1.900 hafa nú látist úr ebóluveiru í Vestur-Afríku Atli Ísleifsson skrifar 3. september 2014 22:01 Fundað verður um ebólufaraldurinn í Genf á morgun. Vísir/AFP Starfsmenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) áætla nú að rúmlega 1.900 manns hafi látist úr ebóluveirunni í ríkjum Vestur-Afríku síðustu mánuði. Margaret Chan, forseti stofnunarinnar, segir að um 3.500 staðfest eða líkleg tilfelli hafi komið upp í Gíneu, Síerra Leóne og Líberíu og að erfiðleika gangi að ná tökum á útbreiðslunni. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin stendur fyrir fundi á morgun þar sem vænlegustu lækningameðferðirnar verða til umræðu og rætt um hvernig mögulegt sé að flýta framleiðslu og prófunum á lyfjum. Sóttvarnarlæknar, vísindamenn, sérfræðingar og embættismenn frá þeim ríkjum þar sem veiran hefur breiðst út koma saman á fundinum sem haldinn verður í Genf. Stofnunin hefur áður tilkynnt að rúmlega 20 þúsund manns muni mögulega smitast áður en tök muni nást á útbreiðslunni. Lýsti Chan útbreiðslunni sem þeirri „mestu, alvarlegustu og flóknustu“ sem starfsmenn stofnunarinnar hafa kynnst. Enginn af reyndustu sérfræðingum heims hafa kynnst öðru eins. Nígerísk stjórnvöld tilkynntu um tvö staðfest tilfelli til viðbótar fyrr í dag, í borginni Port Harcourt. Í frétt BBC segir að tilfellin séu þau fyrstu utan höfuðborgarinnar Lagos, þar sem fimm hafa látist af völdum veirunnar. Er talið líklegt að ebóla kunni að breiðast hraðar út í Port Harcourt en í Lagos. Talsmenn hjárlparsamtakanna Lækna án landamæra hafa varað við að þörf sé á alþjóðlegri hernaðaríhlutun til að takast á við útbreiðsluna. Viðbrögð til þessa hafi verið mjög ófullnægjandi og heimurinn sé að lúta í lægra haldi fyrir veirunni. Ebóla Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Starfsmenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) áætla nú að rúmlega 1.900 manns hafi látist úr ebóluveirunni í ríkjum Vestur-Afríku síðustu mánuði. Margaret Chan, forseti stofnunarinnar, segir að um 3.500 staðfest eða líkleg tilfelli hafi komið upp í Gíneu, Síerra Leóne og Líberíu og að erfiðleika gangi að ná tökum á útbreiðslunni. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin stendur fyrir fundi á morgun þar sem vænlegustu lækningameðferðirnar verða til umræðu og rætt um hvernig mögulegt sé að flýta framleiðslu og prófunum á lyfjum. Sóttvarnarlæknar, vísindamenn, sérfræðingar og embættismenn frá þeim ríkjum þar sem veiran hefur breiðst út koma saman á fundinum sem haldinn verður í Genf. Stofnunin hefur áður tilkynnt að rúmlega 20 þúsund manns muni mögulega smitast áður en tök muni nást á útbreiðslunni. Lýsti Chan útbreiðslunni sem þeirri „mestu, alvarlegustu og flóknustu“ sem starfsmenn stofnunarinnar hafa kynnst. Enginn af reyndustu sérfræðingum heims hafa kynnst öðru eins. Nígerísk stjórnvöld tilkynntu um tvö staðfest tilfelli til viðbótar fyrr í dag, í borginni Port Harcourt. Í frétt BBC segir að tilfellin séu þau fyrstu utan höfuðborgarinnar Lagos, þar sem fimm hafa látist af völdum veirunnar. Er talið líklegt að ebóla kunni að breiðast hraðar út í Port Harcourt en í Lagos. Talsmenn hjárlparsamtakanna Lækna án landamæra hafa varað við að þörf sé á alþjóðlegri hernaðaríhlutun til að takast á við útbreiðsluna. Viðbrögð til þessa hafi verið mjög ófullnægjandi og heimurinn sé að lúta í lægra haldi fyrir veirunni.
Ebóla Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira