Þrýstingur eykst um að friður komist á Linda Blöndal skrifar 22. júlí 2014 19:05 Mikill alþjóðlegur þrýstingur er nú á Ísraelsstjórn og Hamas um að semja frið og hefur Bandaríkjastjórn blandað sér mjög ákveðið í málið í tilraunum til að stöðva stríðið. Enn falla óbreyttir á Gaza. Amnesty krefst rannsóknar Fallnir nálgast sex hundruð og særðir eru rúmlega 3600, segja heilbrigðisyfirvöld á Gaza. Hermenn Ísraels sem hafa látið lífið í átökum við Hamas fjölgar og eru orðnir 27. Árásir Ísraelshers hafa haldið áfram úr lofti, frá sjó og á landi og Hamas heldur áfram hernaði sínum í gegnum jarðgöng og með loftskeytum. Amnesty International krefst rannsóknar af gjörðum beggja stríðsaðila og segja að margt bendi til þess að stríðsgæpir hafi verið framdir. Snemma í morgun urðu nokkrar moskur fyrir loftárás og mikið áfall varð þegar árás eyðilagði vatnsleiðslur á Gaza Leiðtogar Bandaríkjanna og Arabaríkja funda John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Ban Ki-Moon aðalritari Sameinuðu þjóðanna ræddu saman í dag til Kaíró í Egyptalandi og beindu báðir skilaboðum sínum sérstaklega til Hamas um að samþykkja vopnahlé. Nabil al-Arabi, leiðtogi Arababandalagsins gerir hið sama en hernaðararmur Hamas hafnaði tillögu Egypta í liðinni viku um slíkt þar sem það myndi innsigla algeran ósigur gagnvart Ísraelum auk þess sem Hamas hefur sett skilyrði um frelsun fanga fyrir vopnahlé. Hernaðararmur Hamas ber ekki traust til Egypta sem milliliðs til að semja um frið. Bandaríkjastjórn ákvað að veita rúmlega 5 milljörðum króna til neyðaraðstoðar á Gaza. Hún hefur einnig sent einn helsta samningamann sinn til Cairo þar sem hann mun næstu daga ræða við ráðamenn og Nabil al-Arabi, leiðtoga Arababandalagsins en Kerry ræddi við hann strax í dag. Hamas meðal verstu hryðjuverkasamtaka segir Netanyahu Ban Ki Moon fór hins vegar í dag til Ísraels til fundar við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra og ráðamenn Palestínumanna á Vesturbakkanum. Ban Ki Moon hefur sagt að nauðsynlegt sé að létta á hömlum gagnvart Gazabúum. Hann sagði að horfa þyrfti dýpra á vandann, hann bað stríðandi fylkingar að hætta að berjast og tala saman. Netanyahu líkti Hamas við verstu hryðuverkasamtök heims eins og Isis, A l-Qaida og Boko Haram. Fleiri erlend stjórnvöld voru í dag hvött til að beita sér og Palestínumenn í Berlín fóru til að mynda út á götu og hvöttu stjórnvöld landsins til að styðja þá. Á meðan var á Vesturbakkanum haldin táknræn minningarathöfn en þar er farið að örla á vaxandi spennu milli Ísraels og Palestínumanna. Gasa Mið-Austurlönd Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Mikill alþjóðlegur þrýstingur er nú á Ísraelsstjórn og Hamas um að semja frið og hefur Bandaríkjastjórn blandað sér mjög ákveðið í málið í tilraunum til að stöðva stríðið. Enn falla óbreyttir á Gaza. Amnesty krefst rannsóknar Fallnir nálgast sex hundruð og særðir eru rúmlega 3600, segja heilbrigðisyfirvöld á Gaza. Hermenn Ísraels sem hafa látið lífið í átökum við Hamas fjölgar og eru orðnir 27. Árásir Ísraelshers hafa haldið áfram úr lofti, frá sjó og á landi og Hamas heldur áfram hernaði sínum í gegnum jarðgöng og með loftskeytum. Amnesty International krefst rannsóknar af gjörðum beggja stríðsaðila og segja að margt bendi til þess að stríðsgæpir hafi verið framdir. Snemma í morgun urðu nokkrar moskur fyrir loftárás og mikið áfall varð þegar árás eyðilagði vatnsleiðslur á Gaza Leiðtogar Bandaríkjanna og Arabaríkja funda John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Ban Ki-Moon aðalritari Sameinuðu þjóðanna ræddu saman í dag til Kaíró í Egyptalandi og beindu báðir skilaboðum sínum sérstaklega til Hamas um að samþykkja vopnahlé. Nabil al-Arabi, leiðtogi Arababandalagsins gerir hið sama en hernaðararmur Hamas hafnaði tillögu Egypta í liðinni viku um slíkt þar sem það myndi innsigla algeran ósigur gagnvart Ísraelum auk þess sem Hamas hefur sett skilyrði um frelsun fanga fyrir vopnahlé. Hernaðararmur Hamas ber ekki traust til Egypta sem milliliðs til að semja um frið. Bandaríkjastjórn ákvað að veita rúmlega 5 milljörðum króna til neyðaraðstoðar á Gaza. Hún hefur einnig sent einn helsta samningamann sinn til Cairo þar sem hann mun næstu daga ræða við ráðamenn og Nabil al-Arabi, leiðtoga Arababandalagsins en Kerry ræddi við hann strax í dag. Hamas meðal verstu hryðjuverkasamtaka segir Netanyahu Ban Ki Moon fór hins vegar í dag til Ísraels til fundar við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra og ráðamenn Palestínumanna á Vesturbakkanum. Ban Ki Moon hefur sagt að nauðsynlegt sé að létta á hömlum gagnvart Gazabúum. Hann sagði að horfa þyrfti dýpra á vandann, hann bað stríðandi fylkingar að hætta að berjast og tala saman. Netanyahu líkti Hamas við verstu hryðuverkasamtök heims eins og Isis, A l-Qaida og Boko Haram. Fleiri erlend stjórnvöld voru í dag hvött til að beita sér og Palestínumenn í Berlín fóru til að mynda út á götu og hvöttu stjórnvöld landsins til að styðja þá. Á meðan var á Vesturbakkanum haldin táknræn minningarathöfn en þar er farið að örla á vaxandi spennu milli Ísraels og Palestínumanna.
Gasa Mið-Austurlönd Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira