Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2025 21:02 Bryson DeChambeau vann opna bandaríska risamótið í golfi í annað skiptið í fyrra. Hann vann mótið líka árið 2020 og hafði því þátttökurétt sumarið 2024 þrátt fyrir að hafa samið við LIV mótaröðina árið 2022. Getty/Jared C. Tilton Opna bandaríska risamótið í golfi mun taka inn kylfinga af LIV mótaröðinni þegar mótið fer fram í ár. Bandaríska golfsambandið tilkynnti það í dag að efsti kylfingurinn á sádi-arabísku mótaröðinni vinni sér sæti á mótinu. Að auki fá tíu efstu kylfingar á styrkleikalista LIV þann 7. apríl næstkomandi þátttökurétt í seinni hluta undankeppninnar þar sem barist er um laus sæti á risamótinu. Opna bandaríska meistaramótið fer fram hjá Oakmont golfklúbbnum í Pennsylvania fylki frá 12. til 15. júní næstkomandi. „Allir golfáhugamenn í heiminum vilja sjá bestu kylfinga heims keppa á stærstu sviðum golfsins sem eru risamótin. LIV Golf leggur sig fram við að vinna með forráðamönnum golfsins til að auka hróður íþróttarinnar út um allan heim,“ sagði Scott O'Neil, framkvæmdastjóri LIV Golf. Forráðamenn PGA mótaraðarinnar og LIV mótaraðarinnar hafa staðið í lokuðum viðræðum um að leysa deilurnar þeirra á milli og stuðla að sameiningu í tvískiptum golfheimi. Þessar fréttir eru gott dæmi að þar séu málin að þokast í rétt átt. Click to read the categories that are in effect for this year's championship at Oakmont ⬇️— U.S. Open (@usopengolf) February 5, 2025 LIV-mótaröðin Opna bandaríska Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Bandaríska golfsambandið tilkynnti það í dag að efsti kylfingurinn á sádi-arabísku mótaröðinni vinni sér sæti á mótinu. Að auki fá tíu efstu kylfingar á styrkleikalista LIV þann 7. apríl næstkomandi þátttökurétt í seinni hluta undankeppninnar þar sem barist er um laus sæti á risamótinu. Opna bandaríska meistaramótið fer fram hjá Oakmont golfklúbbnum í Pennsylvania fylki frá 12. til 15. júní næstkomandi. „Allir golfáhugamenn í heiminum vilja sjá bestu kylfinga heims keppa á stærstu sviðum golfsins sem eru risamótin. LIV Golf leggur sig fram við að vinna með forráðamönnum golfsins til að auka hróður íþróttarinnar út um allan heim,“ sagði Scott O'Neil, framkvæmdastjóri LIV Golf. Forráðamenn PGA mótaraðarinnar og LIV mótaraðarinnar hafa staðið í lokuðum viðræðum um að leysa deilurnar þeirra á milli og stuðla að sameiningu í tvískiptum golfheimi. Þessar fréttir eru gott dæmi að þar séu málin að þokast í rétt átt. Click to read the categories that are in effect for this year's championship at Oakmont ⬇️— U.S. Open (@usopengolf) February 5, 2025
LIV-mótaröðin Opna bandaríska Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira