Gísli áfram í forystu í Aberdeen Jón Júlíus Karlsson skrifar 17. september 2014 15:36 Gísli Sveinbergsson er að leika frábærlega í Skotlandi. Vísir/GSÍ Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili er áfram í forystu á Duke of York Young Championship ungmennamótinu sem fram fer á Royal Aberdeen í Skotlandi. Keppni var frestað skömmu fyrir hádegi í dag vegna mikillar þoku sem olli því að skyggni var lítið sem ekkert. Gísli náði að leika fimm holur í dag og lék þær á tveimur höggum undir pari. Hann er því á fjórum höggum undir pari í mótinu eftir að hafa leikið fyrsta hringinn í mótinu á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Hann er eins og stendur tveimur höggum betri en Skotinn Ewen Ferguson sem er annar í mótinu. Í Duke of York mótinu hafa aðeins landsmeistarar pilta og stúlkna keppnisrétt og því er um mjög sterkt mót að ræða. Á heimasíðu Golfsambandsins kemur fram að Gísli hafi í stuttu viðtali við blaðamann mótsins sagt að mikilvægt væri að vera þolinmóður. Karginn á Royal Aberdeen sé mjög erfiður og því mikilvægt að hitta brautir og flatir.Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur leikur einnig í mótinu. Hún lék 16 holur í dag og hafði leikið þær á fjórum höggum yfir pari. Ragnhildur lék fyrsta hringinn í gær á 81 höggi. Keppni verður áframhaldið í fyrramálið en leiknir eru þrír hringir í mótinu. Tvívegis hefur Íslendingur staðið uppi sem sigurvegari í mótinu. Árið 2010 bar Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigur úr býtum. Tveimur árum síðar gerði Ragnar Garðarsson úr Gofklúbbi Kópavogs og Garðabæjar slíkt hið sama. Golf Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili er áfram í forystu á Duke of York Young Championship ungmennamótinu sem fram fer á Royal Aberdeen í Skotlandi. Keppni var frestað skömmu fyrir hádegi í dag vegna mikillar þoku sem olli því að skyggni var lítið sem ekkert. Gísli náði að leika fimm holur í dag og lék þær á tveimur höggum undir pari. Hann er því á fjórum höggum undir pari í mótinu eftir að hafa leikið fyrsta hringinn í mótinu á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Hann er eins og stendur tveimur höggum betri en Skotinn Ewen Ferguson sem er annar í mótinu. Í Duke of York mótinu hafa aðeins landsmeistarar pilta og stúlkna keppnisrétt og því er um mjög sterkt mót að ræða. Á heimasíðu Golfsambandsins kemur fram að Gísli hafi í stuttu viðtali við blaðamann mótsins sagt að mikilvægt væri að vera þolinmóður. Karginn á Royal Aberdeen sé mjög erfiður og því mikilvægt að hitta brautir og flatir.Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur leikur einnig í mótinu. Hún lék 16 holur í dag og hafði leikið þær á fjórum höggum yfir pari. Ragnhildur lék fyrsta hringinn í gær á 81 höggi. Keppni verður áframhaldið í fyrramálið en leiknir eru þrír hringir í mótinu. Tvívegis hefur Íslendingur staðið uppi sem sigurvegari í mótinu. Árið 2010 bar Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigur úr býtum. Tveimur árum síðar gerði Ragnar Garðarsson úr Gofklúbbi Kópavogs og Garðabæjar slíkt hið sama.
Golf Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira