Mikið vatn en nokkuð líf í Hrútafjarðará Karl Lúðvíksson skrifar 15. júlí 2014 10:23 Finnur Björn Harðarsson með 80 sm lax úr Hrútafjarðará Ágætis veiði hefur verið í Hrútafjarðará síðustu daga þrátt fyrir mikið vatn en áin er eins og margar á þessu svæði búin að vera mjög vatnsmikil frá opnun. Þegar árnar fara svona mikið upp í vatni verður oft erfitt að veiða þær þar sem veiðistaðirnir breyta sér mikið og laxinn liggur oft á öðrum stöðum en venjulega. Finnur Björn Harðarsson var að koma úr Hrútu og náði þar meðal annars þessum fallega 80 sm laxi sem tók Sunray Shadow neðst í Réttarstreng en laxinn leggst gjarnan þeðarlega í veiðistaðina þegar árnar hækka. Það er ekki líklegt að mikil breyting verði á vatnsmagninu næstu daga þar sem það á eftir að rigna reglulega næstu daga en vatnsstaðan er það há að það þyrfti þurrka í góðann tíma til að lækka vatnið hratt. Þetta er almennt staðan víða um land þessa dagana. Mikið vatn í ánum gerir þær óveiðandi suma daga og heilt yfir eru veiðimenn sammála um að stórlaxinn sé að skila sér í auknum mæli í árnar og nú loksins er aðeins farið að bera á smálaxi. Stangveiði Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Síðasti veiðidagurinn í Elliðavatni er í dag Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði
Ágætis veiði hefur verið í Hrútafjarðará síðustu daga þrátt fyrir mikið vatn en áin er eins og margar á þessu svæði búin að vera mjög vatnsmikil frá opnun. Þegar árnar fara svona mikið upp í vatni verður oft erfitt að veiða þær þar sem veiðistaðirnir breyta sér mikið og laxinn liggur oft á öðrum stöðum en venjulega. Finnur Björn Harðarsson var að koma úr Hrútu og náði þar meðal annars þessum fallega 80 sm laxi sem tók Sunray Shadow neðst í Réttarstreng en laxinn leggst gjarnan þeðarlega í veiðistaðina þegar árnar hækka. Það er ekki líklegt að mikil breyting verði á vatnsmagninu næstu daga þar sem það á eftir að rigna reglulega næstu daga en vatnsstaðan er það há að það þyrfti þurrka í góðann tíma til að lækka vatnið hratt. Þetta er almennt staðan víða um land þessa dagana. Mikið vatn í ánum gerir þær óveiðandi suma daga og heilt yfir eru veiðimenn sammála um að stórlaxinn sé að skila sér í auknum mæli í árnar og nú loksins er aðeins farið að bera á smálaxi.
Stangveiði Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Síðasti veiðidagurinn í Elliðavatni er í dag Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði