Spennandi möguleiki fyrir Íslenska veiðimenn í USA Karl Lúðvíksson skrifar 16. september 2014 10:52 King Salmon er með stærstu laxategundum sem eru til Íslenskir veiðimenn halda sig ekki bara við heimavötnin en nokkuð stór hópur fer utan á hverju ári til að veiða og hafa helstu áfangastaðir verið Rússland, Noregur og England. Bandaríkin hafa ekki mikið verið sótt en þó í einhverjum mæli en það gæti verið að breytast þar sem Árni Jónsson í Veiðibúðinni við Lækinn ætlar m.a. að bjóða uppá ferðir til Washington fylkis á vesturströnd Bandaríkjanna ásamt öðrum. Mikið tegundaúrval af laxfiskum er að finna á þessum slóðum eins og Hnúðlax (Pink salmon), Rauðlax (Sockeye), Silvurlax (Coho), Hundalax (Chum) og Kóngalax (King) en einnig verður boðið uppá veiði á Stálhaus, Strandsilung, Regnbogasilung, en hann er upprunalega ættaður frá þessum svæðum, bleikju og miklu meira. Nokkur fjöldi ársvæða er í boði og það sem helst kveikir í mönnum sem skoða þennan möguleika er að stangardagurinn er á um 50.000 krónur með öllu, þ.e.a.s. mat, gisting, leiðsögn, akstur o.fl. Svo er við því að bæta að það verður kynning í húsnæði Ármanna, Dugguvogi 13 næsta mánudag, kl 20:00 (22/09) fyrir þá sem vilja fá frekari kynningu á þessari spennandi ferð. Stangveiði Mest lesið Langá opnaði í morgun með 13 löxum á 3 tímum Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Að lána eða lána ekki veiðidót Veiði Spennandi möguleiki fyrir Íslenska veiðimenn í USA Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði
Íslenskir veiðimenn halda sig ekki bara við heimavötnin en nokkuð stór hópur fer utan á hverju ári til að veiða og hafa helstu áfangastaðir verið Rússland, Noregur og England. Bandaríkin hafa ekki mikið verið sótt en þó í einhverjum mæli en það gæti verið að breytast þar sem Árni Jónsson í Veiðibúðinni við Lækinn ætlar m.a. að bjóða uppá ferðir til Washington fylkis á vesturströnd Bandaríkjanna ásamt öðrum. Mikið tegundaúrval af laxfiskum er að finna á þessum slóðum eins og Hnúðlax (Pink salmon), Rauðlax (Sockeye), Silvurlax (Coho), Hundalax (Chum) og Kóngalax (King) en einnig verður boðið uppá veiði á Stálhaus, Strandsilung, Regnbogasilung, en hann er upprunalega ættaður frá þessum svæðum, bleikju og miklu meira. Nokkur fjöldi ársvæða er í boði og það sem helst kveikir í mönnum sem skoða þennan möguleika er að stangardagurinn er á um 50.000 krónur með öllu, þ.e.a.s. mat, gisting, leiðsögn, akstur o.fl. Svo er við því að bæta að það verður kynning í húsnæði Ármanna, Dugguvogi 13 næsta mánudag, kl 20:00 (22/09) fyrir þá sem vilja fá frekari kynningu á þessari spennandi ferð.
Stangveiði Mest lesið Langá opnaði í morgun með 13 löxum á 3 tímum Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Að lána eða lána ekki veiðidót Veiði Spennandi möguleiki fyrir Íslenska veiðimenn í USA Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði