Ólafur Örn varar norsk félög við að fylla liðin af Íslendingum Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júlí 2014 09:00 FH-ingurinn Björn Daníel Sverrisson stýrir sóknarleik Vikings og er búinn að skora þrjú mörk. Mynd/Fkviking.no „Við erum að fara að spila við Ísland á sunnudaginn,“ segir JonasGrönner, miðvörður norska úrvalsdeildarliðsins Brann, við Aftenbladet um leik liðsins gegn Viking Stavanger um helgina. Grönner, sem spilaði með KR sem lánsmaður á síðasta tímabili, er vitaskuld að vísa til Íslendinganna fimm sem spila með Viking en þeir hafa borið uppi liðið á tímabilinu. Þeir IndriðiSigurðsson, SverrirIngiIngason, SteinþórFreyrÞorsteinsson, BjörnDaníelSverrisson og Jón Daði Böðvarsson byrja reglulega allir inn á og eru búnir að skora 14 af 21 marki liðsins á tímabilinu. Allir hafa spilað vel en Grönner segir það ekki koma á óvart. Sérstaklega ekki hvað varðar Sverrir Inga og Björn Daníel. „Þeir drottnuðu yfir íslensku deildinni og voru góðir með U21 árs landsliðinu þannig þetta kemur mér ekkert á óvart,“ segir Grönner.Jón Daði Böðvarsson var keyptur frá selfossi 2013 og er að slá í gegn.mynd/fkviking.noÓlafur Örn Bjarnason, fyrrverandi Noregsmeistari með Brann sem nú þjálfar Fyllingsdalen í C-deildinni, tekur undir orð Grönners. „Björn Daníel og Sverrir Ingi voru á meðal bestu leikmanna íslensku deildarinnar í nokkur ár áður en þeir fóru til Viking. Á Íslandi var einfaldlega beðið eftir því að þeir færu út í atvinnumennsku. Þeir voru bestu leikmenn tveggja bestu liða landsins og stóðu sig vel með U21 árs landsliðinu. Þeir hafa líka reynslu af Evrópukeppnum,“ segir Ólafur Örn. Ólafur Örn bætir við í viðtalinu við Aftenbladet að samkeppnin um íslenska leikmenn verði harðari með hverju árinu og stærri lið kroppa í þá unga að aldri. Því verður erfiðara fyrir norsku liðin að finna góða Íslendinga. Vegna þess varar hann önnur norsk félög við að blindast ekki af árangri Vikings og fara að fylla liðin af íslenskum spilurum. „Gæðin eru svo mismunandi eins og sést á þessum ungu strákum sem hverfa snemma og eldri leikmönnum sem koma heim eftir langa dvöl erlendis. Fyrir utan þrjú bestu liðin á Íslandi eru gæðin ekki meiri en í norsku 1. deildinni.“ „Brann þekkir íslenska boltann inn og út og ég veit að það var að leita að leikmönnum þegar Grönner spilaði með KR. En þetta snýst um að finna réttu leikmennina og það hefur Brann ekki gert,“ segir Ólafur Örn Bjarnason. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Sjá meira
„Við erum að fara að spila við Ísland á sunnudaginn,“ segir JonasGrönner, miðvörður norska úrvalsdeildarliðsins Brann, við Aftenbladet um leik liðsins gegn Viking Stavanger um helgina. Grönner, sem spilaði með KR sem lánsmaður á síðasta tímabili, er vitaskuld að vísa til Íslendinganna fimm sem spila með Viking en þeir hafa borið uppi liðið á tímabilinu. Þeir IndriðiSigurðsson, SverrirIngiIngason, SteinþórFreyrÞorsteinsson, BjörnDaníelSverrisson og Jón Daði Böðvarsson byrja reglulega allir inn á og eru búnir að skora 14 af 21 marki liðsins á tímabilinu. Allir hafa spilað vel en Grönner segir það ekki koma á óvart. Sérstaklega ekki hvað varðar Sverrir Inga og Björn Daníel. „Þeir drottnuðu yfir íslensku deildinni og voru góðir með U21 árs landsliðinu þannig þetta kemur mér ekkert á óvart,“ segir Grönner.Jón Daði Böðvarsson var keyptur frá selfossi 2013 og er að slá í gegn.mynd/fkviking.noÓlafur Örn Bjarnason, fyrrverandi Noregsmeistari með Brann sem nú þjálfar Fyllingsdalen í C-deildinni, tekur undir orð Grönners. „Björn Daníel og Sverrir Ingi voru á meðal bestu leikmanna íslensku deildarinnar í nokkur ár áður en þeir fóru til Viking. Á Íslandi var einfaldlega beðið eftir því að þeir færu út í atvinnumennsku. Þeir voru bestu leikmenn tveggja bestu liða landsins og stóðu sig vel með U21 árs landsliðinu. Þeir hafa líka reynslu af Evrópukeppnum,“ segir Ólafur Örn. Ólafur Örn bætir við í viðtalinu við Aftenbladet að samkeppnin um íslenska leikmenn verði harðari með hverju árinu og stærri lið kroppa í þá unga að aldri. Því verður erfiðara fyrir norsku liðin að finna góða Íslendinga. Vegna þess varar hann önnur norsk félög við að blindast ekki af árangri Vikings og fara að fylla liðin af íslenskum spilurum. „Gæðin eru svo mismunandi eins og sést á þessum ungu strákum sem hverfa snemma og eldri leikmönnum sem koma heim eftir langa dvöl erlendis. Fyrir utan þrjú bestu liðin á Íslandi eru gæðin ekki meiri en í norsku 1. deildinni.“ „Brann þekkir íslenska boltann inn og út og ég veit að það var að leita að leikmönnum þegar Grönner spilaði með KR. En þetta snýst um að finna réttu leikmennina og það hefur Brann ekki gert,“ segir Ólafur Örn Bjarnason.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Sjá meira