Ein skærasta stjarna íslenska körfuboltans heimsótt á Hagamelinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2014 19:00 Valtýr Björn Valtýsson var með umfjöllun um Martin Hermannsson og fjölskyldu hans í kvöldfréttum Stöðvar tvö en þessi 19 ára strákur er í aðalhlutverki hjá íslenska landsliðinu í körfubolta í undankeppni EM. Martin skoraði 22 stig í sigrinum á Bretum í fyrsta leik undankeppninnar og var kosinn besti leikmaður tímabilsins í Dominos-deildinni síðasta vetur. Hann mun síðan spila með LIU Brooklyn í bandaríska háskólaboltanum næsta vetur. Valtýr Björn hitti Martin og fjölskyldu hans þar sem þau búa á Hagamelnum í Reykjavík en þetta er mikil íþróttafjölskylda. Valtýr Björn spurði Martin meðal annars út í draumana um að spila í NBA-deildinni og heyrði síðan einnig hljóðið í öðrum fjölskyldumeðlimum. „Hann er allt öðruvísi leikmaður og ég myndi halda að hann væri miklu betur þjálfaður eins og þessir strákar eru í dag. Það er miklu meiri snerpa, hraði og tækni í þessu í dag. Hann er samt ekki betri það er langt í frá. Ég myndi aldrei viðurkenna að hann væri betri sem hann er," sagði Hermann Hauksson, faðir Martins, um muninn á þeim feðgum. „Ætli ég vilji ekki frekar vera eins og Martin af því að hann er betri en pabbi," segir Arnór Hermannsson sextán ára bróðir Martins um hvorum hann vilji líkjast meira. En á Margrét Elíasdóttir, móðir Martins, ekkert í Martin? „Jú, jú. Ég hugsa að hann fái eljuna og keppnisskapið frá mér," segir Margrét. "og hlaupagetuna," skýtur Hermann inn í. En er Martin tapsár? „Hann hefur alltaf verið svakalega tapsár en þeir hafa báðir verið með serkum liðum hjá KR og haf því ekki oft tapað," segir Margrét. Hermann skipti sjálfur á sínum tíma úr KR og spilaði með Njarðvíkurliðinu. Gæti Martin hugsað sér að spila fyrir annað félag hér heima en KR? „Þegar ég var yngri þá var ég viss um að ég færi í eitthvað annað lið en eftir að maður hefur orðið Íslandsmeistari með KR þá sér maður sig ekki fara neitt annað," sagði Martin. Það má sjá allt innslagið með því að smella á myndbandið hér fyrir ofan. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Körfubolti Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Sjá meira
Valtýr Björn Valtýsson var með umfjöllun um Martin Hermannsson og fjölskyldu hans í kvöldfréttum Stöðvar tvö en þessi 19 ára strákur er í aðalhlutverki hjá íslenska landsliðinu í körfubolta í undankeppni EM. Martin skoraði 22 stig í sigrinum á Bretum í fyrsta leik undankeppninnar og var kosinn besti leikmaður tímabilsins í Dominos-deildinni síðasta vetur. Hann mun síðan spila með LIU Brooklyn í bandaríska háskólaboltanum næsta vetur. Valtýr Björn hitti Martin og fjölskyldu hans þar sem þau búa á Hagamelnum í Reykjavík en þetta er mikil íþróttafjölskylda. Valtýr Björn spurði Martin meðal annars út í draumana um að spila í NBA-deildinni og heyrði síðan einnig hljóðið í öðrum fjölskyldumeðlimum. „Hann er allt öðruvísi leikmaður og ég myndi halda að hann væri miklu betur þjálfaður eins og þessir strákar eru í dag. Það er miklu meiri snerpa, hraði og tækni í þessu í dag. Hann er samt ekki betri það er langt í frá. Ég myndi aldrei viðurkenna að hann væri betri sem hann er," sagði Hermann Hauksson, faðir Martins, um muninn á þeim feðgum. „Ætli ég vilji ekki frekar vera eins og Martin af því að hann er betri en pabbi," segir Arnór Hermannsson sextán ára bróðir Martins um hvorum hann vilji líkjast meira. En á Margrét Elíasdóttir, móðir Martins, ekkert í Martin? „Jú, jú. Ég hugsa að hann fái eljuna og keppnisskapið frá mér," segir Margrét. "og hlaupagetuna," skýtur Hermann inn í. En er Martin tapsár? „Hann hefur alltaf verið svakalega tapsár en þeir hafa báðir verið með serkum liðum hjá KR og haf því ekki oft tapað," segir Margrét. Hermann skipti sjálfur á sínum tíma úr KR og spilaði með Njarðvíkurliðinu. Gæti Martin hugsað sér að spila fyrir annað félag hér heima en KR? „Þegar ég var yngri þá var ég viss um að ég færi í eitthvað annað lið en eftir að maður hefur orðið Íslandsmeistari með KR þá sér maður sig ekki fara neitt annað," sagði Martin. Það má sjá allt innslagið með því að smella á myndbandið hér fyrir ofan.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Körfubolti Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum