Virkar áfengi sem svefnlyf? Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 5. júlí 2014 09:00 Mynd/Getty Svefnleysi getur komið til af ýmsum ástæðum og ólíkir þættir geta stuðlað að svefnleysi. Oftast er um að ræða marga samverkandi þætti. Almennt talað er svefnmynstur okkar viðkvæmt fyrir álagi og streituþáttum eins og erfiðleikum í persónulega lífinu, ágreiningi eða miklum breytingum í lífi fólks. Þá geta áföll á borð við ástvinamissi, hjónaskilnað, eða neysla vímuefna haft mikil áhrif á svefn fólks. Í flestum tilvikum lagast svefninn þegar þessir þættir lagast, eða þá að fólk aðlagar sig streituvaldinum og fer að sofa eðlilega á nýjan leik. Algengur misskilningur er sá að eitt léttvínsglas að kvöldi geti hjálpað til við svefninn. Margir nota áfengi í þeim tilgangi að róa sig niður, enda er það vel þekkt staðreynd að áfengi hefur róandi áhrif á taugakerfið, að því gefnu að fólk hafi ekki myndað þol fyrir áfengi með reglulegri neyslu þess.Áfengisneysla stuðlar að vökvatapi, þannig að fólk vaknar oft þyrst auk þess sem það þarf oftar að pissa á nóttunni.Þegar áhrif áfengisins fara úr líkamanum taka fráhvörf við – þau geta lýst sér á margvíslegan hátt, meðal annars í léttari svefni, spennu og eirðarleysi sem hefur getur haft mikil áhrif á svefn, þá sérstaklega síðari hluta nætur. Þetta getur gerst þótt þú hafir aðeins drukkið eitt glas kvöldinu áður.Þannig er mælt með því að sneytt sé hjá neyslu áfengis, að minnsta kosti nokkrum klukkustundum fyrir svefninn. Langvarandi ofneysla áfengis raskar svefni töluvert. Eftir að áfengisneyslu er hætt, getur það tekið svefninn meira en ár að færast í eðlilegt horf. Heilsa Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni
Svefnleysi getur komið til af ýmsum ástæðum og ólíkir þættir geta stuðlað að svefnleysi. Oftast er um að ræða marga samverkandi þætti. Almennt talað er svefnmynstur okkar viðkvæmt fyrir álagi og streituþáttum eins og erfiðleikum í persónulega lífinu, ágreiningi eða miklum breytingum í lífi fólks. Þá geta áföll á borð við ástvinamissi, hjónaskilnað, eða neysla vímuefna haft mikil áhrif á svefn fólks. Í flestum tilvikum lagast svefninn þegar þessir þættir lagast, eða þá að fólk aðlagar sig streituvaldinum og fer að sofa eðlilega á nýjan leik. Algengur misskilningur er sá að eitt léttvínsglas að kvöldi geti hjálpað til við svefninn. Margir nota áfengi í þeim tilgangi að róa sig niður, enda er það vel þekkt staðreynd að áfengi hefur róandi áhrif á taugakerfið, að því gefnu að fólk hafi ekki myndað þol fyrir áfengi með reglulegri neyslu þess.Áfengisneysla stuðlar að vökvatapi, þannig að fólk vaknar oft þyrst auk þess sem það þarf oftar að pissa á nóttunni.Þegar áhrif áfengisins fara úr líkamanum taka fráhvörf við – þau geta lýst sér á margvíslegan hátt, meðal annars í léttari svefni, spennu og eirðarleysi sem hefur getur haft mikil áhrif á svefn, þá sérstaklega síðari hluta nætur. Þetta getur gerst þótt þú hafir aðeins drukkið eitt glas kvöldinu áður.Þannig er mælt með því að sneytt sé hjá neyslu áfengis, að minnsta kosti nokkrum klukkustundum fyrir svefninn. Langvarandi ofneysla áfengis raskar svefni töluvert. Eftir að áfengisneyslu er hætt, getur það tekið svefninn meira en ár að færast í eðlilegt horf.
Heilsa Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni