Erlent

Þýsk geim­flaug hrapaði eftir hálfa mínútu

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Geimflaugin hrapaði í sjóinn.
Geimflaugin hrapaði í sjóinn. EPA

Þýsku geimflauginni Spectrum var skotið á loft frá norsku eyjunni Andoja í dag. Flaugin, sem var tóm, tókst á loft en þó aðeins í um þrjátíu sekúndur, áður en hún hrapaði í hafið.

Þýska fyrirtækið Isar Aerospace stóð fyrir geimskotinu og höfuð forsvarsmenn þess varað við því áður en flaugin fór í loftið að það væri möguleiki á að hún myndi hrapa.

Geimflaugin tók á loft um hádegisbil í dag. Eftir um fimmtán sekúndur kom mikill reykur út úr geimflauginni og hún hóf að hrapa niður. Enginn farþegi var um borð í flauginni heldur var markmiðið að safna gögnum.

Í yfirlýsingu frá Isar Aerospace segir að mikið af mikilvægum gögnum hafi verið safnað á meðan fluginu stóð sem myndi gagnast áframhaldandi starfi þeirra. Geimflaugin var hönnuð til að flytja lítil og meðalstór gervitungl út í geim.

Geimskotið er það fyrsta sinnar tegundar í Evrópu, að Rússum frátöldum, samkvæmt umfjöllun The Guardian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×