Pavel: Yrði alveg sáttur með að þetta yrði síðasti leikurinn minn á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson í London skrifar 20. ágúst 2014 09:00 Pavel í leik Íslands og Bretlands á dögunum. Vísir/Vilhelm Pavel Ermolinskij hvíldi í leiknum í Bosníu eftir að hafa gefið 14 stoðsendingar í sigrinum á Bretum. Hann verður með íslenska liðinu í London í kvöld í leiknum mikilvæga á móti Bretlandi þar sem sigur tryggir íslenska liðinu annað sætið í riðlinum og svo gott sem sæti á Evrópumótinu í körfubolta. „Staðan á mér er bara ágæt. Hún var slæm eftir fyrri Englandsleikinn og við ákváðum bara að ég myndi hvíla Bosníuleikinn vegna þess að það var stutt frí þarna á milli. Þetta er mikilvægari leikur," sagði Pavel Ermolinskij sem ætlar að gefa allt í þetta í kvöld. „Ég er klár. Ég er ekkert lítill í mér og ef að þetta er síðasti leikurinn minn á ferlinum þá er ég bara sáttur með það því þeir gerast ekki stærri," sagði Pavel. En var ekki erfitt að missa af síðasta leik á bekknum? „Það var mjög erfitt og sérstaklega eftir að maður var kominn í húsið og sá þessa stemningu. Strákarnir stóðu sig síðan frábærlega og mér langaði að vera hluti af því. Ég reyni stundum að vera skynsamur og þarna fékk skynsemin en ekki hjartað að ráða," sagði Pavel en býst hann við öðruvísi leik en þegar liðið vann Bretana með 13 stigum í Höllinni. „Vonandi verður þetta bara eins leikur og í Höllinni. Það getur vel verið að þeir breyti einhverju hjá sér. Við munum náttúrulega breyta hjá okkur því við fengum einhvern gamlan ref inn. Vonandi getur hann gert eitthvað en við ætlum annar að halda áfram að gera það sama," sagði Pavel um endurkomu Jóns Arnórs Stefánssonar í íslenska liðið. „Það er hundleiðinlegt að spila á móti okkur því við erum litlir og leiðinlegir. Við ætlum bara að halda því áfram," sagði Pavel og EM-sæti er hugsanlega í húfi í kvöld. „Það er ótrúlega mikið í húfi og það er bara gaman. Það er ekki oft sem við í landsliðinu höfum spilað leiki þar sem það er bara undir okkur komið að gera stóra hluti. Við erum ekki alveg að ná þessu ennþá sem er bara fínt svo við förum ekki að setja einhverja óþarfa pressu á okkur. Við verðum bara að vera meðvitaðir um þetta og spila síðan bara okkar leik," sagði Pavel. „Við megum ekki byrja að spila eitthvað öðruvísi af því að þetta er mikilvægur leikur. Við spilum bara okkar bolta eins og við höfum alltaf gert," sagði Pavel að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar sá til þess að Bretarnir njósnuðu ekki á æfingu Íslands Aðstoðarþjálfari landsliðsins fór yfir allar myndavélarnar í húsinu. 19. ágúst 2014 19:13 Mættur til að gera það sem þjálfarinn segir mér að gera Jón Arnór Stefánsson hitti landsliðið í London í gær og segist vera í góðu standi fyrir leikinn mikilvæga. 20. ágúst 2014 06:00 Enginn Stefánsson upp á stigatöflunni Bretarnir þurfa að breyta stigatöflunni fyrir leikinn á morgun. 19. ágúst 2014 19:09 Elvar Már og Ólafur detta út úr hópnum Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon koma inn fyrir Suðurnesjamennina. 19. ágúst 2014 20:25 Ísland aldrei tapað í Koparkassanum í London Landsleikurinn gegn Bretlandi annað kvöld fer fram í íþróttahöll þar sem Ísland hefur aldrei tapað. 19. ágúst 2014 07:00 Jón Arnór verður með Íslandi gegn Bretum Besti körfuknattleiksmaður þjóðarinnar tekur áhættuna og ætlar að hjálpa til við að koma Íslandi á EM 2015. 19. ágúst 2014 06:00 Jón Arnór mættur til London: Sumir segja að ég sé "glory hunter“ "Það kviknaði á gamla keppnismanninum og ég varð bara að taka þátt í þessu," segir Jón Arnór Stefánsson sem er mættur til London. 19. ágúst 2014 14:01 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira
Pavel Ermolinskij hvíldi í leiknum í Bosníu eftir að hafa gefið 14 stoðsendingar í sigrinum á Bretum. Hann verður með íslenska liðinu í London í kvöld í leiknum mikilvæga á móti Bretlandi þar sem sigur tryggir íslenska liðinu annað sætið í riðlinum og svo gott sem sæti á Evrópumótinu í körfubolta. „Staðan á mér er bara ágæt. Hún var slæm eftir fyrri Englandsleikinn og við ákváðum bara að ég myndi hvíla Bosníuleikinn vegna þess að það var stutt frí þarna á milli. Þetta er mikilvægari leikur," sagði Pavel Ermolinskij sem ætlar að gefa allt í þetta í kvöld. „Ég er klár. Ég er ekkert lítill í mér og ef að þetta er síðasti leikurinn minn á ferlinum þá er ég bara sáttur með það því þeir gerast ekki stærri," sagði Pavel. En var ekki erfitt að missa af síðasta leik á bekknum? „Það var mjög erfitt og sérstaklega eftir að maður var kominn í húsið og sá þessa stemningu. Strákarnir stóðu sig síðan frábærlega og mér langaði að vera hluti af því. Ég reyni stundum að vera skynsamur og þarna fékk skynsemin en ekki hjartað að ráða," sagði Pavel en býst hann við öðruvísi leik en þegar liðið vann Bretana með 13 stigum í Höllinni. „Vonandi verður þetta bara eins leikur og í Höllinni. Það getur vel verið að þeir breyti einhverju hjá sér. Við munum náttúrulega breyta hjá okkur því við fengum einhvern gamlan ref inn. Vonandi getur hann gert eitthvað en við ætlum annar að halda áfram að gera það sama," sagði Pavel um endurkomu Jóns Arnórs Stefánssonar í íslenska liðið. „Það er hundleiðinlegt að spila á móti okkur því við erum litlir og leiðinlegir. Við ætlum bara að halda því áfram," sagði Pavel og EM-sæti er hugsanlega í húfi í kvöld. „Það er ótrúlega mikið í húfi og það er bara gaman. Það er ekki oft sem við í landsliðinu höfum spilað leiki þar sem það er bara undir okkur komið að gera stóra hluti. Við erum ekki alveg að ná þessu ennþá sem er bara fínt svo við förum ekki að setja einhverja óþarfa pressu á okkur. Við verðum bara að vera meðvitaðir um þetta og spila síðan bara okkar leik," sagði Pavel. „Við megum ekki byrja að spila eitthvað öðruvísi af því að þetta er mikilvægur leikur. Við spilum bara okkar bolta eins og við höfum alltaf gert," sagði Pavel að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar sá til þess að Bretarnir njósnuðu ekki á æfingu Íslands Aðstoðarþjálfari landsliðsins fór yfir allar myndavélarnar í húsinu. 19. ágúst 2014 19:13 Mættur til að gera það sem þjálfarinn segir mér að gera Jón Arnór Stefánsson hitti landsliðið í London í gær og segist vera í góðu standi fyrir leikinn mikilvæga. 20. ágúst 2014 06:00 Enginn Stefánsson upp á stigatöflunni Bretarnir þurfa að breyta stigatöflunni fyrir leikinn á morgun. 19. ágúst 2014 19:09 Elvar Már og Ólafur detta út úr hópnum Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon koma inn fyrir Suðurnesjamennina. 19. ágúst 2014 20:25 Ísland aldrei tapað í Koparkassanum í London Landsleikurinn gegn Bretlandi annað kvöld fer fram í íþróttahöll þar sem Ísland hefur aldrei tapað. 19. ágúst 2014 07:00 Jón Arnór verður með Íslandi gegn Bretum Besti körfuknattleiksmaður þjóðarinnar tekur áhættuna og ætlar að hjálpa til við að koma Íslandi á EM 2015. 19. ágúst 2014 06:00 Jón Arnór mættur til London: Sumir segja að ég sé "glory hunter“ "Það kviknaði á gamla keppnismanninum og ég varð bara að taka þátt í þessu," segir Jón Arnór Stefánsson sem er mættur til London. 19. ágúst 2014 14:01 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira
Arnar sá til þess að Bretarnir njósnuðu ekki á æfingu Íslands Aðstoðarþjálfari landsliðsins fór yfir allar myndavélarnar í húsinu. 19. ágúst 2014 19:13
Mættur til að gera það sem þjálfarinn segir mér að gera Jón Arnór Stefánsson hitti landsliðið í London í gær og segist vera í góðu standi fyrir leikinn mikilvæga. 20. ágúst 2014 06:00
Enginn Stefánsson upp á stigatöflunni Bretarnir þurfa að breyta stigatöflunni fyrir leikinn á morgun. 19. ágúst 2014 19:09
Elvar Már og Ólafur detta út úr hópnum Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon koma inn fyrir Suðurnesjamennina. 19. ágúst 2014 20:25
Ísland aldrei tapað í Koparkassanum í London Landsleikurinn gegn Bretlandi annað kvöld fer fram í íþróttahöll þar sem Ísland hefur aldrei tapað. 19. ágúst 2014 07:00
Jón Arnór verður með Íslandi gegn Bretum Besti körfuknattleiksmaður þjóðarinnar tekur áhættuna og ætlar að hjálpa til við að koma Íslandi á EM 2015. 19. ágúst 2014 06:00
Jón Arnór mættur til London: Sumir segja að ég sé "glory hunter“ "Það kviknaði á gamla keppnismanninum og ég varð bara að taka þátt í þessu," segir Jón Arnór Stefánsson sem er mættur til London. 19. ágúst 2014 14:01