Jón Margeir Sverrisson keppti í 100 metra baksundi á Evrópumóti fatlaðra í sundi í Eindhoven í Hollandi í dag. Hann varð sjöundi á tímanum 1:09,94.
Jón Margeir átti sjöunda besta tímann fyrir sundið og bætti sig um fimm hundraðshluta en hann keppir í sinni bestu grein á föstudaginn.
Thelma Björg Björnsdóttir keppir í tveimur greinum á morgun en Jón Margeir stingur sér aftur til sunda á miðvikudaginn en þá keppa allir fjórir íslensku keppendurnir á mótinu.
