Er meyjarhaftið mýta? sigga dögg kynfræðingur skrifar 25. ágúst 2014 13:00 Meyjarhaftið getur haft misjafna lögun og er ansi teygjanlegur vefur. Mynd/Skjáskot Samkvæmt orðabókinni er meyjarhaft skilgreint sem „slímhimnufelling sem hylur op legganganna að hluta, rofnar oftast við fyrstu samfarir“. Þetta var og er kennt í líffræði og kynfræðslu. En þetta er ekki rétt! Yfir, í kringum eða við leggangaopið er svokallað meyjarhaft (sem vantar betra orð því þetta er engin hindrun) sem getur verið mjög óreglulegt í lögun. Það lokar ekki leggöngunum heldur er svona í kringum það. Þessi vefur brotnar niður eða minnkar þegar kynþroska er náð með tilkomu hormónaferlis sem fer af stað. Það þarf því ekki að rjúfa meyjarhaftið sérstaklega og það rofnar ekki útaf hestbaki, fimleikum, sjálfsfróun eða hjólreiðatúrum. Þú getur hafa stundað fullt af sjálfsfróun og notað túrtappa og enn verið með leifar af meyjarhafti eða jafnvel var það löngu farið því þitt var þannig í laginu. Ef leggangaopinu væri lokað með sérstöku meyjarhafti þá getur þú rétt ímyndað þér magnið af uppsöfnuðu túrblóði sem myndi gossast út við fyrstu innsetingu einhvers inn í leggöng. Hjá flestum er ekkert sem lokar leggöngunum. (Í einstaka tilfellum hylur vefurinn leggangaopið og þá gæti verið gott að kíkja til læknis ef þú þarft aðstoð við að rjúfa það. Best að prófa fyrst sjálf með fingri og ef það gengur ekki, þá fara til læknis) Ef það blæðir við fyrstu samfarir þá er það vegna þess að litlar rifur myndast í meyjarhaftið en það nær yfirleitt að gróa á um sólahring. Það er því ekki verið að rjúfa sérstaklega meyjarhaftið. Einnig getur blæðing verið því viðkomandi var ekki nægilega afslöppuð (ekki tilbúin) og því ekki nægjanlega blaut og við innsetningu lims inn í leggöng myndast litlar rifur sem úr blæðir. Þú getur því ekki rýnt í píku og séð hvort hún hafi stundað kynlíf eða ekki, ekki frekar en að það sé hægt á typpum. Þetta er mjög mikilvægur fróðleikur fyrir alla, unga sem aldna. Sænsku kynfræðisamtökin tóku saman frábæran bækling um þetta og bandaríska unglingasíðan Scarleteen gerði pistil um þetta, sem og kynfræðirokkstjarnan Betty Dodoson. Breiddu út fagnaðarerindið, meyjarhaftið eins og við þekkjum það, er mýta. Heilsa Lífið Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Kvöddu með stæl Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Samkvæmt orðabókinni er meyjarhaft skilgreint sem „slímhimnufelling sem hylur op legganganna að hluta, rofnar oftast við fyrstu samfarir“. Þetta var og er kennt í líffræði og kynfræðslu. En þetta er ekki rétt! Yfir, í kringum eða við leggangaopið er svokallað meyjarhaft (sem vantar betra orð því þetta er engin hindrun) sem getur verið mjög óreglulegt í lögun. Það lokar ekki leggöngunum heldur er svona í kringum það. Þessi vefur brotnar niður eða minnkar þegar kynþroska er náð með tilkomu hormónaferlis sem fer af stað. Það þarf því ekki að rjúfa meyjarhaftið sérstaklega og það rofnar ekki útaf hestbaki, fimleikum, sjálfsfróun eða hjólreiðatúrum. Þú getur hafa stundað fullt af sjálfsfróun og notað túrtappa og enn verið með leifar af meyjarhafti eða jafnvel var það löngu farið því þitt var þannig í laginu. Ef leggangaopinu væri lokað með sérstöku meyjarhafti þá getur þú rétt ímyndað þér magnið af uppsöfnuðu túrblóði sem myndi gossast út við fyrstu innsetingu einhvers inn í leggöng. Hjá flestum er ekkert sem lokar leggöngunum. (Í einstaka tilfellum hylur vefurinn leggangaopið og þá gæti verið gott að kíkja til læknis ef þú þarft aðstoð við að rjúfa það. Best að prófa fyrst sjálf með fingri og ef það gengur ekki, þá fara til læknis) Ef það blæðir við fyrstu samfarir þá er það vegna þess að litlar rifur myndast í meyjarhaftið en það nær yfirleitt að gróa á um sólahring. Það er því ekki verið að rjúfa sérstaklega meyjarhaftið. Einnig getur blæðing verið því viðkomandi var ekki nægilega afslöppuð (ekki tilbúin) og því ekki nægjanlega blaut og við innsetningu lims inn í leggöng myndast litlar rifur sem úr blæðir. Þú getur því ekki rýnt í píku og séð hvort hún hafi stundað kynlíf eða ekki, ekki frekar en að það sé hægt á typpum. Þetta er mjög mikilvægur fróðleikur fyrir alla, unga sem aldna. Sænsku kynfræðisamtökin tóku saman frábæran bækling um þetta og bandaríska unglingasíðan Scarleteen gerði pistil um þetta, sem og kynfræðirokkstjarnan Betty Dodoson. Breiddu út fagnaðarerindið, meyjarhaftið eins og við þekkjum það, er mýta.
Heilsa Lífið Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Kvöddu með stæl Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið