Ramez ekki lofað að hann yrði ekki sendur til Palestínu Randver Kári Randversson skrifar 30. júlí 2014 13:57 Ramez Rassas Palestínski flóttamaðurinn Ramez Rassas sem sótti um hæli hér á landi en var vísað til Noregs í febrúarlok hafði ekki fengið loforð frá íslenskum stjórnvöldum um að tryggt væri að hann yrði ekki sendur til Palestínu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Útlendingastofnun vegna undirskriftasöfnunar og fjölmiðlaumfjöllunar um mál mannsins. Þar segir að í áskorun undirskriftarlistans, sem hafin er vegna málsins, sé ranglega hermt að íslensk stjórnvöld hafi gefið loforð um að tryggt væri að hann yrði ekki sendur til Palestínu. Þegar manninum hafi verið kynnt niðurstaða Útlendingastofnunar í janúar 2014 um að honum skyldi vísað til Noregs vildi hann ekki nýta rétt sinn til að kæra ákvörðunina til innanríkisráðuneytisins. Maðurinn var sendur frá Noregi til Palestínu í mars sl. Ramez Rassas hafði áður sótt um hæli í Noregi og tók Útlendingastofnun ákvörðun um að honum skyldi vísað þangað aftur á grundvelli Dyflinnarsamstarfsins. Hafi þetta verið gert eftir að stofnunin hafði fullvissað sig um að endursending til Noregs og aðstæður og málsmeðferð þar brytu ekki gegn íslenskum lögum, einkum 45. gr. laga um útlendinga sem fjallar um endursendingar. Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna, mannréttindasamstök eða önnur ríki hafa ekki gert slíkar athugasemdir við meðhöndlun hælismála í Noregi að ástæða sé til að ætla norsk yfirvöld séu ekki í stakk búin til að veita hælisleitendum viðunandi aðbúnað og málsmeðferð. Maðurinn hafði fengið niðurstöðu um beiðni sína um hæli í Noregi á báðum stjórnsýslustigum þar í landi en sú málsmeðferð hófst á árinu 2008. Norsk lög heimili endurupptöku á fyrri ákvörðunum og hafi manninum verið bent á að hann gæti óskað slíkrar endurupptöku þar, hefði hann hug á því. Jafnframt var manninum leiðbeint um innihald 39. gr. málsmeðferðarreglna Mannréttindadómstóls Evrópu sem felur í sér að dómstóllinn getur á grundvelli beiðni þar um stöðvað flutning til bráðabirgða á meðan mál er tekið til athugunar. Að lokum segir í tilkynningunni að stríðsástand hafi nú ríkt á Gasa frá í byrjun júlí 2014 en engin lagaleg úrræði séu til staðar sem gera Útlendingastofnun kleift að veita einstaklingum eða hópum hæli, sem staddir eru erlendis. Aftur á móti muni Útlendingastofnun ekki taka neinar ákvarðanir um endursendingar til Palestínu að svo stöddu og mál hælisleitenda þaðan verða afgreidd svo fljótt sem verða má, eins og háttar til um mál hælisleitenda frá öðrum stríðshrjáðum ríkjum á borð við Sýrland, Írak og Sómalíu. Gasa Tengdar fréttir Vilja að ríkið bjargi Ramez frá Gaza Samtökin Ekki fleiri brottvísanir skora á íslenska ríkið að finna leið til að koma Palestínumanninum Ramez Rassas frá Gaza. 11. júlí 2014 10:19 „Aðstæður hans eru hræðilegar“ Samtökin „Ekki fleiri brottvísanir“ krefjast þess að íslenska ríkið hjálpi tuttugu og níu ára gömlum palestínskum flóttamanni, sem synjað var um hæli á Íslandi í vetur og dvelur nú á átakasvæðinu á Gasa, að komast aftur hingað til lands. 