Rögnvaldur Ólafsson, lögreglufulltrúi hjá Almannavörnum Ríkisins, sagði að gosins hefði fyrst verið vart á vefmyndavél Mílu en ekki á mælitækjum Almannavarna.
Rögnvaldur sagði klukkan fimmtán mínútur yfir eitt í nótt: „Þetta er nýhafið, það er talað um að þetta sé norðarlega í Holuhrauni á þeim stað þar sem þessi berggangur endaði sem við erum búnir að vera að fylgjast með síðustu daga. Sprungan er sennilega um nema hundrað metra löng eftir því sem við komumst næst og þetta virðist því vera lítið hraungos.“
Rögnvaldur sagði að sprungan væri sennilega um hundrað metra löng og því virtist lítið hraungos vera hafið.
Að sögn Rögnvaldar kom gosið ekki á óvart. „Við erum í sjálfum sér búinn að vera að bíða eftir eldgosi frá því að þessi atburðarás hófst 16. ágúst. „Þetta er í sjálfu sér bara hluti af þeirri atburðarás.“
„Jákvæðu fréttirnar í þessu núna strax er að þetta er utan jökuls og þannig að það er u ekki lýkur á hlaupi allavega ekki núna til að byrja með,“ bæti lögreglufulltrúinn við.
Þar að auki sagði Rögnvaldur að ekki þyrfti að rýma svæðið frekar. „Það var búið að rýma svæðið norðan jökuls. Björgunarsveitir og lögregla hafa fylgt þeim lokunum eftir og því er ekkert fólk sem ætti að vera í hættu á svæðinu.“
