Meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins, nú Bjartrar framtíðar, er fallinn.
Samfylkingin fékk 31,9 prósent atkvæða og fimm borgarfulltrúa.
Næst stærsti flokkurinn er Sjálfstæðisflokkur sem fékk 25,7 prósent og fjóra borgarfulltrúa.
Björt framtíð fékk 15,6 prósent og tvo borgarfulltrúa.
Framsókn og flugvallarvinir fengu 10,7 prósent og tvo borgarfulltrúa.
Vinstri grænir fengu 8,3 prósent og einn borgarfulltrúa og Píratar náðu manni inn á lokasprettinum með 5,9 prósent.
Hvorki Alþýðufylkingin né Dögun náðu inn manni og fengu undir 2 prósentum.
Atkvæðin féllu á þessa leið:
Heildartalan 56.896
Framsókn og flugvallarvinir – 5.865
Sjálfstæðisflokkur – 14.031
Alþýðufylking - 219
Samfylking – 17.426
Dögun - 774
Vinstri grænir – 4.553
Píratar – 3.238
Björt framtíð – 8.539
Auðir – 2.024
Ógildir - 227

Í samtali við Vísi segir Tómas Hrafn Sveinsson formaður kjörstjórnar í Reykjavík tafirnar hafi ekki orðið vegna talningar heldur hafi verið um að ræða bókhalds og innsláttarvillu úr einni kjördeild.