Viðvaranir bárust ekki notendum Nova Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. september 2014 16:47 Vísir/Auðunn Almannavarnir sendu farsímanotendum í Fjarðarbyggð smáskilaboð með viðvörun vegna brennisteinsmengunar eftir að gríðar há gildi mældust á svæðinu. Skilaboðin bárust þó ýmist ekki eða seint til viðskiptavina Nova. Framkvæmdastjóri Nova hefur fyrir hönd Nova beðist afsökunar á málinu. Austurfrétt greinir frá. Styrkur brennisteinsdíoxíðs hefur aldrei mælst eins hár hér á landi eins og í gærkvöld, en hæstu gildin voru tæplega 4000 míkrógrömm á rúmmetra. Fólk var því hvatt til að halda sig innandyra en mengunin getur meðal annars valdið ertingu í hálsi og augum. Smáskilaboðin voru send á vegum Almannavarna til allra farsímanotenda á Fáskrúðsfirði, Eskifirði og Reyðarfirði frá klukkan 23.05-23.15 í gærkvöldi. Farsímanotendur Nova fengu þó ekki skilaboðin en um var að ræða bilun í kerfi Nova. „Þetta er vissulega mál sem við tökum mjög alvarlega og munum gera allt sem við getum til að tryggja öryggi skilaboða sem þessara," segir Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova í samtali við Austurfrétt. Spár gefa til kynna að hár styrkur brennisteinsgass og annarra gosefna gæti orðið á norðanverðum Austfjörðum, Fljótsdal, Héraði, Jökuldal og á Langanesi í dag. Þá eru líkur á að styrkur gæti aukist á norðausturlandi er líða fer á daginn.Landlæknisembættið hefur sent frá sér tilkynningu vegna þeirra miklu mengunar sem stafar af gosinu en í tilkynningunni er fólk með undirliggjandi astma og aðra öndunarfærasjúkdóma hvatt til að hafa öndunarfæralyf ávallt tiltæk. Þá séu börn jafnframt hvött til að halda sig innandyra. Umhverfisstofnun hvetur fólk til að fylgjast með loftgæðum á vefsíðunni ust.is. Bárðarbunga Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara Sjá meira
Almannavarnir sendu farsímanotendum í Fjarðarbyggð smáskilaboð með viðvörun vegna brennisteinsmengunar eftir að gríðar há gildi mældust á svæðinu. Skilaboðin bárust þó ýmist ekki eða seint til viðskiptavina Nova. Framkvæmdastjóri Nova hefur fyrir hönd Nova beðist afsökunar á málinu. Austurfrétt greinir frá. Styrkur brennisteinsdíoxíðs hefur aldrei mælst eins hár hér á landi eins og í gærkvöld, en hæstu gildin voru tæplega 4000 míkrógrömm á rúmmetra. Fólk var því hvatt til að halda sig innandyra en mengunin getur meðal annars valdið ertingu í hálsi og augum. Smáskilaboðin voru send á vegum Almannavarna til allra farsímanotenda á Fáskrúðsfirði, Eskifirði og Reyðarfirði frá klukkan 23.05-23.15 í gærkvöldi. Farsímanotendur Nova fengu þó ekki skilaboðin en um var að ræða bilun í kerfi Nova. „Þetta er vissulega mál sem við tökum mjög alvarlega og munum gera allt sem við getum til að tryggja öryggi skilaboða sem þessara," segir Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova í samtali við Austurfrétt. Spár gefa til kynna að hár styrkur brennisteinsgass og annarra gosefna gæti orðið á norðanverðum Austfjörðum, Fljótsdal, Héraði, Jökuldal og á Langanesi í dag. Þá eru líkur á að styrkur gæti aukist á norðausturlandi er líða fer á daginn.Landlæknisembættið hefur sent frá sér tilkynningu vegna þeirra miklu mengunar sem stafar af gosinu en í tilkynningunni er fólk með undirliggjandi astma og aðra öndunarfærasjúkdóma hvatt til að hafa öndunarfæralyf ávallt tiltæk. Þá séu börn jafnframt hvött til að halda sig innandyra. Umhverfisstofnun hvetur fólk til að fylgjast með loftgæðum á vefsíðunni ust.is.
Bárðarbunga Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara Sjá meira