þess í stað muni hann styðja við bakið á Petro Porosjenkó sem nýlega boðaði framboð sitt. 29. mars 2014 17:49
Rússar vilja ekki frekari innlimun Uppreisnarmenn í Donetsk og Luhansk lýsa yfir sjálfstæði, en fá engar undirtektir hjá rússneskum stjórnvöldum. 13. maí 2014 07:48
Pútín vill Úkraínuhermenn burt frá A- og S-hluta Úkraínu Bráðabirgðaforseti Úkraínu hefur hætt við áætlanir um að leggja af herskyldu. Moskvustjórn hefur gagnrýnt framgöngu Úkraínuhers í austurhluta landsins. Í símtali við Þýskalandskanslara sagði Pútín ríða á brotthvarfi hermanna þaðan. 2. maí 2014 07:00
Pútín varar við borgarastríði í Úkraínu Vladímír Pútín Rússlandsforseti segir að Úkraína rambi nú á barmi borgarastyrjaldar, eftir að úkraínski herinn lagði til atlögu við aðgerðarsinna í austurhluta landsins sem hafa haft nokkrar stjórnarbyggingar á sínu valdi síðustu daga. Óstaðfestar fregnir herma að brynvarðir bílar, merktir með rússneska fánanum, hafi einnig sést á svæðinu. 16. apríl 2014 08:06
Stigvaxandi átök í Úkraínu Atlantshafsbandalagið ákvað í dag að senda aukinn herafla til austur Evrópu vegna stigvaxandi átaka í Úkraínu. Vladimír Pútín rússlandsforseti segir að Úkrína rambi á barmi borgarastyrjaldar. 16. apríl 2014 19:09