Litakóði fyrir flug yfir Öskju hækkaður í gult Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2014 12:59 Askja. Vísir/Vilhelm Litakóði fyrir flug yfir Öskju hefur verið hækkaður í gult. Er það til marks um að eldstöðin sýni nokkur merki um virkni, umfram venjulegt ástand. Litakóði fyrir flug yfir Bárðarbungu verður áfram appelsínugulur. Þetta er meðal niðurstaðna af fundi vísindamannaráðs Almannavarna fyrir hádegi í dag. Ekki hefur orðið vart við breytingar á Vatnajökli frá því að sprungur sáust í jöklinum í suðaustanverðri Bárðarbungu í gærkvöldi. Berggangurinn undir Dyngjujökli hefur lengst 1-1,5 km til norðurs síðan í gær, sem er töluvert minna en undanfarna daga. Hann er nú kominn inn í sprungusvæði Öskju og GPS-mælingar benda til þess að verulegra áhrifa gæti þar. Flogið var yfir Bárðarbungu og svæðið umhverfis í morgun og yfirborð jökulsins kannað. Ekki varð vart við breytingar frá því að sprungur sáust í jöklinum í suðaustanverðri Bárðarbungu í gærkvöldi. Talið er að þær hafi myndast vegna bráðnunar við botn. Litakóði fyrir flug er appelsínugulur yfir Bárðarbungu en litakóði fyrir flug yfir Öskju er nú gulur. Dældirnar hafa verið staðsettar suðaustur af Bárðarbunguöskjunni líklega innan vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum. Sprungumyndanirnar eru þrjár og hringlaga, samanlagt um 5 km að lengd. Um er að ræða svæði þar sem jökullinn er um 400-600 metrar að þykkt. Búið er að kanna vatnsstöðu Grímsvatna sem talin er að hafi hækkað um 5-10 m á síðustu dögum, sem samsvarar því að 10-30 milljón rúmmetrum af vatni hafi bæst í vötnin. Örlítil aukning í leiðni í Köldukvísl mældist í morgun, orsök eru óþekkt. Engin breyting hefur mælst í Hágöngulóni og engin breyting í Jökulsá eða Skjálfandafljóti. Talið er að vatn frá sigdældinni hafi runnið í Grímsvötn eða til Jökulsár á Fjöllum. Skjálftavirkni er svipuð og undanfarna daga. Um miðnættið voru þrír skjálftar u.þ.b. 4 stig að stærð og einn 5 stig að stærð kl. 08:13 í morgun, allir í Bárðarbungu. Skömmu fyrir kl. 08 í morgun jókst skjálftavirkni lítillega í Öskju. Talið er að spennubreytingar vegna gliðnunar af völdum berggangsins hafi áhrif á Öskusvæðinu. Berggangurinn undir Dyngjujökli hefur lengst 1-1,5 km til norðurs síðan í gær, sem er töluvert minna en undanfarna daga. Hann er nú kominn inn í sprungusvæði Öskju og GPS-mælingar benda til þess að verulegra áhrifa gæti þar.Niðurstaða fundar vísindamannaráðs Almannavarna (upplýsingablað) verður áfram gefin út um hádegið og eftir fundi ráðsins, gerist þess þörf. Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Bárðarbunga Tengdar fréttir Skjálfti af stærð fimm við Bárðarbungu Jarðskjálfti af stærðinni 5 stig reið yfir 6,9 kílómetra austnorðaustur af Bárðarbungu korter yfir átta í morgun. Skjálftinn varð á þriggja kílómetra dýpi. 28. ágúst 2014 09:03 Tuttuguföld gliðnun lands við Vatnajökul Færsla á yfirborði við Vatnajökul mælist 40 sentímetrar, en gliðnunin er ennþá meiri við bergganginn. Færslur á yfirborði mælast í 60 kílómetra fjarlægð frá ganginum. 4,5 stiga jarðskjálfti mældist við Öskju, sá harðasti í tvo áratugi. 28. ágúst 2014 10:00 Færri skjálftar og enginn gosórói Sterkar líkur eru á að flóð eða jökulhlaup sé yfirvofandi í Jökulsá á Fjöllum eða í Grímsvötnum og þá niður á Skeiðarársand, eftir að vísindamenn sáu óvænt þrjár stórar sigdældir suðaustanvert í Bárðarbungu á flugi yfir svæðið undir kvöld í gær. 28. ágúst 2014 07:09 Tveir skjálftar yfir fimm stigum og einn stór nærri Öskju Meiri skjálftavirkni var á Bárðarbungusvæðinu í nótt en í fyrrinótt og mældust um 500 skjálftar frá miðnætti til klukkan sex í morgun. Þar af mældust tveir yfir fimm stig og fjölmargir skjálftar upp á tvö til þrjú stig mældust einnig. 27. ágúst 2014 07:05 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
