Grannt fylgst með ferðum fólks við Jökulsárgljúfur Hrund Þórsdóttir skrifar 21. ágúst 2014 21:15 Dettifoss er aflmesti foss Íslands, 45 metra hár og rúmlega 100 metra breiður. Hann er svo sannarlega tignarlegur á að líta en í stóru flóði gæti ásýnd hans breyst mikið. Fossinn hefur raunar breyst talsvert undanfarin ár. „Það bendir til þess að bergið undir honum sé veikt að einhverju leyti og það er mjög líklegt ef til flóðs kæmi að það myndi bera með sér til dæmis jaka og mikinn sand svo það er líklegt að það myndi étast eitthvað af honum,“ segir Hjörleifur Finnsson, þjóðgarðsvörður á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.Og hefurðu áhyggjur af þessu? „Nei, en sem grín má skjóta því að að landamerki þjóðgarðsins eru beint við fossinn þannig að ég geri ráð fyrir að þjóðgarðurinn stækki við þessar breytingar,“ segir Hjörleifur. Það er ekki bara á hálendinu sem svæðum hefur verið lokað því í grennd við Dettifoss er ein gönguleið lokuð. Áætlað er að um sex tíma tæki að rýma Ásbyrgi og Jökulsárgljúfur ef til eldgoss kæmi.Getið þið tryggt öryggi fólks sem yrði statt hér ef til goss kæmi? „Það virðist vera, miðað við þá lágmarksfyrirvara sem vísindamenn eru sammála um. Það er hraðinn á vatninu sem skiptir máli og við álítum að við hefðum nægan tíma til að bregðast við,“ segir Hjörleifur. Hjörleifur segir slæmt ef óvissuástand dregst á langinn.Hvernig finnst þér ástandið leggjast í ferðamenn? „Eins og ég sá áðan í gestabók sem ég var að lesa finnst sumum þetta vera ævintýri.“ „Það að hafa Dettifoss út af fyrir okkur, eiga vingjarnlegar samræður við þjóðgarðsvörðinn, og spennan vegna jarðskjálftanna gera þessa dvöl hér ógleymanlega.“ Aðrir hræðast hugsanlegar hamfarir en pólskur ferðamaður við Dettifoss hafði ekkert heyrt af þeim. „Það væri mjög áhugavert að sjá þetta eldgos sérstaklega fyrir fólk sem hefur aldrei séð neitt slíku líkt gerast áður,“ segir pólski ferðamaðurinn Mircin Kwit. Bárðarbunga Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
Dettifoss er aflmesti foss Íslands, 45 metra hár og rúmlega 100 metra breiður. Hann er svo sannarlega tignarlegur á að líta en í stóru flóði gæti ásýnd hans breyst mikið. Fossinn hefur raunar breyst talsvert undanfarin ár. „Það bendir til þess að bergið undir honum sé veikt að einhverju leyti og það er mjög líklegt ef til flóðs kæmi að það myndi bera með sér til dæmis jaka og mikinn sand svo það er líklegt að það myndi étast eitthvað af honum,“ segir Hjörleifur Finnsson, þjóðgarðsvörður á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.Og hefurðu áhyggjur af þessu? „Nei, en sem grín má skjóta því að að landamerki þjóðgarðsins eru beint við fossinn þannig að ég geri ráð fyrir að þjóðgarðurinn stækki við þessar breytingar,“ segir Hjörleifur. Það er ekki bara á hálendinu sem svæðum hefur verið lokað því í grennd við Dettifoss er ein gönguleið lokuð. Áætlað er að um sex tíma tæki að rýma Ásbyrgi og Jökulsárgljúfur ef til eldgoss kæmi.Getið þið tryggt öryggi fólks sem yrði statt hér ef til goss kæmi? „Það virðist vera, miðað við þá lágmarksfyrirvara sem vísindamenn eru sammála um. Það er hraðinn á vatninu sem skiptir máli og við álítum að við hefðum nægan tíma til að bregðast við,“ segir Hjörleifur. Hjörleifur segir slæmt ef óvissuástand dregst á langinn.Hvernig finnst þér ástandið leggjast í ferðamenn? „Eins og ég sá áðan í gestabók sem ég var að lesa finnst sumum þetta vera ævintýri.“ „Það að hafa Dettifoss út af fyrir okkur, eiga vingjarnlegar samræður við þjóðgarðsvörðinn, og spennan vegna jarðskjálftanna gera þessa dvöl hér ógleymanlega.“ Aðrir hræðast hugsanlegar hamfarir en pólskur ferðamaður við Dettifoss hafði ekkert heyrt af þeim. „Það væri mjög áhugavert að sjá þetta eldgos sérstaklega fyrir fólk sem hefur aldrei séð neitt slíku líkt gerast áður,“ segir pólski ferðamaðurinn Mircin Kwit.
Bárðarbunga Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira