Óvænt tap hjá New England Patriots | Öll úrslit gærdagsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 8. september 2014 09:00 Lamar Miller fagnar snertimarki sínu í sigrinum á New England Patriots í gær. Vísir/Getty New England Patriots tapaði nokkuð óvænt gegn Miami Dolphins í fyrstu umferð NFL-deildarinnar í gær þrátt fyrir að hafa verið 20-10 yfir í hálfleik á Sunlife-vellinum í Miami. NFL-deildin fór af stað síðasta fimmtudag þegar ríkjandi meistararnir, Seattle Seahawks unnu sannfærandi sigur á Green Bay Packers á heimavelli. Það voru alls þrettán leikir á dagskrá í gær en umferðinni lýkur í nótt þegar Detroit Lions tekur á móti New York Giants og leik Arizona Cardinals og San Diego Chargers. Hlutirnir byrjuðu vel fyrir Tom Brady og félaga í Patriots en þeir komust í 20-10 undir lok fyrri hálfleiksins. Það var hinsvegar allt annað Miami lið sem kom út í seinni hálfleik en heimamenn höfðu betur 23-0 í seinni hálfleik og unnu að lokum 33-20 sigur. Þetta var í fyrsta sinn í ellefu ár sem Patriots tapa fyrsta leik tímabilsins. Boðið var upp á háspennu í Atlanta þar sem nágrannaslagur fór fram þegar Atlanta Falcons tók á móti New Orleans Saints. Liðin skiptust á að ná forskotinu í fjórða leikhluta þangað til Matt Bryant, sparkari Atlanta jafnaði metin með vallarmarki þegar leikklukkan rann út. Bryant varð síðan hetja liðsins í framlengingu þegar hann skoraði annað vallarmark sem tryggði liðinu 37-34 sigur. Í Denver mætti Peyton Manning sínum gömlu félögum í Indianapolis Colts og fékk Peyton sannkallaða draumabyrjun en Denver komst í 24-0 um miðbik annars leikhluta. Leikmenn Colts voru hinsvegar ekkert á því að gefast upp og náðu að minnka muninn í sjö stig í stöðunni 24-31 en lengra komust þeir ekki. Með sigrinum varð Peyton Manning aðeins annar leikstjórnandinn í sögu deildarinnar sem hefur unnið sigur á öllum liðum deildarinnar á eftir hinum goðsagnarkennda Brett Favre. Þá varð Houston Texans við áfalli í gær í 17-6 sigri á Washington Redskins en nýliðinn Jadeveon Clowney fór meiddur af velli í fyrri hálfleik og missir líklegast af næstu 4-6 leikjum. Clowney sem er varnarmaður var valinn með fyrsta valrétt af Texans í nýliðanvalinu í vor.Fortíð og framtíð Indianapolis Colts.Vísir/GettyÚrslit gærdagsins: Atlanta Falcons 37-34 New Orleans Saints Baltimore Ravens 16-23 Cincinnati Bengals Chicago Bears 20-23 Buffalo Bills Houston Texans 17-6 Washington Redskins Kansas City Chiefs 10-26 Tennessee Titans Miami Dolphins 33-20 New England Patriots Philadelphia Eagles 34-17 Jacksonville Jaguars New York Jets 19-14 Oakland Raiders Pittsburgh Steelers 30-27 Cleveland Browns ST Louis Rams 6-34 Minnesota Vikings Dallas Cowboys 17-28 San Fransisco 49ers Tampa Ba Buccaneers 14-20 Carolina Panthers Denver Broncos 31-24 Indianapolis ColtsVernon Davis átti flottan leik í öruggum sigri á Dallas Cowboys í gær.Vísir/GettyMyndbönd af NFL.com:Öll snertimörk gærdagsinsJulius Thomas var frábær í gærFrábært snertimark hjá Cordarrelle Patterson NFL Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Stefna hátt með nýjum stjórnendum Í beinni: Víkingur - Þór/KA | Spennandi slagur í Víkinni Í beinni: Tindastóll - FHL | Sögulegur leikur á Króknum Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Sjá meira
New England Patriots tapaði nokkuð óvænt gegn Miami Dolphins í fyrstu umferð NFL-deildarinnar í gær þrátt fyrir að hafa verið 20-10 yfir í hálfleik á Sunlife-vellinum í Miami. NFL-deildin fór af stað síðasta fimmtudag þegar ríkjandi meistararnir, Seattle Seahawks unnu sannfærandi sigur á Green Bay Packers á heimavelli. Það voru alls þrettán leikir á dagskrá í gær en umferðinni lýkur í nótt þegar Detroit Lions tekur á móti New York Giants og leik Arizona Cardinals og San Diego Chargers. Hlutirnir byrjuðu vel fyrir Tom Brady og félaga í Patriots en þeir komust í 20-10 undir lok fyrri hálfleiksins. Það var hinsvegar allt annað Miami lið sem kom út í seinni hálfleik en heimamenn höfðu betur 23-0 í seinni hálfleik og unnu að lokum 33-20 sigur. Þetta var í fyrsta sinn í ellefu ár sem Patriots tapa fyrsta leik tímabilsins. Boðið var upp á háspennu í Atlanta þar sem nágrannaslagur fór fram þegar Atlanta Falcons tók á móti New Orleans Saints. Liðin skiptust á að ná forskotinu í fjórða leikhluta þangað til Matt Bryant, sparkari Atlanta jafnaði metin með vallarmarki þegar leikklukkan rann út. Bryant varð síðan hetja liðsins í framlengingu þegar hann skoraði annað vallarmark sem tryggði liðinu 37-34 sigur. Í Denver mætti Peyton Manning sínum gömlu félögum í Indianapolis Colts og fékk Peyton sannkallaða draumabyrjun en Denver komst í 24-0 um miðbik annars leikhluta. Leikmenn Colts voru hinsvegar ekkert á því að gefast upp og náðu að minnka muninn í sjö stig í stöðunni 24-31 en lengra komust þeir ekki. Með sigrinum varð Peyton Manning aðeins annar leikstjórnandinn í sögu deildarinnar sem hefur unnið sigur á öllum liðum deildarinnar á eftir hinum goðsagnarkennda Brett Favre. Þá varð Houston Texans við áfalli í gær í 17-6 sigri á Washington Redskins en nýliðinn Jadeveon Clowney fór meiddur af velli í fyrri hálfleik og missir líklegast af næstu 4-6 leikjum. Clowney sem er varnarmaður var valinn með fyrsta valrétt af Texans í nýliðanvalinu í vor.Fortíð og framtíð Indianapolis Colts.Vísir/GettyÚrslit gærdagsins: Atlanta Falcons 37-34 New Orleans Saints Baltimore Ravens 16-23 Cincinnati Bengals Chicago Bears 20-23 Buffalo Bills Houston Texans 17-6 Washington Redskins Kansas City Chiefs 10-26 Tennessee Titans Miami Dolphins 33-20 New England Patriots Philadelphia Eagles 34-17 Jacksonville Jaguars New York Jets 19-14 Oakland Raiders Pittsburgh Steelers 30-27 Cleveland Browns ST Louis Rams 6-34 Minnesota Vikings Dallas Cowboys 17-28 San Fransisco 49ers Tampa Ba Buccaneers 14-20 Carolina Panthers Denver Broncos 31-24 Indianapolis ColtsVernon Davis átti flottan leik í öruggum sigri á Dallas Cowboys í gær.Vísir/GettyMyndbönd af NFL.com:Öll snertimörk gærdagsinsJulius Thomas var frábær í gærFrábært snertimark hjá Cordarrelle Patterson
NFL Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Stefna hátt með nýjum stjórnendum Í beinni: Víkingur - Þór/KA | Spennandi slagur í Víkinni Í beinni: Tindastóll - FHL | Sögulegur leikur á Króknum Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Sjá meira