Mótmæla hækkun virðisaukaskatts á bækur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. september 2014 11:08 Vísir/Valli Félag bókagerðarmanna mótmælir harðlega hækkun virðisaukaskatts á bækur úr 7% í 12%. Sömuleiðis mótmælir stjórn félagsins auknum álögum á þorra launafólks sem hún segir fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fela í sér. Þetta kemur fram í ályktunum sem FBM sendir fjölmiðlum í dag. „Bókaútgáfa er undirstaða þess að íslensk tunga þróist og dafni og því þarf að standa vörð um útgáfu og dreifingu bóka á íslensku. Hækkun útsöluverðs bóka eykur námskostnað framhaldsskólanema og slælegar niðurstöður grunnskólabarna í alþjóðlegum lestrarkönnunum hræða. Hækkun útsöluverðs bóka verður auk þess trauðla til þess að fjölga þeim sem lesa sér til gagns eða auka málkennd,“ segir í ályktun félagsins vegna hækkun virðisaukaskatts á bækur. Segja þeir hækkunina veikja markaðsstöðu bókarinnar og draga væntanlega úr sölu hennar. Í kjölfarið kunni bókatitlum sem gefnir verða út á Íslandi að fækka. „Það væri afleit þróun fyrir íslenska tungu og menningu að ógleymdri lífsafkomu allra þeirra fjölmörgu sem koma að skrifum, framleiðslu, dreifingu og sölu bóka á Íslandi. Nær væri að stjórnmálamenn sýndu íslenskri menningu og tungu stuðning í verki og afnæmu virðisaukaskatt á bókum á öllum vinnslustigum og styrku þannig greinina alla. Þá stæðum við keik á tyllidögum og værum raunveruleg bókaþjóð. Stjórn Félags bókagerðarmanna, 16. september 2014.“ Þá mótmælir stjórn FBM auknum álögum á þorra launafólks sem fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar feli í sér. „Hækkun á lægra þrepi virðisaukaskatts úr 7% í 12% kemur verst niður á tekjulægri heimilum. Breytingarnar á virðisaukaskattskerfinu, sem ríkisstjórnin leggur nú til, leggst með næstum tvöfalt meiri þunga á lægsta tekjuhópinn en þann hæsta þegar útgjöld vegna matvæla eru skoðuð. Kerfisbreytingin eykur á hættu að verðlag hækki meira en efni standa til.“ Segir stjórnin að fólk í atvinnuleit mæti skilningsleysi. „Stjórn FBM mótmælir harðlega skerðingu á bótarétti vegna atvinnuleysisbóta, sérstaklega gagnvart þeim einstaklingum sem hafa verið hvað lengst án atvinnu. Skerðing á bótarétti úr þremur árum í 2 og hálft ár er veruleg og veldur því að fjöldi fólks þarf að leita til sveitarfélaga um framfærslu sem eru þung skref. Atvinnuleysi minnkar ekki við það að velta vandanum yfir á sveitarfélögin og mikilvægara er að halda úti virkum vinnumarkaðsúrræðum.“ Þá skorar stjórn FBM á stjórnvöld að halda í heiðri það samkomulag um að koma með fjármagn inn í Virk starfsendurhæfingarsjóð eins og kveðið er á um í lögum frá árinu 2012 en ekki er gert ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Fjárlagafrumvarp 2015 Tengdar fréttir Gagnrýnir skattabreytingar: Bækur dýrari en flatskjáir ódýrari Andri Snær Magnason rithöfundur gagnrýndir virðisaukaskattsbreytingar sem fjármálaráðherra kynnti í gær. Bækur hækka væntanlega í verði en flatskjáir lækka í verði. Bókaútgefundur og rithöfundar eru uggandi yfir stöðu lesturs á Íslandi. 10. september 2014 11:42 Illugi hunsar bókaútgefendur Bókaútgefendur eru sannfærðir um að stjórnvöld ætli að hækka virðisaukaskatt á bækur og segja hrun vofa yfir íslenskri bókaútgáfu. 9. september 2014 13:06 Viljum halda áfram að gefa út fræðibækur á íslensku Hækki skattur á bókaútgáfu eins og lagt er til í fjárlagafrumvarpinu mun það hafa áhrif á störf sem nokkur hundruð íslenskir fræðimenn sinna. Ekki er gefið að fræðibækur komi út á íslensku í þeim mæli sem nú er, segir Jón Yngvi Jóhannsson, formaður Hagþenkis. 