„Erfitt að útskýra með öðru en að þarna sé töluverður hiti undir“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2014 22:34 Víðir Reynisson við störf. Vísir/Valli „Það er erfitt að útskýra þetta með öðru en að þarna sé töluverður hiti undir,“ sagði Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnardeildar, í tíufréttum RÚV í kvöld. Víðir brá sér útaf fundi jarðvísindamanna og fulltrúa Veðurstofunnar í húsakynnum Veðurstofunnar í kvöld. Til fundarins var boðað vegna nýrra sigkatla sem sérfræðingar greindu í flugi yfir jarðhræringarsvæði suðaustur af Bárðarbungu í dag. Víðir sagði ekki hægt að fullyrða að svo stöddu að um eldgos væri að ræða. „Það er erfitt að segja til um að. Aðstæður í fluginu voru erfiðar í kvöld,“ sagði Víðir. Hins vegar sé það mat manna að sigkatlarnir sem sáust í dag hafi ekki verið þar er flogið var yfir jökulinn á laugardaginn. „Það var mat Magnúsar Tuma að sigkatlarnir væru ekki mjög gamlir,“ sagði Víðir og vísaði til orða Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðeðlisfræðings sem var í fluginu í dag. Víðir sagði að enn sem komið er væri ekki að sjá breytingar í vatnsflæði í Jökulsá á Fjöllum. Katlarnir væru á mörkum vantaskila Jökulsár á Fjöllum og Grímsvatna. Víðir segir sigdældirnar 4-6 kílómetra á lengd og verði farið í flug strax í birtingu í fyrramálið til að meta aðstæður að nýju. Þá sé verið að yfirfara tölur á mælum Veðurstofunnar til að athuga hvort þeim hafi nokkuð yfirsést atburður. „Skjálftavirknin er svo gríðarlega að það hverfur svo mikið í þann hávaða.“ Víðir sagði almannavarnadeild lögreglu telja sig hafa góðan tíma til þess að meta hvort rýma þyrfti nærliggjandi svæði. „Við teljum okkur hafa góðan tíma vegna þess hve góð tæki við höfum til mælinga,“ sagði Víðir og rauk aftur inn á fundinn. Víðir hélt að því loknu aftur á fundinn en reiknað er með að fundað verði fram á nótt.Uppfært klukkan 23:00 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sendi frá sér tilkynningu rétt fyrir klukkan ellefu. Hana má heyra í heild sinni hér að neðan: Vísindamenn hafa orðið varir við breytingar í norðvestanverðum Vatnajökli. Farið var í vísindamannaflug með TF-SIF yfir jökulinn í dag. Markmiðið með ferðinni var að greina frekar svæðið þar sem jarðskjálftahrinan hefur verið undanfarna daga. Í fluginu sáust grunnir sigkatlar og sprungur 4–6 km langar við suðaustanverða Bárðarbungu. Þarna er um 400 til 600 metra þykkur ís. Svæðið er við vatnaskil Jökulsár á Fjöllum og Grímsvatna. Vísindamenn eru að funda um atburðinn og áætlað er að fljúga aftur yfir svæðið í fyrramálið. Engin merki eru um gosóróa. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð hefur verið virkjuð vegna þessara atburða. Bárðarbunga Tengdar fréttir Nýir sigkatlar gætu bent til goss Fjögurra til sex kílómetra langar sprungur hafa myndast sunnan við af Bárðarbungu. Þetta staðfestir starfsmaður Veðurstofu Íslands. 27. ágúst 2014 21:56 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
„Það er erfitt að útskýra þetta með öðru en að þarna sé töluverður hiti undir,“ sagði Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnardeildar, í tíufréttum RÚV í kvöld. Víðir brá sér útaf fundi jarðvísindamanna og fulltrúa Veðurstofunnar í húsakynnum Veðurstofunnar í kvöld. Til fundarins var boðað vegna nýrra sigkatla sem sérfræðingar greindu í flugi yfir jarðhræringarsvæði suðaustur af Bárðarbungu í dag. Víðir sagði ekki hægt að fullyrða að svo stöddu að um eldgos væri að ræða. „Það er erfitt að segja til um að. Aðstæður í fluginu voru erfiðar í kvöld,“ sagði Víðir. Hins vegar sé það mat manna að sigkatlarnir sem sáust í dag hafi ekki verið þar er flogið var yfir jökulinn á laugardaginn. „Það var mat Magnúsar Tuma að sigkatlarnir væru ekki mjög gamlir,“ sagði Víðir og vísaði til orða Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðeðlisfræðings sem var í fluginu í dag. Víðir sagði að enn sem komið er væri ekki að sjá breytingar í vatnsflæði í Jökulsá á Fjöllum. Katlarnir væru á mörkum vantaskila Jökulsár á Fjöllum og Grímsvatna. Víðir segir sigdældirnar 4-6 kílómetra á lengd og verði farið í flug strax í birtingu í fyrramálið til að meta aðstæður að nýju. Þá sé verið að yfirfara tölur á mælum Veðurstofunnar til að athuga hvort þeim hafi nokkuð yfirsést atburður. „Skjálftavirknin er svo gríðarlega að það hverfur svo mikið í þann hávaða.“ Víðir sagði almannavarnadeild lögreglu telja sig hafa góðan tíma til þess að meta hvort rýma þyrfti nærliggjandi svæði. „Við teljum okkur hafa góðan tíma vegna þess hve góð tæki við höfum til mælinga,“ sagði Víðir og rauk aftur inn á fundinn. Víðir hélt að því loknu aftur á fundinn en reiknað er með að fundað verði fram á nótt.Uppfært klukkan 23:00 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sendi frá sér tilkynningu rétt fyrir klukkan ellefu. Hana má heyra í heild sinni hér að neðan: Vísindamenn hafa orðið varir við breytingar í norðvestanverðum Vatnajökli. Farið var í vísindamannaflug með TF-SIF yfir jökulinn í dag. Markmiðið með ferðinni var að greina frekar svæðið þar sem jarðskjálftahrinan hefur verið undanfarna daga. Í fluginu sáust grunnir sigkatlar og sprungur 4–6 km langar við suðaustanverða Bárðarbungu. Þarna er um 400 til 600 metra þykkur ís. Svæðið er við vatnaskil Jökulsár á Fjöllum og Grímsvatna. Vísindamenn eru að funda um atburðinn og áætlað er að fljúga aftur yfir svæðið í fyrramálið. Engin merki eru um gosóróa. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð hefur verið virkjuð vegna þessara atburða.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Nýir sigkatlar gætu bent til goss Fjögurra til sex kílómetra langar sprungur hafa myndast sunnan við af Bárðarbungu. Þetta staðfestir starfsmaður Veðurstofu Íslands. 27. ágúst 2014 21:56 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
Nýir sigkatlar gætu bent til goss Fjögurra til sex kílómetra langar sprungur hafa myndast sunnan við af Bárðarbungu. Þetta staðfestir starfsmaður Veðurstofu Íslands. 27. ágúst 2014 21:56