Litakóði fyrir flug yfir Öskju hefur verið hækkaður í gult. Er það til marks um að eldstöðin sýni nokkur merki um virkni, umfram venjulegt ástand. Litakóði fyrir flug yfir Bárðarbungu verður áfram appelsínugulur. Þetta er meðal niðurstaðna af fundi vísindamannaráðs Almannavarna fyrir hádegi í dag. Ekki hefur orðið vart við breytingar á Vatnajökli frá því að sprungur sáust í jöklinum í suðaustanverðri Bárðarbungu í gærkvöldi. Berggangurinn undir Dyngjujökli hefur lengst 1-1,5 km til norðurs síðan í gær, sem er töluvert minna en undanfarna daga. Hann er nú kominn inn í sprungusvæði Öskju og GPS-mælingar benda til þess að verulegra áhrifa gæti þar. Flogið var yfir Bárðarbungu og svæðið umhverfis í morgun og yfirborð jökulsins kannað. Ekki varð vart við breytingar frá því að sprungur sáust í jöklinum í suðaustanverðri Bárðarbungu í gærkvöldi. Talið er að þær hafi myndast vegna bráðnunar við botn. Litakóði fyrir flug er appelsínugulur yfir Bárðarbungu en litakóði fyrir flug yfir Öskju er nú gulur. Dældirnar hafa verið staðsettar suðaustur af Bárðarbunguöskjunni líklega innan vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum. Sprungumyndanirnar eru þrjár og hringlaga, samanlagt um 5 km að lengd. Um er að ræða svæði þar sem jökullinn er um 400-600 metrar að þykkt. Búið er að kanna vatnsstöðu Grímsvatna sem talin er að hafi hækkað um 5-10 m á síðustu dögum, sem samsvarar því að 10-30 milljón rúmmetrum af vatni hafi bæst í vötnin. Örlítil aukning í leiðni í Köldukvísl mældist í morgun, orsök eru óþekkt. Engin breyting hefur mælst í Hágöngulóni og engin breyting í Jökulsá eða Skjálfandafljóti. Talið er að vatn frá sigdældinni hafi runnið í Grímsvötn eða til Jökulsár á Fjöllum. Skjálftavirkni er svipuð og undanfarna daga. Um miðnættið voru þrír skjálftar u.þ.b. 4 stig að stærð og einn 5 stig að stærð kl. 08:13 í morgun, allir í Bárðarbungu. Skömmu fyrir kl. 08 í morgun jókst skjálftavirkni lítillega í Öskju. Talið er að spennubreytingar vegna gliðnunar af völdum berggangsins hafi áhrif á Öskusvæðinu. Berggangurinn undir Dyngjujökli hefur lengst 1-1,5 km til norðurs síðan í gær, sem er töluvert minna en undanfarna daga. Hann er nú kominn inn í sprungusvæði Öskju og GPS-mælingar benda til þess að verulegra áhrifa gæti þar.Niðurstaða fundar vísindamannaráðs Almannavarna (upplýsingablað) verður áfram gefin út um hádegið og eftir fundi ráðsins, gerist þess þörf. Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Skjálfti af stærð fimm við Bárðarbungu Jarðskjálfti af stærðinni 5 stig reið yfir 6,9 kílómetra austnorðaustur af Bárðarbungu korter yfir átta í morgun. Skjálftinn varð á þriggja kílómetra dýpi. 28. ágúst 2014 09:03 Tuttuguföld gliðnun lands við Vatnajökul Færsla á yfirborði við Vatnajökul mælist 40 sentímetrar, en gliðnunin er ennþá meiri við bergganginn. Færslur á yfirborði mælast í 60 kílómetra fjarlægð frá ganginum. 4,5 stiga jarðskjálfti mældist við Öskju, sá harðasti í tvo áratugi. 28. ágúst 2014 10:00 Færri skjálftar og enginn gosórói Sterkar líkur eru á að flóð eða jökulhlaup sé yfirvofandi í Jökulsá á Fjöllum eða í Grímsvötnum og þá niður á Skeiðarársand, eftir að vísindamenn sáu óvænt þrjár stórar sigdældir suðaustanvert í Bárðarbungu á flugi yfir svæðið undir kvöld í gær. 28. ágúst 2014 07:09 Tveir skjálftar yfir fimm stigum og einn stór nærri Öskju Meiri skjálftavirkni var á Bárðarbungusvæðinu í nótt en í fyrrinótt og mældust um 500 skjálftar frá miðnætti til klukkan sex í morgun. Þar af mældust tveir yfir fimm stig og fjölmargir skjálftar upp á tvö til þrjú stig mældust einnig. 27. ágúst 2014 07:05 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
Skjálfti af stærð fimm við Bárðarbungu Jarðskjálfti af stærðinni 5 stig reið yfir 6,9 kílómetra austnorðaustur af Bárðarbungu korter yfir átta í morgun. Skjálftinn varð á þriggja kílómetra dýpi. 28. ágúst 2014 09:03
Tuttuguföld gliðnun lands við Vatnajökul Færsla á yfirborði við Vatnajökul mælist 40 sentímetrar, en gliðnunin er ennþá meiri við bergganginn. Færslur á yfirborði mælast í 60 kílómetra fjarlægð frá ganginum. 4,5 stiga jarðskjálfti mældist við Öskju, sá harðasti í tvo áratugi. 28. ágúst 2014 10:00
Færri skjálftar og enginn gosórói Sterkar líkur eru á að flóð eða jökulhlaup sé yfirvofandi í Jökulsá á Fjöllum eða í Grímsvötnum og þá niður á Skeiðarársand, eftir að vísindamenn sáu óvænt þrjár stórar sigdældir suðaustanvert í Bárðarbungu á flugi yfir svæðið undir kvöld í gær. 28. ágúst 2014 07:09
Tveir skjálftar yfir fimm stigum og einn stór nærri Öskju Meiri skjálftavirkni var á Bárðarbungusvæðinu í nótt en í fyrrinótt og mældust um 500 skjálftar frá miðnætti til klukkan sex í morgun. Þar af mældust tveir yfir fimm stig og fjölmargir skjálftar upp á tvö til þrjú stig mældust einnig. 27. ágúst 2014 07:05