14. september 2014 19:30 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Félag bókagerðarmanna mótmælir harðlega hækkun virðisaukaskatts á bækur úr 7% í 12%. Sömuleiðis mótmælir stjórn félagsins auknum álögum á þorra launafólks sem hún segir fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fela í sér. Þetta kemur fram í ályktunum sem FBM sendir fjölmiðlum í dag. „Bókaútgáfa er undirstaða þess að íslensk tunga þróist og dafni og því þarf að standa vörð um útgáfu og dreifingu bóka á íslensku. Hækkun útsöluverðs bóka eykur námskostnað framhaldsskólanema og slælegar niðurstöður grunnskólabarna í alþjóðlegum lestrarkönnunum hræða. Hækkun útsöluverðs bóka verður auk þess trauðla til þess að fjölga þeim sem lesa sér til gagns eða auka málkennd,“ segir í ályktun félagsins vegna hækkun virðisaukaskatts á bækur. Segja þeir hækkunina veikja markaðsstöðu bókarinnar og draga væntanlega úr sölu hennar. Í kjölfarið kunni bókatitlum sem gefnir verða út á Íslandi að fækka. „Það væri afleit þróun fyrir íslenska tungu og menningu að ógleymdri lífsafkomu allra þeirra fjölmörgu sem koma að skrifum, framleiðslu, dreifingu og sölu bóka á Íslandi. Nær væri að stjórnmálamenn sýndu íslenskri menningu og tungu stuðning í verki og afnæmu virðisaukaskatt á bókum á öllum vinnslustigum og styrku þannig greinina alla. Þá stæðum við keik á tyllidögum og værum raunveruleg bókaþjóð. Stjórn Félags bókagerðarmanna, 16. september 2014.“ Þá mótmælir stjórn FBM auknum álögum á þorra launafólks sem fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar feli í sér. „Hækkun á lægra þrepi virðisaukaskatts úr 7% í 12% kemur verst niður á tekjulægri heimilum. Breytingarnar á virðisaukaskattskerfinu, sem ríkisstjórnin leggur nú til, leggst með næstum tvöfalt meiri þunga á lægsta tekjuhópinn en þann hæsta þegar útgjöld vegna matvæla eru skoðuð. Kerfisbreytingin eykur á hættu að verðlag hækki meira en efni standa til.“ Segir stjórnin að fólk í atvinnuleit mæti skilningsleysi. „Stjórn FBM mótmælir harðlega skerðingu á bótarétti vegna atvinnuleysisbóta, sérstaklega gagnvart þeim einstaklingum sem hafa verið hvað lengst án atvinnu. Skerðing á bótarétti úr þremur árum í 2 og hálft ár er veruleg og veldur því að fjöldi fólks þarf að leita til sveitarfélaga um framfærslu sem eru þung skref. Atvinnuleysi minnkar ekki við það að velta vandanum yfir á sveitarfélögin og mikilvægara er að halda úti virkum vinnumarkaðsúrræðum.“ Þá skorar stjórn FBM á stjórnvöld að halda í heiðri það samkomulag um að koma með fjármagn inn í Virk starfsendurhæfingarsjóð eins og kveðið er á um í lögum frá árinu 2012 en ekki er gert ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu.
Fjárlagafrumvarp 2015 Tengdar fréttir Gagnrýnir skattabreytingar: Bækur dýrari en flatskjáir ódýrari Andri Snær Magnason rithöfundur gagnrýndir virðisaukaskattsbreytingar sem fjármálaráðherra kynnti í gær. Bækur hækka væntanlega í verði en flatskjáir lækka í verði. Bókaútgefundur og rithöfundar eru uggandi yfir stöðu lesturs á Íslandi. 10. september 2014 11:42 Illugi hunsar bókaútgefendur Bókaútgefendur eru sannfærðir um að stjórnvöld ætli að hækka virðisaukaskatt á bækur og segja hrun vofa yfir íslenskri bókaútgáfu. 9. september 2014 13:06 Viljum halda áfram að gefa út fræðibækur á íslensku Hækki skattur á bókaútgáfu eins og lagt er til í fjárlagafrumvarpinu mun það hafa áhrif á störf sem nokkur hundruð íslenskir fræðimenn sinna. Ekki er gefið að fræðibækur komi út á íslensku í þeim mæli sem nú er, segir Jón Yngvi Jóhannsson, formaður Hagþenkis. 14. september 2014 19:30 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Gagnrýnir skattabreytingar: Bækur dýrari en flatskjáir ódýrari Andri Snær Magnason rithöfundur gagnrýndir virðisaukaskattsbreytingar sem fjármálaráðherra kynnti í gær. Bækur hækka væntanlega í verði en flatskjáir lækka í verði. Bókaútgefundur og rithöfundar eru uggandi yfir stöðu lesturs á Íslandi. 10. september 2014 11:42
Illugi hunsar bókaútgefendur Bókaútgefendur eru sannfærðir um að stjórnvöld ætli að hækka virðisaukaskatt á bækur og segja hrun vofa yfir íslenskri bókaútgáfu. 9. september 2014 13:06
Viljum halda áfram að gefa út fræðibækur á íslensku Hækki skattur á bókaútgáfu eins og lagt er til í fjárlagafrumvarpinu mun það hafa áhrif á störf sem nokkur hundruð íslenskir fræðimenn sinna. Ekki er gefið að fræðibækur komi út á íslensku í þeim mæli sem nú er, segir Jón Yngvi Jóhannsson, formaður Hagþenkis. 14. september 2014 19:30