Lagaleg staða Hannesar ekkert breyst Samúel Karl Ólason skrifar 11. júlí 2014 13:42 Svanur Kristjánsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Vísir/GVA/VALGARÐUR „Lagaleg staða Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands hefur í engu breyst. Eftir sem áður hefur hann fullan rétt á deildarfundum Stjórnmálafræðideildar m.a. atkvæðisrétt og kjörgengi til deildarforseta og varadeildarforseta.“ Þetta segir Svanur Kristjánsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, á Facebook. Í morgun voru sagðar fréttir af því að starfsskyldum Hannesar Hólmsteins hefði verið breytt eftir að samstarfsmenn hans kvörtuðu yfir yfirgangi af hans hálfu. Svanur segir kennara Stjórnmálafræðideildarinnar hafa fjarlægt Hannes af deildarfundum vegna hegðunar hans gagnvart þeim. „Eftir sem áður skulu allir nemendur í stjórnmálafræði þola hann og umbera sem kennara sinn í skyldunámskeiði.“ Þó hafi lagaleg staða Hannesar sem prófessors ekki breyst. „Sömuleiðis hefur hann sem prófessor kjörgengi og atkvæðisrétt í rektorskjöri. Ekki er ósennilegt að Hannes Hólmsteinn Gissurarson verði næsti rektor Háskóla Íslands, skömmu eftir að Ragnar Árnason hefur tekið við sem Seðlabankastjóri.“ Svanur segir þessa breytingu á starfsskyldum Hannesar gera hegðun stjórnenda Stjórnmálafræðideildar enn furðulegri en áður. „Þeir verðlauna Hannes Hólmstein með því að láta hann kenna skyldunámskeið í stjórnmálafræði eftir að Hæstiréttur Íslands dæmdi hann fyrir stórfellt brot á höfundaréttarlögum (ritstuld).“ Áfram skuli Hannes hafa vald yfir öllum nemendum í stjórnmálafræði. „Enginn getur útskrifast sem stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands án vottunar Hannesar Hólmsteins prófessors á hæfni þeirra.“ Þá segir Svanur að margir erlendir kollegar hans spyrji í forundan: Er það rétt að dæmdur ritþjófur sé prófessor við Háskóla Íslands? Svanur segist nú geta svarað með stolti. „Það er að vísu rétt en honum hefur verið refsað með því að hann er ekki lengur skyldugur til að gegna stjórnunarskyldu og kennsla hans hefur verið minnkuð. Nýjasta rannsóknarverkefni prófessorsins við Háskóla Íslands fékk sömu upphæð, 10 milljónir, og verkefni hans fyrir hið svokallaða Hrun. Þetta er veruleg kjaraskerðing fyrir prófessorinn. Meginkostnaður verkefnisins eru ferðalög til útlanda, gisting og matur erlendis. Réttmætt hefði verið að hækka upphæðina í 20 milljónir til að bæta prófessornum upp gengislækkun íslensku krónunnar í kjölfar Hrunsins. Hinum dæmda prófessor hefur svo sannarlega verið refsað - grimmilega.“ Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
„Lagaleg staða Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands hefur í engu breyst. Eftir sem áður hefur hann fullan rétt á deildarfundum Stjórnmálafræðideildar m.a. atkvæðisrétt og kjörgengi til deildarforseta og varadeildarforseta.“ Þetta segir Svanur Kristjánsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, á Facebook. Í morgun voru sagðar fréttir af því að starfsskyldum Hannesar Hólmsteins hefði verið breytt eftir að samstarfsmenn hans kvörtuðu yfir yfirgangi af hans hálfu. Svanur segir kennara Stjórnmálafræðideildarinnar hafa fjarlægt Hannes af deildarfundum vegna hegðunar hans gagnvart þeim. „Eftir sem áður skulu allir nemendur í stjórnmálafræði þola hann og umbera sem kennara sinn í skyldunámskeiði.“ Þó hafi lagaleg staða Hannesar sem prófessors ekki breyst. „Sömuleiðis hefur hann sem prófessor kjörgengi og atkvæðisrétt í rektorskjöri. Ekki er ósennilegt að Hannes Hólmsteinn Gissurarson verði næsti rektor Háskóla Íslands, skömmu eftir að Ragnar Árnason hefur tekið við sem Seðlabankastjóri.“ Svanur segir þessa breytingu á starfsskyldum Hannesar gera hegðun stjórnenda Stjórnmálafræðideildar enn furðulegri en áður. „Þeir verðlauna Hannes Hólmstein með því að láta hann kenna skyldunámskeið í stjórnmálafræði eftir að Hæstiréttur Íslands dæmdi hann fyrir stórfellt brot á höfundaréttarlögum (ritstuld).“ Áfram skuli Hannes hafa vald yfir öllum nemendum í stjórnmálafræði. „Enginn getur útskrifast sem stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands án vottunar Hannesar Hólmsteins prófessors á hæfni þeirra.“ Þá segir Svanur að margir erlendir kollegar hans spyrji í forundan: Er það rétt að dæmdur ritþjófur sé prófessor við Háskóla Íslands? Svanur segist nú geta svarað með stolti. „Það er að vísu rétt en honum hefur verið refsað með því að hann er ekki lengur skyldugur til að gegna stjórnunarskyldu og kennsla hans hefur verið minnkuð. Nýjasta rannsóknarverkefni prófessorsins við Háskóla Íslands fékk sömu upphæð, 10 milljónir, og verkefni hans fyrir hið svokallaða Hrun. Þetta er veruleg kjaraskerðing fyrir prófessorinn. Meginkostnaður verkefnisins eru ferðalög til útlanda, gisting og matur erlendis. Réttmætt hefði verið að hækka upphæðina í 20 milljónir til að bæta prófessornum upp gengislækkun íslensku krónunnar í kjölfar Hrunsins. Hinum dæmda prófessor hefur svo sannarlega verið refsað - grimmilega.“
Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira