„Súkkulaðikonungurinn“ talinn sigurstranglegastur Bjarki Ármannsson skrifar 23. maí 2014 10:22 Petró Porósjenkó er talinn sigurstranglegastur. Vísir/AFP Nú á sunnudaginn eiga forsetakosningar að fara fram í Úkraínu. Aðskilnaðarsinnar í austurhluta landsins vilja koma í veg fyrir að kosningarnar heppnist og yfirvöld hafa játað að mögulega verði ekki hægt að halda atkvæðagreiðslu í þeim héruðum sem átökin standa sem hæst. Í samantekt BBC um kosningarnar er milljarðamæringurinn Petró Porósjenkó talinn sigurstranglegastur. Porósjenkó er sælgætisframleiðandi sem hefur hlotið viðurnefnið „súkkulaðikonungurinn“ fyrir árangur sinn á því sviði. Hann er eigandi fréttastöðvarinnar 5 Kanal TV og nýtur stuðnings fyrrum innanríkisráðherra Úkraínu, Júrí Lútsenkó, og hnefaleikakappans og andspyrnuhetjunnar Vítalíj Klítsjkó. Porósjenkó vill halda Úkraínu sem sameinuðu ríki en þó veita héruðum þess meira sjálfstjórnarvald. Þetta er talið miða að því að draga úr spennu í héruðum á borð við Dónetsk og Lúhansk þar sem blóðug átök standa enn yfir.Júlía Tímósjenkó, fyrrum forsætisráðherra Úkraínu, fylgir fast á hæla Porósjenkó. Hún var fangelsuð í stjórnartíð Viktor Janúkóvitsj, forseta landsins sem steypt var af stóli nú í febrúar. Í aðdraganda kosninganna hefur hún kallað Vladímír Pútín Rússlandsforseta „óvin númer eitt“ og hefur lofað að gera þjóð sína óháðari Rússum, þá sérstaklega hvað varðar orkumál. Fyrir utan Porósjenkó og Tímósjenkó voru 21 sem buðu sig fram í kosningunum, en fimm hafa dregið framboð sitt til baka. Meðal þeirra sem enn taka þátt má nefna Dmítró Jarosj, leiðtoga hins þjóðernissinnaða Right Sector flokks, sem eftirlýstur er í Rússlandi fyrir hryðjuverkastarfsemi. Úkraína Tengdar fréttir Umdeild atkvæðagreiðsla í Úkraínu Aðskilnaðarsinnar í Donetsk og Luhansk standa fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Austur-Úkraína eigi að fá að stjórna sér sjálf. 11. maí 2014 10:26 Krím mun tilheyra Rússlandi Vladímír Pútín Rússlandsforseti undirritaði sáttmála við leiðtoga á Krímskaga. 18. mars 2014 11:42 Hnefaleikakappinn Klitskó dregur framboð sitt til baka Vitali Klitskó, einn helsti leiðtogi mótmælenda í Úkraínu og fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum, hefur dregið framboð sitt til forseta til baka. Hann segir að þess í stað muni hann styðja við bakið á Petro Porosjenkó sem nýlega boðaði framboð sitt. 29. mars 2014 17:49 Rússar vilja ekki frekari innlimun Uppreisnarmenn í Donetsk og Luhansk lýsa yfir sjálfstæði, en fá engar undirtektir hjá rússneskum stjórnvöldum. 13. maí 2014 07:48 Pútín vill Úkraínuhermenn burt frá A- og S-hluta Úkraínu Bráðabirgðaforseti Úkraínu hefur hætt við áætlanir um að leggja af herskyldu. Moskvustjórn hefur gagnrýnt framgöngu Úkraínuhers í austurhluta landsins. Í símtali við Þýskalandskanslara sagði Pútín ríða á brotthvarfi hermanna þaðan. 2. maí 2014 07:00 Pútín varar við borgarastríði í Úkraínu Vladímír Pútín Rússlandsforseti segir að Úkraína rambi nú á barmi borgarastyrjaldar, eftir að úkraínski herinn lagði til atlögu við aðgerðarsinna í austurhluta landsins sem hafa haft nokkrar stjórnarbyggingar á sínu valdi síðustu daga. Óstaðfestar fregnir herma að brynvarðir bílar, merktir með rússneska fánanum, hafi einnig sést á svæðinu. 16. apríl 2014 08:06 Stigvaxandi átök í Úkraínu Atlantshafsbandalagið ákvað í dag að senda aukinn herafla til austur Evrópu vegna stigvaxandi átaka í Úkraínu. Vladimír Pútín rússlandsforseti segir að Úkrína rambi á barmi borgarastyrjaldar. 16. apríl 2014 19:09 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Sjá meira
Nú á sunnudaginn eiga forsetakosningar að fara fram í Úkraínu. Aðskilnaðarsinnar í austurhluta landsins vilja koma í veg fyrir að kosningarnar heppnist og yfirvöld hafa játað að mögulega verði ekki hægt að halda atkvæðagreiðslu í þeim héruðum sem átökin standa sem hæst. Í samantekt BBC um kosningarnar er milljarðamæringurinn Petró Porósjenkó talinn sigurstranglegastur. Porósjenkó er sælgætisframleiðandi sem hefur hlotið viðurnefnið „súkkulaðikonungurinn“ fyrir árangur sinn á því sviði. Hann er eigandi fréttastöðvarinnar 5 Kanal TV og nýtur stuðnings fyrrum innanríkisráðherra Úkraínu, Júrí Lútsenkó, og hnefaleikakappans og andspyrnuhetjunnar Vítalíj Klítsjkó. Porósjenkó vill halda Úkraínu sem sameinuðu ríki en þó veita héruðum þess meira sjálfstjórnarvald. Þetta er talið miða að því að draga úr spennu í héruðum á borð við Dónetsk og Lúhansk þar sem blóðug átök standa enn yfir.Júlía Tímósjenkó, fyrrum forsætisráðherra Úkraínu, fylgir fast á hæla Porósjenkó. Hún var fangelsuð í stjórnartíð Viktor Janúkóvitsj, forseta landsins sem steypt var af stóli nú í febrúar. Í aðdraganda kosninganna hefur hún kallað Vladímír Pútín Rússlandsforseta „óvin númer eitt“ og hefur lofað að gera þjóð sína óháðari Rússum, þá sérstaklega hvað varðar orkumál. Fyrir utan Porósjenkó og Tímósjenkó voru 21 sem buðu sig fram í kosningunum, en fimm hafa dregið framboð sitt til baka. Meðal þeirra sem enn taka þátt má nefna Dmítró Jarosj, leiðtoga hins þjóðernissinnaða Right Sector flokks, sem eftirlýstur er í Rússlandi fyrir hryðjuverkastarfsemi.
Úkraína Tengdar fréttir Umdeild atkvæðagreiðsla í Úkraínu Aðskilnaðarsinnar í Donetsk og Luhansk standa fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Austur-Úkraína eigi að fá að stjórna sér sjálf. 11. maí 2014 10:26 Krím mun tilheyra Rússlandi Vladímír Pútín Rússlandsforseti undirritaði sáttmála við leiðtoga á Krímskaga. 18. mars 2014 11:42 Hnefaleikakappinn Klitskó dregur framboð sitt til baka Vitali Klitskó, einn helsti leiðtogi mótmælenda í Úkraínu og fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum, hefur dregið framboð sitt til forseta til baka. Hann segir að þess í stað muni hann styðja við bakið á Petro Porosjenkó sem nýlega boðaði framboð sitt. 29. mars 2014 17:49 Rússar vilja ekki frekari innlimun Uppreisnarmenn í Donetsk og Luhansk lýsa yfir sjálfstæði, en fá engar undirtektir hjá rússneskum stjórnvöldum. 13. maí 2014 07:48 Pútín vill Úkraínuhermenn burt frá A- og S-hluta Úkraínu Bráðabirgðaforseti Úkraínu hefur hætt við áætlanir um að leggja af herskyldu. Moskvustjórn hefur gagnrýnt framgöngu Úkraínuhers í austurhluta landsins. Í símtali við Þýskalandskanslara sagði Pútín ríða á brotthvarfi hermanna þaðan. 2. maí 2014 07:00 Pútín varar við borgarastríði í Úkraínu Vladímír Pútín Rússlandsforseti segir að Úkraína rambi nú á barmi borgarastyrjaldar, eftir að úkraínski herinn lagði til atlögu við aðgerðarsinna í austurhluta landsins sem hafa haft nokkrar stjórnarbyggingar á sínu valdi síðustu daga. Óstaðfestar fregnir herma að brynvarðir bílar, merktir með rússneska fánanum, hafi einnig sést á svæðinu. 16. apríl 2014 08:06 Stigvaxandi átök í Úkraínu Atlantshafsbandalagið ákvað í dag að senda aukinn herafla til austur Evrópu vegna stigvaxandi átaka í Úkraínu. Vladimír Pútín rússlandsforseti segir að Úkrína rambi á barmi borgarastyrjaldar. 16. apríl 2014 19:09 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Sjá meira
Umdeild atkvæðagreiðsla í Úkraínu Aðskilnaðarsinnar í Donetsk og Luhansk standa fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Austur-Úkraína eigi að fá að stjórna sér sjálf. 11. maí 2014 10:26
Krím mun tilheyra Rússlandi Vladímír Pútín Rússlandsforseti undirritaði sáttmála við leiðtoga á Krímskaga. 18. mars 2014 11:42
Hnefaleikakappinn Klitskó dregur framboð sitt til baka Vitali Klitskó, einn helsti leiðtogi mótmælenda í Úkraínu og fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum, hefur dregið framboð sitt til forseta til baka. Hann segir að þess í stað muni hann styðja við bakið á Petro Porosjenkó sem nýlega boðaði framboð sitt. 29. mars 2014 17:49
Rússar vilja ekki frekari innlimun Uppreisnarmenn í Donetsk og Luhansk lýsa yfir sjálfstæði, en fá engar undirtektir hjá rússneskum stjórnvöldum. 13. maí 2014 07:48
Pútín vill Úkraínuhermenn burt frá A- og S-hluta Úkraínu Bráðabirgðaforseti Úkraínu hefur hætt við áætlanir um að leggja af herskyldu. Moskvustjórn hefur gagnrýnt framgöngu Úkraínuhers í austurhluta landsins. Í símtali við Þýskalandskanslara sagði Pútín ríða á brotthvarfi hermanna þaðan. 2. maí 2014 07:00
Pútín varar við borgarastríði í Úkraínu Vladímír Pútín Rússlandsforseti segir að Úkraína rambi nú á barmi borgarastyrjaldar, eftir að úkraínski herinn lagði til atlögu við aðgerðarsinna í austurhluta landsins sem hafa haft nokkrar stjórnarbyggingar á sínu valdi síðustu daga. Óstaðfestar fregnir herma að brynvarðir bílar, merktir með rússneska fánanum, hafi einnig sést á svæðinu. 16. apríl 2014 08:06
Stigvaxandi átök í Úkraínu Atlantshafsbandalagið ákvað í dag að senda aukinn herafla til austur Evrópu vegna stigvaxandi átaka í Úkraínu. Vladimír Pútín rússlandsforseti segir að Úkrína rambi á barmi borgarastyrjaldar. 16. apríl 2014 19:09