1.900 hafa nú látist úr ebóluveiru í Vestur-Afríku Atli Ísleifsson skrifar 3. september 2014 22:01 Fundað verður um ebólufaraldurinn í Genf á morgun. Vísir/AFP Starfsmenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) áætla nú að rúmlega 1.900 manns hafi látist úr ebóluveirunni í ríkjum Vestur-Afríku síðustu mánuði. Margaret Chan, forseti stofnunarinnar, segir að um 3.500 staðfest eða líkleg tilfelli hafi komið upp í Gíneu, Síerra Leóne og Líberíu og að erfiðleika gangi að ná tökum á útbreiðslunni. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin stendur fyrir fundi á morgun þar sem vænlegustu lækningameðferðirnar verða til umræðu og rætt um hvernig mögulegt sé að flýta framleiðslu og prófunum á lyfjum. Sóttvarnarlæknar, vísindamenn, sérfræðingar og embættismenn frá þeim ríkjum þar sem veiran hefur breiðst út koma saman á fundinum sem haldinn verður í Genf. Stofnunin hefur áður tilkynnt að rúmlega 20 þúsund manns muni mögulega smitast áður en tök muni nást á útbreiðslunni. Lýsti Chan útbreiðslunni sem þeirri „mestu, alvarlegustu og flóknustu“ sem starfsmenn stofnunarinnar hafa kynnst. Enginn af reyndustu sérfræðingum heims hafa kynnst öðru eins. Nígerísk stjórnvöld tilkynntu um tvö staðfest tilfelli til viðbótar fyrr í dag, í borginni Port Harcourt. Í frétt BBC segir að tilfellin séu þau fyrstu utan höfuðborgarinnar Lagos, þar sem fimm hafa látist af völdum veirunnar. Er talið líklegt að ebóla kunni að breiðast hraðar út í Port Harcourt en í Lagos. Talsmenn hjárlparsamtakanna Lækna án landamæra hafa varað við að þörf sé á alþjóðlegri hernaðaríhlutun til að takast á við útbreiðsluna. Viðbrögð til þessa hafi verið mjög ófullnægjandi og heimurinn sé að lúta í lægra haldi fyrir veirunni. Ebóla Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira
Starfsmenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) áætla nú að rúmlega 1.900 manns hafi látist úr ebóluveirunni í ríkjum Vestur-Afríku síðustu mánuði. Margaret Chan, forseti stofnunarinnar, segir að um 3.500 staðfest eða líkleg tilfelli hafi komið upp í Gíneu, Síerra Leóne og Líberíu og að erfiðleika gangi að ná tökum á útbreiðslunni. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin stendur fyrir fundi á morgun þar sem vænlegustu lækningameðferðirnar verða til umræðu og rætt um hvernig mögulegt sé að flýta framleiðslu og prófunum á lyfjum. Sóttvarnarlæknar, vísindamenn, sérfræðingar og embættismenn frá þeim ríkjum þar sem veiran hefur breiðst út koma saman á fundinum sem haldinn verður í Genf. Stofnunin hefur áður tilkynnt að rúmlega 20 þúsund manns muni mögulega smitast áður en tök muni nást á útbreiðslunni. Lýsti Chan útbreiðslunni sem þeirri „mestu, alvarlegustu og flóknustu“ sem starfsmenn stofnunarinnar hafa kynnst. Enginn af reyndustu sérfræðingum heims hafa kynnst öðru eins. Nígerísk stjórnvöld tilkynntu um tvö staðfest tilfelli til viðbótar fyrr í dag, í borginni Port Harcourt. Í frétt BBC segir að tilfellin séu þau fyrstu utan höfuðborgarinnar Lagos, þar sem fimm hafa látist af völdum veirunnar. Er talið líklegt að ebóla kunni að breiðast hraðar út í Port Harcourt en í Lagos. Talsmenn hjárlparsamtakanna Lækna án landamæra hafa varað við að þörf sé á alþjóðlegri hernaðaríhlutun til að takast á við útbreiðsluna. Viðbrögð til þessa hafi verið mjög ófullnægjandi og heimurinn sé að lúta í lægra haldi fyrir veirunni.
Ebóla Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira