Lögreglumenn sem rannsaka hvarf Madeleine McCann, litlu stúlkunnar sem hvarf af hótelherbergi fjölskyldu sinnar árið 2007 í Praia de Luz í Portúgal, hafa í morgun girt af stórt svæði kjarrlendis nálægt hótelinu.
Aukinn kraftur hefur undanfarið verið settur í rannsóknina og eru breskir lögreglumenn nú þáttakendur í henni. Rannsakendur fara nú um svæðið og meta hvort tilefni sé til að hefja þar uppgröft.
Leitin að Madeleine: Stórt svæði afgirt nálægt hótelinu
