Segir ástæðulaust að óttast Kínverja Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júní 2014 13:00 Thina Margrethe Saltvedt, aðalgreinandi olíuiðnaðar hjá Nordea bankanum, flutti erindi á ráðstefnu Arion-banka um Drekasvæðið fyrir 2 árum. Mynd/Stöð 2. Helsti sérfræðingur norræna Nordea-bankans um olíuiðnaðinn, Thina Saltvedt, segir fátt benda til þess að olíuútrás Kínverja sé fyrst og fremst til að soga olíuna til eigin heimalands. Hún fjallar í nýlegri grein í norskum netmiðli um tortryggni manna á Vesturlöndum vegna mikilla fjárfestinga Kínverja í olíuiðnaði heimsins á undanförnum misserum. Hún er ekki ókunnug olíumálefnum Íslendinga en fyrir tveimur árum var hún meðal fyrirlesara á ráðstefnu Arion-banka í Reykjavík um olíu á Drekasvæðinu. Thina Saltvedt spyr hvort ástæða sé til að óttast fjárfestingar og yfirtökur Kínverja í olíuiðnaðinum og reynir að svara því hvað búi að baki. Hún rekur þær áhyggjur sem birst hafi í fjölmiðlum að þessi ásókn þeirra geti takmarkað aðgengi annarra að olíu á heimsmarkaði. Olíunotkun Kínverja hafi aukist hraðar en olíuframleiðsla þeirra á undanförnum árum. Ein afleiðingin sé sú að Kína sé nú algerlega háð alþjóðamarkaði um kaup á þeirri olíu sem landið þarfnist. Það sé nú stærsti olíuinnflytjandi heims. Hún nefnir sem dæmi um kínversku olíuútrásina að olíuframleiðsla kínverskra fyrirtækja utan eigin heimalands hafi margfaldast á síðustu tíu árum, úr 140 þúsund tunnum á dag árið 2000 upp í tvær milljónir tunna á dag árið 2012. Á síðustu árum hafi stærsti hluti fjárfestinga þeirra í olíuvinnslu verið undan ströndum Vestur-Afríku, Brasilíu og í Kasakhstan. Þessi þrjú svæði ein standi að baki 19 milljarða dollara, eða 60 prósentum, af fjárfestingum Kínverja á síðustu 20 mánuðum. Thina telur þessar fjárfestingar benda til að Kínverjar reyni að komast í framleiðslu á mikilvægum vaxtarsvæðum og fá aðgang að nýrri tækni. Með því að vinna við hlið fyrirtækja eins og Total, Shell og Petrobas geti kínversku fyrirtækin fengið aðgang að tækniþekkingu í olíuleit á hafsbotni. Með sama hætti megi skýra fjárfestingar þeirra í vinnslu olíusands í Norður-Ameríku. Niðurstaða hennar er sú að tortryggnin í garð Kínverja sé ástæðulaus. Hún segir að við nánari skoðun hafi það sýnt sig að hin hraða útrás sé drifin áfram af viðskiptalegum hvötum; kínversku fyrirtækin vilji nýta þau tækifæri sem markaðurinn gefi. Tilgangur fjárfestinganna hafi ekki verið sá að auka flæði olíu til Kína. Stór hluti framleiðslunnar utan Kína sé enda seldur á staðbundnum mörkuðum. Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Hækkandi olíuverð gerir Drekann arðvænlegri Drekasvæðið verður arðbærara eftir því sem olíuverð hækkar, segir olíusérfræðingur Nordea-bankans, sem telur að Ísland, þótt lítið sé, gæti orðið mikilvægt olíuútflutningsríki. Þetta kom fram á ráðstefnu í dag um olíu á Drekasvæðinu. 7. júní 2012 20:30 Fyrsti olíurisinn kemur í leitina á Drekasvæði Þriðja sérleyfinu til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu verður formlega úthlutað við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík í næstu viku, þann 22. janúar. Þetta verður stærsta sérleyfið til þessa í íslenskri lögsögu. 17. janúar 2014 11:45 Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45 CNOOC vill flýta borun í Drekann Fulltrúar kínverska olíufélagsins CNOOC kynntu samstarfsaðilum sínum í dag verkáætlun sem miðar við að boranir hefjist á Drekasvæðinu mun fyrr en áður var gert ráð fyrir. 12. júní 2014 19:15 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Helsti sérfræðingur norræna Nordea-bankans um olíuiðnaðinn, Thina Saltvedt, segir fátt benda til þess að olíuútrás Kínverja sé fyrst og fremst til að soga olíuna til eigin heimalands. Hún fjallar í nýlegri grein í norskum netmiðli um tortryggni manna á Vesturlöndum vegna mikilla fjárfestinga Kínverja í olíuiðnaði heimsins á undanförnum misserum. Hún er ekki ókunnug olíumálefnum Íslendinga en fyrir tveimur árum var hún meðal fyrirlesara á ráðstefnu Arion-banka í Reykjavík um olíu á Drekasvæðinu. Thina Saltvedt spyr hvort ástæða sé til að óttast fjárfestingar og yfirtökur Kínverja í olíuiðnaðinum og reynir að svara því hvað búi að baki. Hún rekur þær áhyggjur sem birst hafi í fjölmiðlum að þessi ásókn þeirra geti takmarkað aðgengi annarra að olíu á heimsmarkaði. Olíunotkun Kínverja hafi aukist hraðar en olíuframleiðsla þeirra á undanförnum árum. Ein afleiðingin sé sú að Kína sé nú algerlega háð alþjóðamarkaði um kaup á þeirri olíu sem landið þarfnist. Það sé nú stærsti olíuinnflytjandi heims. Hún nefnir sem dæmi um kínversku olíuútrásina að olíuframleiðsla kínverskra fyrirtækja utan eigin heimalands hafi margfaldast á síðustu tíu árum, úr 140 þúsund tunnum á dag árið 2000 upp í tvær milljónir tunna á dag árið 2012. Á síðustu árum hafi stærsti hluti fjárfestinga þeirra í olíuvinnslu verið undan ströndum Vestur-Afríku, Brasilíu og í Kasakhstan. Þessi þrjú svæði ein standi að baki 19 milljarða dollara, eða 60 prósentum, af fjárfestingum Kínverja á síðustu 20 mánuðum. Thina telur þessar fjárfestingar benda til að Kínverjar reyni að komast í framleiðslu á mikilvægum vaxtarsvæðum og fá aðgang að nýrri tækni. Með því að vinna við hlið fyrirtækja eins og Total, Shell og Petrobas geti kínversku fyrirtækin fengið aðgang að tækniþekkingu í olíuleit á hafsbotni. Með sama hætti megi skýra fjárfestingar þeirra í vinnslu olíusands í Norður-Ameríku. Niðurstaða hennar er sú að tortryggnin í garð Kínverja sé ástæðulaus. Hún segir að við nánari skoðun hafi það sýnt sig að hin hraða útrás sé drifin áfram af viðskiptalegum hvötum; kínversku fyrirtækin vilji nýta þau tækifæri sem markaðurinn gefi. Tilgangur fjárfestinganna hafi ekki verið sá að auka flæði olíu til Kína. Stór hluti framleiðslunnar utan Kína sé enda seldur á staðbundnum mörkuðum.
Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Hækkandi olíuverð gerir Drekann arðvænlegri Drekasvæðið verður arðbærara eftir því sem olíuverð hækkar, segir olíusérfræðingur Nordea-bankans, sem telur að Ísland, þótt lítið sé, gæti orðið mikilvægt olíuútflutningsríki. Þetta kom fram á ráðstefnu í dag um olíu á Drekasvæðinu. 7. júní 2012 20:30 Fyrsti olíurisinn kemur í leitina á Drekasvæði Þriðja sérleyfinu til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu verður formlega úthlutað við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík í næstu viku, þann 22. janúar. Þetta verður stærsta sérleyfið til þessa í íslenskri lögsögu. 17. janúar 2014 11:45 Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45 CNOOC vill flýta borun í Drekann Fulltrúar kínverska olíufélagsins CNOOC kynntu samstarfsaðilum sínum í dag verkáætlun sem miðar við að boranir hefjist á Drekasvæðinu mun fyrr en áður var gert ráð fyrir. 12. júní 2014 19:15 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Hækkandi olíuverð gerir Drekann arðvænlegri Drekasvæðið verður arðbærara eftir því sem olíuverð hækkar, segir olíusérfræðingur Nordea-bankans, sem telur að Ísland, þótt lítið sé, gæti orðið mikilvægt olíuútflutningsríki. Þetta kom fram á ráðstefnu í dag um olíu á Drekasvæðinu. 7. júní 2012 20:30
Fyrsti olíurisinn kemur í leitina á Drekasvæði Þriðja sérleyfinu til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu verður formlega úthlutað við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík í næstu viku, þann 22. janúar. Þetta verður stærsta sérleyfið til þessa í íslenskri lögsögu. 17. janúar 2014 11:45
Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45
CNOOC vill flýta borun í Drekann Fulltrúar kínverska olíufélagsins CNOOC kynntu samstarfsaðilum sínum í dag verkáætlun sem miðar við að boranir hefjist á Drekasvæðinu mun fyrr en áður var gert ráð fyrir. 12. júní 2014 19:15