28. júlí 2014 20:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Palestínski flóttamaðurinn Ramez Rassas sem sótti um hæli hér á landi en var vísað til Noregs í febrúarlok hafði ekki fengið loforð frá íslenskum stjórnvöldum um að tryggt væri að hann yrði ekki sendur til Palestínu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Útlendingastofnun vegna undirskriftasöfnunar og fjölmiðlaumfjöllunar um mál mannsins. Þar segir að í áskorun undirskriftarlistans, sem hafin er vegna málsins, sé ranglega hermt að íslensk stjórnvöld hafi gefið loforð um að tryggt væri að hann yrði ekki sendur til Palestínu. Þegar manninum hafi verið kynnt niðurstaða Útlendingastofnunar í janúar 2014 um að honum skyldi vísað til Noregs vildi hann ekki nýta rétt sinn til að kæra ákvörðunina til innanríkisráðuneytisins. Maðurinn var sendur frá Noregi til Palestínu í mars sl. Ramez Rassas hafði áður sótt um hæli í Noregi og tók Útlendingastofnun ákvörðun um að honum skyldi vísað þangað aftur á grundvelli Dyflinnarsamstarfsins. Hafi þetta verið gert eftir að stofnunin hafði fullvissað sig um að endursending til Noregs og aðstæður og málsmeðferð þar brytu ekki gegn íslenskum lögum, einkum 45. gr. laga um útlendinga sem fjallar um endursendingar. Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna, mannréttindasamstök eða önnur ríki hafa ekki gert slíkar athugasemdir við meðhöndlun hælismála í Noregi að ástæða sé til að ætla norsk yfirvöld séu ekki í stakk búin til að veita hælisleitendum viðunandi aðbúnað og málsmeðferð. Maðurinn hafði fengið niðurstöðu um beiðni sína um hæli í Noregi á báðum stjórnsýslustigum þar í landi en sú málsmeðferð hófst á árinu 2008. Norsk lög heimili endurupptöku á fyrri ákvörðunum og hafi manninum verið bent á að hann gæti óskað slíkrar endurupptöku þar, hefði hann hug á því. Jafnframt var manninum leiðbeint um innihald 39. gr. málsmeðferðarreglna Mannréttindadómstóls Evrópu sem felur í sér að dómstóllinn getur á grundvelli beiðni þar um stöðvað flutning til bráðabirgða á meðan mál er tekið til athugunar. Að lokum segir í tilkynningunni að stríðsástand hafi nú ríkt á Gasa frá í byrjun júlí 2014 en engin lagaleg úrræði séu til staðar sem gera Útlendingastofnun kleift að veita einstaklingum eða hópum hæli, sem staddir eru erlendis. Aftur á móti muni Útlendingastofnun ekki taka neinar ákvarðanir um endursendingar til Palestínu að svo stöddu og mál hælisleitenda þaðan verða afgreidd svo fljótt sem verða má, eins og háttar til um mál hælisleitenda frá öðrum stríðshrjáðum ríkjum á borð við Sýrland, Írak og Sómalíu.
Gasa Tengdar fréttir Vilja að ríkið bjargi Ramez frá Gaza Samtökin Ekki fleiri brottvísanir skora á íslenska ríkið að finna leið til að koma Palestínumanninum Ramez Rassas frá Gaza. 11. júlí 2014 10:19 „Aðstæður hans eru hræðilegar“ Samtökin „Ekki fleiri brottvísanir“ krefjast þess að íslenska ríkið hjálpi tuttugu og níu ára gömlum palestínskum flóttamanni, sem synjað var um hæli á Íslandi í vetur og dvelur nú á átakasvæðinu á Gasa, að komast aftur hingað til lands. 28. júlí 2014 20:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Vilja að ríkið bjargi Ramez frá Gaza Samtökin Ekki fleiri brottvísanir skora á íslenska ríkið að finna leið til að koma Palestínumanninum Ramez Rassas frá Gaza. 11. júlí 2014 10:19
„Aðstæður hans eru hræðilegar“ Samtökin „Ekki fleiri brottvísanir“ krefjast þess að íslenska ríkið hjálpi tuttugu og níu ára gömlum palestínskum flóttamanni, sem synjað var um hæli á Íslandi í vetur og dvelur nú á átakasvæðinu á Gasa, að komast aftur hingað til lands. 28. júlí 2014 20:00