15 dagar eftir af veiðitímanum í Þingvallavatni Karl Lúðvíksson skrifar 31. ágúst 2014 10:37 Veiði í Þingvallavatni lýkur 15. september en andstætt því sem oft er haldið fram er haustið oft mjög skemmtilegur veiðitími við vatnið. Veiðitölurnar eru kannski ekki mjög háar en engu að síður veiðast oft stórar bleikjur á þessum tíma og eins verða veiðimenn meira varir við urriða þegar líður á haustið. Besti tíminn til að ná bleikjunni er sem fyrr á morgnana en urriðinn hefur mest verið að taka á kvöldin og þá sérstaklega í ljósaskiptunum. Veiðimenn eru hvattir til að sleppa öllum urriða aftur í vatnið. Ólafsdráttur opnast aftur fyrir veiði á morgun en hann hefur verið friðaður frá 1. júlí vegna hrygningar og þarna má oft sjá stóru bleikjurnar stutt frá landi. Það er rétt að benda veiðimönnum á að sleppa Kuðungableikjunni á þessum árstíma því hún þykir ekki góð til matar. Fyrstu urriðarnir eru komnir í Öxará og það er ótrúleg sjón að sjá þessa stórfiska neðan við fossinn úr Drekkingarhyl þegar þeir raða sér saman niður strenginn og bíða hrygningar. Stangveiði Mest lesið Ytri Rangá komin í 7.224 Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Dagbók Urriða - Hlaðvarp um veiði Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Flott opnun í Grímsá Veiði Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Ennþá góður reytingur í Ytri Rangá Veiði Fengu 17 laxa á eina stöng í Elliðaánum Veiði Aflahæstu árnar flestar yfir veiðinni í fyrra Veiði 99,4 sm lax úr Sandá í Þjórsárdal í gær Veiði
Veiði í Þingvallavatni lýkur 15. september en andstætt því sem oft er haldið fram er haustið oft mjög skemmtilegur veiðitími við vatnið. Veiðitölurnar eru kannski ekki mjög háar en engu að síður veiðast oft stórar bleikjur á þessum tíma og eins verða veiðimenn meira varir við urriða þegar líður á haustið. Besti tíminn til að ná bleikjunni er sem fyrr á morgnana en urriðinn hefur mest verið að taka á kvöldin og þá sérstaklega í ljósaskiptunum. Veiðimenn eru hvattir til að sleppa öllum urriða aftur í vatnið. Ólafsdráttur opnast aftur fyrir veiði á morgun en hann hefur verið friðaður frá 1. júlí vegna hrygningar og þarna má oft sjá stóru bleikjurnar stutt frá landi. Það er rétt að benda veiðimönnum á að sleppa Kuðungableikjunni á þessum árstíma því hún þykir ekki góð til matar. Fyrstu urriðarnir eru komnir í Öxará og það er ótrúleg sjón að sjá þessa stórfiska neðan við fossinn úr Drekkingarhyl þegar þeir raða sér saman niður strenginn og bíða hrygningar.
Stangveiði Mest lesið Ytri Rangá komin í 7.224 Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Dagbók Urriða - Hlaðvarp um veiði Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði Flott opnun í Grímsá Veiði Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Ennþá góður reytingur í Ytri Rangá Veiði Fengu 17 laxa á eina stöng í Elliðaánum Veiði Aflahæstu árnar flestar yfir veiðinni í fyrra Veiði 99,4 sm lax úr Sandá í Þjórsárdal í gær Veiði